Samsamaði sig sjóræningjum sara@frettabladid.is skrifar 22. nóvember 2012 06:00 „Þetta er sjálfstætt framhald Indjánans. Sjóræninginn segir frá Hlemmsárunum mínum, þegar ég er á aldrinum þrettán til fimmtán ára. Í stórum dráttum segir bókin frá því þegar ég lýk barnaskóla og fer í Réttarholtsskóla. Þar varð ég fyrir miklu einelti og lenti í ákveðnum erfiðleikum, svo kynnist ég pönkinu og fer að hanga á Hlemmi," segir Jón Gnarr borgarstjóri um nýútkomna bók sína, Sjóræningjann. Bókin er skálduð ævisaga líkt og fyrri bók Jóns, Indjáninn. Jón hóf að semja Sjóræningjann stuttu eftir að hann lauk við þá fyrri, en ákvað að bíða með útgáfu bókarinnar þar til nú. „Ég vildi ekki gefa hana út strax því ég var ekki tilbúinn til þess. Í fyrra þótti mér tíminn kominn og ég settist niður og las bókina yfir og fíniseraði hana. Mér fannst mikilvægt að koma henni út, það skiptir svo miklu máli fyrir þá sem eru í líkum aðstæðum og ég var, að fá sögu einhvers sem hefur farið í gegnum það sama. Það virkar sem hvatning og veitir samhug. Á sama tíma var þetta þerapía fyrir mig og ég uppgötvaði margt í sambandi við mitt líf, og lífið almennt, við að skrifin. Bókin fékk mig til að skilja betur hver ég er og úr hverju ég er." Jón var mjög heillaður af indjánum og sjóræningjum sem barn og þaðan eru titlar bókanna fengnir. Hann leit á sjóræningja sem utangarðsfólk síns tíma og samsamaði sig þeim. „Ég var alltaf mjög heillaður af menningarsamfélögum sem ég upplifði sem frjáls samfélög. Fyrir mér var indjáni manneskja sem lifði frjáls í sátt og samlyndi við náttúruna. Þegar ég varð unglingur yfirfærðist þessi áhugi minn svolítið yfir á sjóræningja. Sjóræningjar voru gjarnan fólk sem hafði orðið undir í samfélaginu og komist í kast við lögin og varð því að flýja hið hefðbundna samfélag. Mér fannst þetta góður titill á bókina því á þessum tíma var ég að flýja skólakerfið og þá erfiðleika sem ég gekk í gegnum þar. Hlemmur var minn sjóræningjavettvangur." Sjóræninginn er önnur bókin í þríleik og mun þriðja og síðasta bókin fjalla um tímann sem Jón eyddi á heimavistarskóla á Núpi í Dýrafirði. Inntur eftir því hvort hann hafi nokkurn tíma í aflögu fyrir fjölskyldu sína á milli þess sem hann sinnir embætti borgarstjóra og listagyðjunni, svarar Jón neitandi. „Líf mitt er þannig að ég á ekkert líf," segir hann og hlær. „Ég er með standandi dagskrá alltaf. Í sumar, þegar ég ætlaði að eyða sumarfríinu mínu hjá systur minni í Noregi, þá lýsti Morgunblaðið eftir mér, eins og frægt er orðið. Þannig að ég á aldrei frí." Lífið Menning Tengdar fréttir Útpældur bókatitill Frosti Gnarr, sonur Jóns, hannar bókarkápu Sjóræningjans, en á henni má sjá mynd af húðflúri sem Jón fékk sér nítján ára gamall. 22. nóvember 2012 06:00 Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Þetta er sjálfstætt framhald Indjánans. Sjóræninginn segir frá Hlemmsárunum mínum, þegar ég er á aldrinum þrettán til fimmtán ára. Í stórum dráttum segir bókin frá því þegar ég lýk barnaskóla og fer í Réttarholtsskóla. Þar varð ég fyrir miklu einelti og lenti í ákveðnum erfiðleikum, svo kynnist ég pönkinu og fer að hanga á Hlemmi," segir Jón Gnarr borgarstjóri um nýútkomna bók sína, Sjóræningjann. Bókin er skálduð ævisaga líkt og fyrri bók Jóns, Indjáninn. Jón hóf að semja Sjóræningjann stuttu eftir að hann lauk við þá fyrri, en ákvað að bíða með útgáfu bókarinnar þar til nú. „Ég vildi ekki gefa hana út strax því ég var ekki tilbúinn til þess. Í fyrra þótti mér tíminn kominn og ég settist niður og las bókina yfir og fíniseraði hana. Mér fannst mikilvægt að koma henni út, það skiptir svo miklu máli fyrir þá sem eru í líkum aðstæðum og ég var, að fá sögu einhvers sem hefur farið í gegnum það sama. Það virkar sem hvatning og veitir samhug. Á sama tíma var þetta þerapía fyrir mig og ég uppgötvaði margt í sambandi við mitt líf, og lífið almennt, við að skrifin. Bókin fékk mig til að skilja betur hver ég er og úr hverju ég er." Jón var mjög heillaður af indjánum og sjóræningjum sem barn og þaðan eru titlar bókanna fengnir. Hann leit á sjóræningja sem utangarðsfólk síns tíma og samsamaði sig þeim. „Ég var alltaf mjög heillaður af menningarsamfélögum sem ég upplifði sem frjáls samfélög. Fyrir mér var indjáni manneskja sem lifði frjáls í sátt og samlyndi við náttúruna. Þegar ég varð unglingur yfirfærðist þessi áhugi minn svolítið yfir á sjóræningja. Sjóræningjar voru gjarnan fólk sem hafði orðið undir í samfélaginu og komist í kast við lögin og varð því að flýja hið hefðbundna samfélag. Mér fannst þetta góður titill á bókina því á þessum tíma var ég að flýja skólakerfið og þá erfiðleika sem ég gekk í gegnum þar. Hlemmur var minn sjóræningjavettvangur." Sjóræninginn er önnur bókin í þríleik og mun þriðja og síðasta bókin fjalla um tímann sem Jón eyddi á heimavistarskóla á Núpi í Dýrafirði. Inntur eftir því hvort hann hafi nokkurn tíma í aflögu fyrir fjölskyldu sína á milli þess sem hann sinnir embætti borgarstjóra og listagyðjunni, svarar Jón neitandi. „Líf mitt er þannig að ég á ekkert líf," segir hann og hlær. „Ég er með standandi dagskrá alltaf. Í sumar, þegar ég ætlaði að eyða sumarfríinu mínu hjá systur minni í Noregi, þá lýsti Morgunblaðið eftir mér, eins og frægt er orðið. Þannig að ég á aldrei frí."
Lífið Menning Tengdar fréttir Útpældur bókatitill Frosti Gnarr, sonur Jóns, hannar bókarkápu Sjóræningjans, en á henni má sjá mynd af húðflúri sem Jón fékk sér nítján ára gamall. 22. nóvember 2012 06:00 Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Útpældur bókatitill Frosti Gnarr, sonur Jóns, hannar bókarkápu Sjóræningjans, en á henni má sjá mynd af húðflúri sem Jón fékk sér nítján ára gamall. 22. nóvember 2012 06:00
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning