Sjálfstæðiskonur sjá eftir Ragnheiði Elínu 5. september 2012 02:30 Eftir breytinguna sitja aðeins karlmenn í stjórn þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þingkonur skoða rannsóknarskýrsluna árið 2009.fréttablaðið/pjetur „Já auðvitað kom þetta mér í opna skjöldu þegar formaðurinn orðaði þetta við mig í síðustu viku,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði til á þingflokksfundi í gær að Illugi Gunnarsson tæki við af Ragnheiði sem formaður þingflokksins. Ragnheiður segir að hún hafi óskað eftir að ekki yrði kosið á milli þeirra Illuga. „Þetta var ákvörðun formanns og ég taldi enga ástæðu til þess að stilla þingmönnum upp við vegg með því að kjósa á milli okkar. Ég held að það sé ekki gott fyrir þingflokkinn og ekki gott fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ég legg meiri áherslu á samstöðu innan þingflokksins heldur en að fara út í slíkar kosningar.“ Ragnheiður Elín sóttist eftir því að gegna embættinu áfram og segist hafa lagt mikið upp úr því, sem formaður þingflokks í tvö ár, að halda utan um hópinn. „Ég hef reynt að tryggja það að við vinnum vel saman og held að það hafi tekist mjög vel.“ Hún segir þetta þó engan endapunkt, vegtyllur komi og fari í stjórnmálum. Hún muni einbeita sér að vinnunni fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi og sækist eftir því að leiða listann á ný í næstu kosningum. Jarþrúður Ásmundsdóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, segir breytinguna ekki slá sig vel. Hún komi á óvart og án þess að nokkuð sé hallað á Illuga hafi Ragnheiður Elín staðið sig mjög vel í embættinu. Hún hefði viljað sjá hana áfram í því á kosningavetri. „Það verður að segjast eins og er að áhrifastöðum innan flokksins er ekkert sérstaklega jafnt skipt á milli kynjanna. Við sjáum því að sjálfsögðu mikið á eftir konu úr þessari áhrifastöðu.“ Ragnheiður Elín segist ekki vilja horfa á breytinguna út frá kynjapólitík. „Mér finnst þó að vera mín þarna hafi vissulega breikkað forystuna, bæði það að ég er kona og að ég er oddviti flokksins í stóru landsbyggðarkjördæmi. Ég tel að það hafi styrkt forystu flokksins.“ Eftir breytinguna sitja aðeins karlar í stjórn þingflokksins. Illugi, varaformaðurinn Einar K. Guðfinnsson og ritarinn Birgir Ármannsson.kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira
„Já auðvitað kom þetta mér í opna skjöldu þegar formaðurinn orðaði þetta við mig í síðustu viku,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði til á þingflokksfundi í gær að Illugi Gunnarsson tæki við af Ragnheiði sem formaður þingflokksins. Ragnheiður segir að hún hafi óskað eftir að ekki yrði kosið á milli þeirra Illuga. „Þetta var ákvörðun formanns og ég taldi enga ástæðu til þess að stilla þingmönnum upp við vegg með því að kjósa á milli okkar. Ég held að það sé ekki gott fyrir þingflokkinn og ekki gott fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ég legg meiri áherslu á samstöðu innan þingflokksins heldur en að fara út í slíkar kosningar.“ Ragnheiður Elín sóttist eftir því að gegna embættinu áfram og segist hafa lagt mikið upp úr því, sem formaður þingflokks í tvö ár, að halda utan um hópinn. „Ég hef reynt að tryggja það að við vinnum vel saman og held að það hafi tekist mjög vel.“ Hún segir þetta þó engan endapunkt, vegtyllur komi og fari í stjórnmálum. Hún muni einbeita sér að vinnunni fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi og sækist eftir því að leiða listann á ný í næstu kosningum. Jarþrúður Ásmundsdóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, segir breytinguna ekki slá sig vel. Hún komi á óvart og án þess að nokkuð sé hallað á Illuga hafi Ragnheiður Elín staðið sig mjög vel í embættinu. Hún hefði viljað sjá hana áfram í því á kosningavetri. „Það verður að segjast eins og er að áhrifastöðum innan flokksins er ekkert sérstaklega jafnt skipt á milli kynjanna. Við sjáum því að sjálfsögðu mikið á eftir konu úr þessari áhrifastöðu.“ Ragnheiður Elín segist ekki vilja horfa á breytinguna út frá kynjapólitík. „Mér finnst þó að vera mín þarna hafi vissulega breikkað forystuna, bæði það að ég er kona og að ég er oddviti flokksins í stóru landsbyggðarkjördæmi. Ég tel að það hafi styrkt forystu flokksins.“ Eftir breytinguna sitja aðeins karlar í stjórn þingflokksins. Illugi, varaformaðurinn Einar K. Guðfinnsson og ritarinn Birgir Ármannsson.kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira