Ný lög eiga að fjölga grænum bifreiðum á vegum landsins 25. júní 2012 06:00 Rafbílar hafa þann kost að menga ekki og auðvelt er að tengja þá beint í rafmagn. Þeir komast þó ekki langar vegalengdir. mynd/getty Alþingi hefur samþykkt frumvarp fjármálaráðherra að breytingu á lögum um undanþágur og endurgreiðslur á virðisaukaskatti á rafbíla og vetnisbíla. Þetta var samþykkt á síðasta degi þingsins á þriðjudag. Íslendingar feta með löggjöfinni í fótspor Norðmanna sem hafa um nokkurt skeið fellt niður virðisaukaskatt á „græna bíla“ eða þá bíla sem menga ekki umfram ákveðið hámark eða nota endurnýjanlega orku. Markmið lagabreytinganna er að styrkja samkeppnishæfni grænna ökutækja gagnvart hefðbundnum bensín- og dísilknúnum ökutækjum. Það er gert með það að markmiði að efla og flýta fyrir orkuskiptum í samgöngum. Lagasetningin er hluti af því að skapa hér lagaumhverfi um umhverfisvænar bifreiðar. Enn á þó eftir að koma upp ýmsum fylgifiskum raf- og vetnisbíla. Þar ber helst að nefna rafmagnstengi fyrir bílana víðar en á heimilum og þjónustustöðvar sem sinnt geta slíkum bifreiðum. Í greinargerð með frumvarpi fjármálaráðherra segir að til mikils sé að vinna fyrir Ísland þegar umhverfissjónarmið bílaumferðar séu skoðuð. Bjarni Þ. Sigurðsson, sölustjóri Renault hjá BL, segir að nú þegar hafi verið tekin mikilvæg skref til þess að bjóða upp á rafbíla á Íslandi. „Þessi lagabreyting núna þýðir klárlega það að menn sjá sér fært að fara af stað,“ segir Bjarni. Gríðarlegur kostnaður hefur fylgt þessum ökutækjum hér á landi. Með lagabreytingunum má þó gera ráð fyrir að sá kostnaður lækki töluvert. Bjarni segir að nokkur kostnaður fylgi markaðssetningu rafmagnsbíla hér á landi. Sá kostnaður felur meðal annars í sér ný tæki og þjálfun mannskaps í að þjónusta bílana. Bifreiðaframleiðendur erlendis setja yfirleitt fram þó nokkrar kröfur um sölu og þjónustu bifreiða sinna. Renault nálgast málið þannig að rafbíll sé á álíka verði eða örlítið dýrari en dísilbíll í sama flokki. „Með niðurfellingu á vörugjöldum og virðisauka þá getum við reiknað okkur inn á það að ívilnunin hér á landi sé að verða sambærileg og í Evrópu. Það þýðir að verð á rafbílum verður ekki langt frá verði dísilbíla.“ Bjarni telur þó að rafbílasala muni ekki taka mikinn kipp þrátt fyrir lagasetninguna. „Það eru margir búnir að spila upp væntingarnar til rafbílasölu, að þúsundir bíla fari út á markaðinn einn, tveir og þrír. Það mun taka einhvern tíma fyrir bílana að fara í verulegu magni á markaðinn.“ birgirh@frettabladid.is Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Fleiri fréttir Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Sjá meira
Alþingi hefur samþykkt frumvarp fjármálaráðherra að breytingu á lögum um undanþágur og endurgreiðslur á virðisaukaskatti á rafbíla og vetnisbíla. Þetta var samþykkt á síðasta degi þingsins á þriðjudag. Íslendingar feta með löggjöfinni í fótspor Norðmanna sem hafa um nokkurt skeið fellt niður virðisaukaskatt á „græna bíla“ eða þá bíla sem menga ekki umfram ákveðið hámark eða nota endurnýjanlega orku. Markmið lagabreytinganna er að styrkja samkeppnishæfni grænna ökutækja gagnvart hefðbundnum bensín- og dísilknúnum ökutækjum. Það er gert með það að markmiði að efla og flýta fyrir orkuskiptum í samgöngum. Lagasetningin er hluti af því að skapa hér lagaumhverfi um umhverfisvænar bifreiðar. Enn á þó eftir að koma upp ýmsum fylgifiskum raf- og vetnisbíla. Þar ber helst að nefna rafmagnstengi fyrir bílana víðar en á heimilum og þjónustustöðvar sem sinnt geta slíkum bifreiðum. Í greinargerð með frumvarpi fjármálaráðherra segir að til mikils sé að vinna fyrir Ísland þegar umhverfissjónarmið bílaumferðar séu skoðuð. Bjarni Þ. Sigurðsson, sölustjóri Renault hjá BL, segir að nú þegar hafi verið tekin mikilvæg skref til þess að bjóða upp á rafbíla á Íslandi. „Þessi lagabreyting núna þýðir klárlega það að menn sjá sér fært að fara af stað,“ segir Bjarni. Gríðarlegur kostnaður hefur fylgt þessum ökutækjum hér á landi. Með lagabreytingunum má þó gera ráð fyrir að sá kostnaður lækki töluvert. Bjarni segir að nokkur kostnaður fylgi markaðssetningu rafmagnsbíla hér á landi. Sá kostnaður felur meðal annars í sér ný tæki og þjálfun mannskaps í að þjónusta bílana. Bifreiðaframleiðendur erlendis setja yfirleitt fram þó nokkrar kröfur um sölu og þjónustu bifreiða sinna. Renault nálgast málið þannig að rafbíll sé á álíka verði eða örlítið dýrari en dísilbíll í sama flokki. „Með niðurfellingu á vörugjöldum og virðisauka þá getum við reiknað okkur inn á það að ívilnunin hér á landi sé að verða sambærileg og í Evrópu. Það þýðir að verð á rafbílum verður ekki langt frá verði dísilbíla.“ Bjarni telur þó að rafbílasala muni ekki taka mikinn kipp þrátt fyrir lagasetninguna. „Það eru margir búnir að spila upp væntingarnar til rafbílasölu, að þúsundir bíla fari út á markaðinn einn, tveir og þrír. Það mun taka einhvern tíma fyrir bílana að fara í verulegu magni á markaðinn.“ birgirh@frettabladid.is
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Fleiri fréttir Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Sjá meira