Innlent

Guðmundur Þorlákur með fallegustu mottuna

Fallegast mottan. Guðmundur skartaði glæsilegu skeggi.
Fallegast mottan. Guðmundur skartaði glæsilegu skeggi.
Skegg margra íslenskra karlmanna fá væntanlega að fjúka í kvöld nú þegar Mottumars, fjáröflunar og árvekniátaki Krabbameinsfélagsins er lokið. Alls söfnuðust tuttugu og níu milljónir króna í áheitum og var haldið upp á árangurinn í Þjóðleikhúskjallaranum um klukkan sex í kvöld.

Þeir sem söfnuðu einna mest voru þar verðlaunaðir, auk þess sem fegursta mottan var valin. Motta vinningshafans, Guðmundar Þorláks Guðmundssonar verður í raun eilíf því Krabbameinsfélagið hefur ákveðið að útbúa grip eftir hennar lögun, sem verður seldur til fjáröflunar í næsta Mottumars-átaki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×