Rjúpnaveiðitímabilið verður ekki framlengt kristjan@frettabladid.is skrifar 22. nóvember 2012 06:00 Rjúpa Rjúpnaveiðar verða ekki framlengdar í ár samkvæmt ákvörðun umhverfis- og auðlindaráðherra. Fréttablaðið/GVA Umhverfis- og auðlindaráðuneytið mun ekki framlengja rjúpnaveiðitímabilið í ár vegna veðurs þrátt fyrir fjölmargar óskir þess efnis. Skotveiðifélag Íslands (Skotvís) hafði meðal annars farið þess á leit við umhverfis- og auðlindaráðuneytið og samráðshóp um rjúpnaveiðar, að veiðidögum yrði fjölgað. Ástæðan er að aðeins hefur verið hægt að stunda veiðar í tvo til þrjá daga af þeim sjö sem veiðar hafa verið leyfðar hingað til vegna óveðurs. „Af því tilefni vill ráðuneytið taka fram að höfðu samráði við Umhverfisstofnun að ekki verða gerðar frekari breytingar á reglum um rjúpnaveiðar á þessu ári," segir á vef ráðuneytisins. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, segir að búið hafi verið að ákveða þessa daga og að veður breyti ekki þeim forsendum. „Veður hefur alltaf haft áhrif á rjúpnaveiðar á Íslandi," segir hún. Bergþóra Njála segir að þó að veður hafi verið slæmt á einhverjum stöðum á landinu sé ekki loku fyrir það skotið að fólk hafi komist til veiða í öðrum landshlutum. „Ef veiðitímabilið yrði framlengt myndi það þýða aukið álag á rjúpnastofninn umfram það sem ætlað var þegar þessar reglur voru settar," segir Bergþóra Njála. Elvar Árni Lund, formaður Skotvís, er afar ósáttur við ákvörðun ráðuneytisins. „Þetta er óbilgirni hjá ráðherra," segir hann. „Þetta eru mikil vonbrigði því það er ekkert tiltökumál að bæta við nokkrum dögum við núverandi reglugerð ráðherra og auglýsa þá," segir Elvar Árni. „Afstaða Umhverfisstofnunar er skiljanleg að því leyti að hún vill ekki að það sé verið að hringla með fjölda veiðidaga til þess að eiga auðveldara með að leggja mat á áhrif veiðanna. Núverandi fyrirkomulag er samt ekki nema ársgamalt og áhrif skotveiða þetta árið verða alveg örugglega ekki þau sömu og í fyrra þegar það var miklu auðveldara að ganga til veiða," segir Elvar Árni. Samkvæmt reglugerð ráðuneytisins eru rjúpnaveiðar leyfðar níu daga á ári og eru tveir dagar eftir af tímabilinu. Skotvís hefur lagt til tillögur að breyttu veiðistjórnunarkerfi. Fréttir Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið mun ekki framlengja rjúpnaveiðitímabilið í ár vegna veðurs þrátt fyrir fjölmargar óskir þess efnis. Skotveiðifélag Íslands (Skotvís) hafði meðal annars farið þess á leit við umhverfis- og auðlindaráðuneytið og samráðshóp um rjúpnaveiðar, að veiðidögum yrði fjölgað. Ástæðan er að aðeins hefur verið hægt að stunda veiðar í tvo til þrjá daga af þeim sjö sem veiðar hafa verið leyfðar hingað til vegna óveðurs. „Af því tilefni vill ráðuneytið taka fram að höfðu samráði við Umhverfisstofnun að ekki verða gerðar frekari breytingar á reglum um rjúpnaveiðar á þessu ári," segir á vef ráðuneytisins. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, segir að búið hafi verið að ákveða þessa daga og að veður breyti ekki þeim forsendum. „Veður hefur alltaf haft áhrif á rjúpnaveiðar á Íslandi," segir hún. Bergþóra Njála segir að þó að veður hafi verið slæmt á einhverjum stöðum á landinu sé ekki loku fyrir það skotið að fólk hafi komist til veiða í öðrum landshlutum. „Ef veiðitímabilið yrði framlengt myndi það þýða aukið álag á rjúpnastofninn umfram það sem ætlað var þegar þessar reglur voru settar," segir Bergþóra Njála. Elvar Árni Lund, formaður Skotvís, er afar ósáttur við ákvörðun ráðuneytisins. „Þetta er óbilgirni hjá ráðherra," segir hann. „Þetta eru mikil vonbrigði því það er ekkert tiltökumál að bæta við nokkrum dögum við núverandi reglugerð ráðherra og auglýsa þá," segir Elvar Árni. „Afstaða Umhverfisstofnunar er skiljanleg að því leyti að hún vill ekki að það sé verið að hringla með fjölda veiðidaga til þess að eiga auðveldara með að leggja mat á áhrif veiðanna. Núverandi fyrirkomulag er samt ekki nema ársgamalt og áhrif skotveiða þetta árið verða alveg örugglega ekki þau sömu og í fyrra þegar það var miklu auðveldara að ganga til veiða," segir Elvar Árni. Samkvæmt reglugerð ráðuneytisins eru rjúpnaveiðar leyfðar níu daga á ári og eru tveir dagar eftir af tímabilinu. Skotvís hefur lagt til tillögur að breyttu veiðistjórnunarkerfi.
Fréttir Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira