Fjórðungur útgjalda ákveðinn fyrirfram 24. apríl 2012 08:00 skeggrætt Steingrímur J. Sigfússon hætti sem fjármálaráðherra um síðustu áramót. Fjárlaganefnd telur að vinna við fjárlagagerð hafi batnað til muna, en boðar frumvarp um að mörkuðum tekjustofnum verði snarfækkað.fréttablaðið/gva Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis telur að of stór hluti útgjalda ríkisins hvert ár sé fastur í mörkuðum tekjustofnum. Nú lætur nærri að um fjórðungur útgjalda sé fyrirfram ákveðinn og telur nefndin það allt of hátt hlutfall. Nefndarálit um frumvarp til lokafjárlaga fyrir 2010 var lagt fram á Alþingi fyrir helgi. Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að frumvarp fjármálaráðherra um lokafjárlögin verði samþykkt óbreytt. Fjárlaganefndin telur eðlilegra að mun lægra hlutfall útgjalda sé markað fyrirfram, „enda í langflestum tilfellum mun gegnsærra og einfaldara fyrirkomulag að láta þessa tekjustofna renna í ríkissjóð og veita þess í stað bein framlög til reksturs og framkvæmda í samræmi við ákvarðanir og forgangsröðun fjárlaga hverju sinni." Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður fjárlaganefndar, og meirihlutinn boða frumvarp um afnám mörkun ríkistekna. Í því kemur fram að fjárlagaheimildir til ráðstöfunar árið 2010 voru 579 milljarðar króna. Útgjöld ársins námu hins vegar tæpum 602 milljörðum króna og fjárlagahallinn var 22,7 milljarðar króna. Í meirihlutaálitinu kemur fram að 33 milljarða króna framlag til Íbúðalánasjóðs skýri þann halla, en sú greiðsla var samþykkt í fjáraukalögum 2010. Að því framlagi undanskildu var staðan á ríkissjóði í árslok jákvæð um 10,3 milljarða. Fjárlaganefndin telur að áður en til slíkra fjárheimilda komi þurfi að upplýsa Alþingi betur. „Nauðsynlegt er að Alþingi sé að fullu upplýst um fjárhagsstöðu sjóða áður en kemur að veitingu heimilda af þessu tagi, þannig að tryggt sé á hvaða forsendum framlög eru veitt og að fullt samræmi sé á milli fjárheimilda og reiknings að þessu leyti," segir í áliti meirihlutans. Nefndin telur að vinnubrögð við fjárlagagerð hafi batnað og hlutverk fjárlaganefndarinnar aukist. Bætt hafi verið úr því ósamræmi sem verið hafi um árabil á milli lokafjárlagafrumvarps og ríkisreiknings, varðandi fjárhæðir sem flytjast frá fyrra ári fyrir fjárlagaliði. „Hins vegar kemur enn fram mismunur á einstaka viðfangsefnum innan fjárlagaliða. Meirihlutinn leggur áherslu á að bætt verði úr því í frumvarpi til lokafjárlaga ársins 2011." kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis telur að of stór hluti útgjalda ríkisins hvert ár sé fastur í mörkuðum tekjustofnum. Nú lætur nærri að um fjórðungur útgjalda sé fyrirfram ákveðinn og telur nefndin það allt of hátt hlutfall. Nefndarálit um frumvarp til lokafjárlaga fyrir 2010 var lagt fram á Alþingi fyrir helgi. Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að frumvarp fjármálaráðherra um lokafjárlögin verði samþykkt óbreytt. Fjárlaganefndin telur eðlilegra að mun lægra hlutfall útgjalda sé markað fyrirfram, „enda í langflestum tilfellum mun gegnsærra og einfaldara fyrirkomulag að láta þessa tekjustofna renna í ríkissjóð og veita þess í stað bein framlög til reksturs og framkvæmda í samræmi við ákvarðanir og forgangsröðun fjárlaga hverju sinni." Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður fjárlaganefndar, og meirihlutinn boða frumvarp um afnám mörkun ríkistekna. Í því kemur fram að fjárlagaheimildir til ráðstöfunar árið 2010 voru 579 milljarðar króna. Útgjöld ársins námu hins vegar tæpum 602 milljörðum króna og fjárlagahallinn var 22,7 milljarðar króna. Í meirihlutaálitinu kemur fram að 33 milljarða króna framlag til Íbúðalánasjóðs skýri þann halla, en sú greiðsla var samþykkt í fjáraukalögum 2010. Að því framlagi undanskildu var staðan á ríkissjóði í árslok jákvæð um 10,3 milljarða. Fjárlaganefndin telur að áður en til slíkra fjárheimilda komi þurfi að upplýsa Alþingi betur. „Nauðsynlegt er að Alþingi sé að fullu upplýst um fjárhagsstöðu sjóða áður en kemur að veitingu heimilda af þessu tagi, þannig að tryggt sé á hvaða forsendum framlög eru veitt og að fullt samræmi sé á milli fjárheimilda og reiknings að þessu leyti," segir í áliti meirihlutans. Nefndin telur að vinnubrögð við fjárlagagerð hafi batnað og hlutverk fjárlaganefndarinnar aukist. Bætt hafi verið úr því ósamræmi sem verið hafi um árabil á milli lokafjárlagafrumvarps og ríkisreiknings, varðandi fjárhæðir sem flytjast frá fyrra ári fyrir fjárlagaliði. „Hins vegar kemur enn fram mismunur á einstaka viðfangsefnum innan fjárlagaliða. Meirihlutinn leggur áherslu á að bætt verði úr því í frumvarpi til lokafjárlaga ársins 2011." kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira