Norðmenn setja milljarða í að undirbúa olíuvinnslu við Jan Mayen Kristján Már Unnarsson skrifar 7. nóvember 2012 09:00 Kortið sýnir hvernig hagsmunir Íslands og Noregs tvinnast saman á Jan Mayen-svæðinu. Norsk stjórnvöld áforma að verja nærri þremur milljörðum íslenskra króna, 130 milljónum norskra króna, á næsta ári til að undirbúa tvö ný svæði til olíuvinnslu. Þetta eru Jan Mayen-svæðið og sá hluti Barentshafs sem er vestan lögsögumarkanna við Rússland. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Noregs fyrir árið 2013 sem nú er til umfjöllunar í Stórþinginu. Í fréttatilkynningu olíu- og orkumálaráðuneytisins segir að áætlað sé að nota fjármunina til kortlagningar, hljóðbylgjumælinga og annarra jarðfræðirannsókna á umræddum hafsvæðum. Þetta er álíka fjárhæð og farið hefur í þessar rannsóknir undanfarin ár en þær leiddu meðal annars til þess að staðfesting fékkst um olíu í íslenskri lögsögu í fyrra. Fyrir áform íslenskra stjórnvalda að opna Drekasvæðið til olíuvinnslu teljast það góð tíðindi hversu þunga áherslu Norðmenn leggja á Jan Mayen-svæðið. Rannsóknir þeirra við eyjuna hafa verið gerðar í samstarfi við Íslendinga og náð inn í samvinnusvæðið Íslandsmegin. Rannsóknir Noregsmegin á Jan Mayen-hryggnum auka þekkingu á öllu svæðinu og beina sjónum olíuiðnaðarins jafnframt að þeim hluta sem tilheyrir Íslandi. Olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, segir að Stórþingið hafi í haust samþykkt metnaðarfulla olíuvinnsluáætlun, sem feli í sér að framleiðsla Norðmanna verði áfram stöðug og mikil um komandi ár. Ef þau áform eigi að rætast sé nauðsynlegt að opna ný svæði til olíuvinnslu. „Þegar er hafið opnunarferli á hafsvæði Noregs við Jan Mayen og mikilvægt er að kortleggja hvaða tækifæri þar eru til olíu- og gasvinnslu," segir ráðherrann í yfirlýsingu. „Það tekur langan tíma frá því svæði er opnað til olíuleitar þangað til búast má við að vinnsla hefjist. Því er ríkisstjórnin komin vel á veg í opnunarferli á norskum hafsvæðum við Jan Mayen og í suðausturhluta Barentshafs. Ný fjárveiting til jarðfræðirannsókna við Jan Mayen og í Barentshafi er mikilvæg til að standa vörð um norska hagsmuni og til að greina möguleika á olíu og gasi," segir olíumálaráðherrann. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira
Norsk stjórnvöld áforma að verja nærri þremur milljörðum íslenskra króna, 130 milljónum norskra króna, á næsta ári til að undirbúa tvö ný svæði til olíuvinnslu. Þetta eru Jan Mayen-svæðið og sá hluti Barentshafs sem er vestan lögsögumarkanna við Rússland. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Noregs fyrir árið 2013 sem nú er til umfjöllunar í Stórþinginu. Í fréttatilkynningu olíu- og orkumálaráðuneytisins segir að áætlað sé að nota fjármunina til kortlagningar, hljóðbylgjumælinga og annarra jarðfræðirannsókna á umræddum hafsvæðum. Þetta er álíka fjárhæð og farið hefur í þessar rannsóknir undanfarin ár en þær leiddu meðal annars til þess að staðfesting fékkst um olíu í íslenskri lögsögu í fyrra. Fyrir áform íslenskra stjórnvalda að opna Drekasvæðið til olíuvinnslu teljast það góð tíðindi hversu þunga áherslu Norðmenn leggja á Jan Mayen-svæðið. Rannsóknir þeirra við eyjuna hafa verið gerðar í samstarfi við Íslendinga og náð inn í samvinnusvæðið Íslandsmegin. Rannsóknir Noregsmegin á Jan Mayen-hryggnum auka þekkingu á öllu svæðinu og beina sjónum olíuiðnaðarins jafnframt að þeim hluta sem tilheyrir Íslandi. Olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, segir að Stórþingið hafi í haust samþykkt metnaðarfulla olíuvinnsluáætlun, sem feli í sér að framleiðsla Norðmanna verði áfram stöðug og mikil um komandi ár. Ef þau áform eigi að rætast sé nauðsynlegt að opna ný svæði til olíuvinnslu. „Þegar er hafið opnunarferli á hafsvæði Noregs við Jan Mayen og mikilvægt er að kortleggja hvaða tækifæri þar eru til olíu- og gasvinnslu," segir ráðherrann í yfirlýsingu. „Það tekur langan tíma frá því svæði er opnað til olíuleitar þangað til búast má við að vinnsla hefjist. Því er ríkisstjórnin komin vel á veg í opnunarferli á norskum hafsvæðum við Jan Mayen og í suðausturhluta Barentshafs. Ný fjárveiting til jarðfræðirannsókna við Jan Mayen og í Barentshafi er mikilvæg til að standa vörð um norska hagsmuni og til að greina möguleika á olíu og gasi," segir olíumálaráðherrann.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira