Innlent

Vill sérstakt öldungaráð í Reykjavíkurborg

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi vill að borgarstjórn Reykjavíkur beiti sér fyrir stofnun sérstaks öldungaráðs í Reykjavík. Ráðið fundi reglulega til að fjalla um málefni eldri borgara og verði borgarstjórn til ráðgjafar um þau. Það verði skipað eldri borgurum og hafi víðtækt samráð við félög og samtök eldri borgara í Reykjavík og aðra þá, sem láta málefni þeirra til sín taka.

Kjartan flutti tillögu þessa efnis á borgarstjórnarfundi í dag. Þar er lagt til að fulltrúar úr öldungaráðinu fundi að minnsta kosti árlega með borgarfulltrúum og fulltrúum í velferðarráði um málefni eldri borgara. Skrifstofu borgarstjórnar er falið að móta tillögur um hlutverk, tilgang og skipan ráðsins í samstarfi við stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík. Tillögurnar skuli síðan leggja fyrir borgarstjórn til endanlegrar samþykktar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×