Flest lönd búin að velja lögin í Eurovision 11. mars 2012 11:00 Tuttugu og tvö lönd keppa til úrslita í Eurovision-söngvakeppninni í Baku í lok maí og er búið að velja lög og flytjendur í öllum löndum nema þremur. Hópur eldri kvenna sem syngur þjóðlagatónlist í þjóðlegum klæðum og gengur undir nafninu Buranovskiye Babushki, eða Buranovski ömmurnar, hefur vakið mikla athygli síðan þær voru kosnar áfram sem framlag Rússa nú í vikunni. Dömurnar sex eru allar komnar vel á efri ár og eru frá óþekktu smáþorpi í Rússlandi sem heitir Udmurt. Þar vinna þær baki brotnu á býlum sínum og hafa sitt lifibrauð af því. Ömmurnar lentu í þriðja sæti í undankeppninni í Rússlandi árið 2010 en í þetta skipti gengu hlutirnir betur og sigruðu þær meðal annars teymi Dima Bilan, sem kom Rússum í annað sætið í keppninni árið 2006, og Juliu Volkova, sem var annar helmingur T.A.T.U teymisins sem hreppti þriðja sætið árið 2003. Ömmurnar eru þó ekki einu ellilífeyrisþegar keppninnar í ár, því Bretar leituðu í reynslubanka hins 75 ára gamla Engelberts Humperdinck í þeirri von að 45 ára reynsla hans úr bransanum komi til með að skila þeim árangri. Framlag Hollendinga hefur vakið athygli þar sem flytjandinn Joan Franka klæddist indíánabúningi á sviði í undankeppninni. Írar senda strákana í Jedward aftur til leiks, en dúettinn keppti einnig fyrir hönd landsins í fyrra og lenti þá í 8.sæti. Austurríki sendir líka strákadúett til Baku, hipphopp dúettinn Trackshittaz, sem sigraði undankeppnina í ár eftir að hafa lent í öðru sæti í fyrra. Sætir strákar verða vinsælir þátttakendur í ár. Fyrrum Idol-keppandi og rokkari, sem er ófeiminn við að sýna líkama sinn, keppir fyrir hönd Slóvaka og Tyrkir senda Can Bonomo sem hefur verið að slá í gegn á YouTube að undanförnu. Sjá má lag hans hér fyrir ofan. Litháen, Eistland og Noregur eru meðal landa sem senda einnig unga og myndarlega drengi sem sinn fulltrúa. Þann 17. mars munu Belgar kynna framlag sitt síðastir þjóða, og munu þar með allir flytjendur og öll lög liggja fyrir. tinnaros@frettabladid.is Tónlist Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Tuttugu og tvö lönd keppa til úrslita í Eurovision-söngvakeppninni í Baku í lok maí og er búið að velja lög og flytjendur í öllum löndum nema þremur. Hópur eldri kvenna sem syngur þjóðlagatónlist í þjóðlegum klæðum og gengur undir nafninu Buranovskiye Babushki, eða Buranovski ömmurnar, hefur vakið mikla athygli síðan þær voru kosnar áfram sem framlag Rússa nú í vikunni. Dömurnar sex eru allar komnar vel á efri ár og eru frá óþekktu smáþorpi í Rússlandi sem heitir Udmurt. Þar vinna þær baki brotnu á býlum sínum og hafa sitt lifibrauð af því. Ömmurnar lentu í þriðja sæti í undankeppninni í Rússlandi árið 2010 en í þetta skipti gengu hlutirnir betur og sigruðu þær meðal annars teymi Dima Bilan, sem kom Rússum í annað sætið í keppninni árið 2006, og Juliu Volkova, sem var annar helmingur T.A.T.U teymisins sem hreppti þriðja sætið árið 2003. Ömmurnar eru þó ekki einu ellilífeyrisþegar keppninnar í ár, því Bretar leituðu í reynslubanka hins 75 ára gamla Engelberts Humperdinck í þeirri von að 45 ára reynsla hans úr bransanum komi til með að skila þeim árangri. Framlag Hollendinga hefur vakið athygli þar sem flytjandinn Joan Franka klæddist indíánabúningi á sviði í undankeppninni. Írar senda strákana í Jedward aftur til leiks, en dúettinn keppti einnig fyrir hönd landsins í fyrra og lenti þá í 8.sæti. Austurríki sendir líka strákadúett til Baku, hipphopp dúettinn Trackshittaz, sem sigraði undankeppnina í ár eftir að hafa lent í öðru sæti í fyrra. Sætir strákar verða vinsælir þátttakendur í ár. Fyrrum Idol-keppandi og rokkari, sem er ófeiminn við að sýna líkama sinn, keppir fyrir hönd Slóvaka og Tyrkir senda Can Bonomo sem hefur verið að slá í gegn á YouTube að undanförnu. Sjá má lag hans hér fyrir ofan. Litháen, Eistland og Noregur eru meðal landa sem senda einnig unga og myndarlega drengi sem sinn fulltrúa. Þann 17. mars munu Belgar kynna framlag sitt síðastir þjóða, og munu þar með allir flytjendur og öll lög liggja fyrir. tinnaros@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning