Innlent

Reyndi að stinga lögregluna af á fjórhjóli

Snarpri eftirför lögreglumanna eftir manni á óskráðu fjórhjóli í Kópavogi laust fyrir miðnætti, lauk með því að ökumaður hjólsins ók utan í lögreglubílinn og stöðvaðist við það.

Hann og lögreglumennirnir sluppu ómeiddir en eitthvað sér á lögreglubílnum og fjórhjólinu. Ökumaður hjólsins er auk þess grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og var hann vistaður i fangageymslum í nótt.

Tveir aðrir ökumenn voru teknir úr umferð í nótt, annar vegna ölvunaraksturs og hinn vegna fíkniefnaaksturs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×