Innlent

Ölvaður maður datt af hestbaki - hrækti blóði á vegfaranda

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í nótt tilkynningu um ölvaðan mann á hesti á Vesturlandsvegi við Öskju en sá hafði dottið af baki. Vegfarandi bauð fram aðstoð sína en ekki vildi betur til en svo að maðurinn hrækti blóði á þann hjálpsama. Hinn ölvaði var fluttur á slysadeild til blóðsýnatöku og aðhlynningar en þangað var vegfarandinn, sem ætlaði að hjálpa, einnig fluttur þar sem blóðið fór í munn hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×