Einhjólsballet og trúðar 3. maí 2012 16:00 Fullorðinssirkúsinn Skinnsemi fagnar árs afmæli sínu á laugardag. Sirkúsinn hefur slegið í gegn með fullorðinssýningum sínum. Fullorðinssirkúsinn Skinnsemi heldur upp á ársafmæli sitt á laugardag með sýningu í Þjóðleikhúskjallaranum. Trúðar, loftfimleikar og kinversk súlufimi eru á meðal þess sem sjá má á sýningunni. Sirkús Íslands hefur lengi sett upp skemmtilegar fjölskyldusýningar en ákváðu að setja upp sérstaka fullorðinssýningu síðasta vor. Uppátækið tókst vel og síðan þá hafa slík kvöld verið haldin reglulega undir heitinu Skinnsemi. Sýningarnar eiga nokkuð skylt með gömlu burlesque- og vaudervillesýningunum en með sirkúsívafi og heilmiklu skinni, líkt og nafnið gefur til kynna. „Upphaflega ætluðum við bara að hafa eina fullorðinssýningu og sjá hvernig fólk tæki í hana. Viðtökurnar voru mun betri en við þorðum að vona og það kom okkur sérstaklega á óvart hvað fólk var spennt fyrir því að koma aftur," segir Margrét Erla Maack, fjölmiðlakona og trúður í Sirkús Íslands. Afmælissýningin verðu blanda af nýjum atriðum og gömlum sem slegið hafa í gegn. Hópurinn er orðinn nokkuð þjálfaður í að semja ný atriði fyrir sýningar og segir Margrét Erla þau byggð upp eins og lítil gamanatriði með upphafi, miðju og endi. „Í dag er ekki nóg að mæta og gera trix eftir trix heldur þarf að byggja upp spennu. Við höfum líka öll okkar sérsvið og vinnum með þau, finnum þema og búning og gerum þetta skemmtilegt. Undirbúningurinn fyrir laugardaginn er nánast búinn og ég get sagt frá því að við verðum með einhjólaballet, trúða og ofboðslega liðuga stelpu sem getur troðið sér ofan í allskonar hluti, loftfimleika og kínverska súlufimi." Sýningin hefst klukkan 22 á laugardag og er aðgangseyrir 2000 krónur. Menning Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira
Fullorðinssirkúsinn Skinnsemi heldur upp á ársafmæli sitt á laugardag með sýningu í Þjóðleikhúskjallaranum. Trúðar, loftfimleikar og kinversk súlufimi eru á meðal þess sem sjá má á sýningunni. Sirkús Íslands hefur lengi sett upp skemmtilegar fjölskyldusýningar en ákváðu að setja upp sérstaka fullorðinssýningu síðasta vor. Uppátækið tókst vel og síðan þá hafa slík kvöld verið haldin reglulega undir heitinu Skinnsemi. Sýningarnar eiga nokkuð skylt með gömlu burlesque- og vaudervillesýningunum en með sirkúsívafi og heilmiklu skinni, líkt og nafnið gefur til kynna. „Upphaflega ætluðum við bara að hafa eina fullorðinssýningu og sjá hvernig fólk tæki í hana. Viðtökurnar voru mun betri en við þorðum að vona og það kom okkur sérstaklega á óvart hvað fólk var spennt fyrir því að koma aftur," segir Margrét Erla Maack, fjölmiðlakona og trúður í Sirkús Íslands. Afmælissýningin verðu blanda af nýjum atriðum og gömlum sem slegið hafa í gegn. Hópurinn er orðinn nokkuð þjálfaður í að semja ný atriði fyrir sýningar og segir Margrét Erla þau byggð upp eins og lítil gamanatriði með upphafi, miðju og endi. „Í dag er ekki nóg að mæta og gera trix eftir trix heldur þarf að byggja upp spennu. Við höfum líka öll okkar sérsvið og vinnum með þau, finnum þema og búning og gerum þetta skemmtilegt. Undirbúningurinn fyrir laugardaginn er nánast búinn og ég get sagt frá því að við verðum með einhjólaballet, trúða og ofboðslega liðuga stelpu sem getur troðið sér ofan í allskonar hluti, loftfimleika og kínverska súlufimi." Sýningin hefst klukkan 22 á laugardag og er aðgangseyrir 2000 krónur.
Menning Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira