Innlent

Launafulltrúi fundinn sekur um fjárdrátt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Dæmt var í málinu í Héraðsdómi Reykjaness í gær.
Dæmt var í málinu í Héraðsdómi Reykjaness í gær.
Fyrrverandi launafulltrúi hjá endurskoðunarfyrirtækinu KPMG var í gær fundin sek um að hafa dregið sér 9,8 milljónir sem launafulltrúi hjá endurskoðunarfyrirtækinu KPMG á tímabilinu 16. júní 2008 þar til í september 2010. Konan tók féð af reikningi sem KPMG átti í BYR sparisjóði og lagði það inn á reikning í eigin nafni og í nafni föður síns. Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu að konan skyldi sæta átta mánaða skilorðsbundnu fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×