Innlent

Öldungaráð stofnað í Reykjavík

BBI skrifar
Mynd/Stefán
Samþykkt var að stofna sérstakt öldungaráð í Reykjavík á borgarstjórnarfundi í gær. Ráðið verður skipað eldri borgurum og á að funda reglulega um málefni þeirra og vera borgarstjórn til ráðgjafar.

Um þessar mundir er unnið að því að flytja ábyrgð á þjónustu við aldraða frá ríki til sveitarfélaga. Öldungaráðið getur gegnt veigamiklu hlutverki í slíkri vinnu.

Skrifstofa borgarstjórnar mun móta hlutverk, tilgang og skipan ráðsins í samvinnu við stjórn Félags eldri borgara.

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, beitti sér fyrir stofnun ráðsins og flutti tillögum þess efnis á fundinum í gær.


Tengdar fréttir

Vill sérstakt öldungaráð í Reykjavíkurborg

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi vill að borgarstjórn Reykjavíkur beiti sér fyrir stofnun sérstaks öldungaráðs í Reykjavík. Ráðið fundi reglulega til að fjalla um málefni eldri borgara og verði borgarstjórn til ráðgjafar um þau. Það verði skipað eldri borgurum og hafi víðtækt samráð við félög og samtök eldri borgara í Reykjavík og aðra þá, sem láta málefni þeirra til sín taka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×