Bandaríska hljómsveitin Swans hefur hætt við komu sína til Íslands, þar sem hún átti að koma fram á Airwaves-hátíðinni í kvöld, vegna fellibyljarins Sandy á austurströnd Bandaríkjanna.
Mugison hleypur í skarðið fyrir Bandaríkjamennina í Norðurljósasal Hörpu í kvöld.
Ekki er gert ráð fyrir frekari breytingum á dagskrá Iceland Airwaves sökum veðurs.
Mugison í stað Swans
