Samsamaði sig sjóræningjum sara@frettabladid.is skrifar 22. nóvember 2012 06:00 „Þetta er sjálfstætt framhald Indjánans. Sjóræninginn segir frá Hlemmsárunum mínum, þegar ég er á aldrinum þrettán til fimmtán ára. Í stórum dráttum segir bókin frá því þegar ég lýk barnaskóla og fer í Réttarholtsskóla. Þar varð ég fyrir miklu einelti og lenti í ákveðnum erfiðleikum, svo kynnist ég pönkinu og fer að hanga á Hlemmi," segir Jón Gnarr borgarstjóri um nýútkomna bók sína, Sjóræningjann. Bókin er skálduð ævisaga líkt og fyrri bók Jóns, Indjáninn. Jón hóf að semja Sjóræningjann stuttu eftir að hann lauk við þá fyrri, en ákvað að bíða með útgáfu bókarinnar þar til nú. „Ég vildi ekki gefa hana út strax því ég var ekki tilbúinn til þess. Í fyrra þótti mér tíminn kominn og ég settist niður og las bókina yfir og fíniseraði hana. Mér fannst mikilvægt að koma henni út, það skiptir svo miklu máli fyrir þá sem eru í líkum aðstæðum og ég var, að fá sögu einhvers sem hefur farið í gegnum það sama. Það virkar sem hvatning og veitir samhug. Á sama tíma var þetta þerapía fyrir mig og ég uppgötvaði margt í sambandi við mitt líf, og lífið almennt, við að skrifin. Bókin fékk mig til að skilja betur hver ég er og úr hverju ég er." Jón var mjög heillaður af indjánum og sjóræningjum sem barn og þaðan eru titlar bókanna fengnir. Hann leit á sjóræningja sem utangarðsfólk síns tíma og samsamaði sig þeim. „Ég var alltaf mjög heillaður af menningarsamfélögum sem ég upplifði sem frjáls samfélög. Fyrir mér var indjáni manneskja sem lifði frjáls í sátt og samlyndi við náttúruna. Þegar ég varð unglingur yfirfærðist þessi áhugi minn svolítið yfir á sjóræningja. Sjóræningjar voru gjarnan fólk sem hafði orðið undir í samfélaginu og komist í kast við lögin og varð því að flýja hið hefðbundna samfélag. Mér fannst þetta góður titill á bókina því á þessum tíma var ég að flýja skólakerfið og þá erfiðleika sem ég gekk í gegnum þar. Hlemmur var minn sjóræningjavettvangur." Sjóræninginn er önnur bókin í þríleik og mun þriðja og síðasta bókin fjalla um tímann sem Jón eyddi á heimavistarskóla á Núpi í Dýrafirði. Inntur eftir því hvort hann hafi nokkurn tíma í aflögu fyrir fjölskyldu sína á milli þess sem hann sinnir embætti borgarstjóra og listagyðjunni, svarar Jón neitandi. „Líf mitt er þannig að ég á ekkert líf," segir hann og hlær. „Ég er með standandi dagskrá alltaf. Í sumar, þegar ég ætlaði að eyða sumarfríinu mínu hjá systur minni í Noregi, þá lýsti Morgunblaðið eftir mér, eins og frægt er orðið. Þannig að ég á aldrei frí." Lífið Menning Tengdar fréttir Útpældur bókatitill Frosti Gnarr, sonur Jóns, hannar bókarkápu Sjóræningjans, en á henni má sjá mynd af húðflúri sem Jón fékk sér nítján ára gamall. 22. nóvember 2012 06:00 Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
„Þetta er sjálfstætt framhald Indjánans. Sjóræninginn segir frá Hlemmsárunum mínum, þegar ég er á aldrinum þrettán til fimmtán ára. Í stórum dráttum segir bókin frá því þegar ég lýk barnaskóla og fer í Réttarholtsskóla. Þar varð ég fyrir miklu einelti og lenti í ákveðnum erfiðleikum, svo kynnist ég pönkinu og fer að hanga á Hlemmi," segir Jón Gnarr borgarstjóri um nýútkomna bók sína, Sjóræningjann. Bókin er skálduð ævisaga líkt og fyrri bók Jóns, Indjáninn. Jón hóf að semja Sjóræningjann stuttu eftir að hann lauk við þá fyrri, en ákvað að bíða með útgáfu bókarinnar þar til nú. „Ég vildi ekki gefa hana út strax því ég var ekki tilbúinn til þess. Í fyrra þótti mér tíminn kominn og ég settist niður og las bókina yfir og fíniseraði hana. Mér fannst mikilvægt að koma henni út, það skiptir svo miklu máli fyrir þá sem eru í líkum aðstæðum og ég var, að fá sögu einhvers sem hefur farið í gegnum það sama. Það virkar sem hvatning og veitir samhug. Á sama tíma var þetta þerapía fyrir mig og ég uppgötvaði margt í sambandi við mitt líf, og lífið almennt, við að skrifin. Bókin fékk mig til að skilja betur hver ég er og úr hverju ég er." Jón var mjög heillaður af indjánum og sjóræningjum sem barn og þaðan eru titlar bókanna fengnir. Hann leit á sjóræningja sem utangarðsfólk síns tíma og samsamaði sig þeim. „Ég var alltaf mjög heillaður af menningarsamfélögum sem ég upplifði sem frjáls samfélög. Fyrir mér var indjáni manneskja sem lifði frjáls í sátt og samlyndi við náttúruna. Þegar ég varð unglingur yfirfærðist þessi áhugi minn svolítið yfir á sjóræningja. Sjóræningjar voru gjarnan fólk sem hafði orðið undir í samfélaginu og komist í kast við lögin og varð því að flýja hið hefðbundna samfélag. Mér fannst þetta góður titill á bókina því á þessum tíma var ég að flýja skólakerfið og þá erfiðleika sem ég gekk í gegnum þar. Hlemmur var minn sjóræningjavettvangur." Sjóræninginn er önnur bókin í þríleik og mun þriðja og síðasta bókin fjalla um tímann sem Jón eyddi á heimavistarskóla á Núpi í Dýrafirði. Inntur eftir því hvort hann hafi nokkurn tíma í aflögu fyrir fjölskyldu sína á milli þess sem hann sinnir embætti borgarstjóra og listagyðjunni, svarar Jón neitandi. „Líf mitt er þannig að ég á ekkert líf," segir hann og hlær. „Ég er með standandi dagskrá alltaf. Í sumar, þegar ég ætlaði að eyða sumarfríinu mínu hjá systur minni í Noregi, þá lýsti Morgunblaðið eftir mér, eins og frægt er orðið. Þannig að ég á aldrei frí."
Lífið Menning Tengdar fréttir Útpældur bókatitill Frosti Gnarr, sonur Jóns, hannar bókarkápu Sjóræningjans, en á henni má sjá mynd af húðflúri sem Jón fékk sér nítján ára gamall. 22. nóvember 2012 06:00 Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Útpældur bókatitill Frosti Gnarr, sonur Jóns, hannar bókarkápu Sjóræningjans, en á henni má sjá mynd af húðflúri sem Jón fékk sér nítján ára gamall. 22. nóvember 2012 06:00