Safnaði fyrir sólóplötu í Noregi 23. júní 2012 08:00 Ingo Hansen safnaði fyrir plötunni með því að vinna í Noregi í hálft ár. „Þetta er búið að liggja í loftinu lengi," segir Ingo Hansen sem hefur gefið út sína fyrstu plötu. Walking Up the Wall. Ingo lagði allt undir til að láta draum sinn um að gefa út plötu rætast. Hann flutti til Noregs í fyrra og vann þar í sex mánuði sem þjónn á sveitahóteli til að safna fyrir plötunni. „Þetta er rándýrt dæmi og núna er staðan hjá mér í mínus. Ég þurfti lán hjá vini mínum til að klára dæmið," segir Ingo, sem heitir réttu nafni Ingólfur Páll og er 22 ára Þingeyingur. Hann byrjaði í sinni fyrstu hljómsveit þegar hann var fimmtán ára og hefur alla tíð verið duglegur að semja lög. Hann segist eiga efni á aðra plötu á íslensku en ákvað að gefa þessa út á ensku. „Það er að seljast það mikið á netinu í dag að ég ákvað að prufa að gera þetta á ensku. Það getur vel verið að einhver detti inn á þetta úti og vilji kaupa." Platan er fáanleg á Tónlist.is, í Skífunni og í Hagkaup. Á plötunni kennir ýmissa grasa og Ingo sveiflar sér á milli rokk- og kántrítónlistar, í bland við popp og ballöður. Textarnir fjalla um ástina og alla þá króka og kima sem henni fylgja. „Það er þessi gamla klisja að þegar ástin tekur yfir semur maður texta um hana." Ingo, sem er mikill aðdáandi Chuck Berry, hefur verið að spila sem trúbador fyrir norðan en er núna að leita að hljóðfæraleikurum til að stofna með sér hljómsveit. Aðspurður segist honum aldrei hafa verið ruglað saman við nafna sinn Ingó Veðurguð. „Hann er í pásu núna út af fótboltanum þannig að ég verð að taka af honum markaðinn á meðan." -fb Tónlist Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Þetta er búið að liggja í loftinu lengi," segir Ingo Hansen sem hefur gefið út sína fyrstu plötu. Walking Up the Wall. Ingo lagði allt undir til að láta draum sinn um að gefa út plötu rætast. Hann flutti til Noregs í fyrra og vann þar í sex mánuði sem þjónn á sveitahóteli til að safna fyrir plötunni. „Þetta er rándýrt dæmi og núna er staðan hjá mér í mínus. Ég þurfti lán hjá vini mínum til að klára dæmið," segir Ingo, sem heitir réttu nafni Ingólfur Páll og er 22 ára Þingeyingur. Hann byrjaði í sinni fyrstu hljómsveit þegar hann var fimmtán ára og hefur alla tíð verið duglegur að semja lög. Hann segist eiga efni á aðra plötu á íslensku en ákvað að gefa þessa út á ensku. „Það er að seljast það mikið á netinu í dag að ég ákvað að prufa að gera þetta á ensku. Það getur vel verið að einhver detti inn á þetta úti og vilji kaupa." Platan er fáanleg á Tónlist.is, í Skífunni og í Hagkaup. Á plötunni kennir ýmissa grasa og Ingo sveiflar sér á milli rokk- og kántrítónlistar, í bland við popp og ballöður. Textarnir fjalla um ástina og alla þá króka og kima sem henni fylgja. „Það er þessi gamla klisja að þegar ástin tekur yfir semur maður texta um hana." Ingo, sem er mikill aðdáandi Chuck Berry, hefur verið að spila sem trúbador fyrir norðan en er núna að leita að hljóðfæraleikurum til að stofna með sér hljómsveit. Aðspurður segist honum aldrei hafa verið ruglað saman við nafna sinn Ingó Veðurguð. „Hann er í pásu núna út af fótboltanum þannig að ég verð að taka af honum markaðinn á meðan." -fb
Tónlist Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira