„Nokkuð er um að nemendur á nýju skólastigi byrji að vinna aftur að einhverju sem þeir voru að læra á skólastiginu á undan,“ segir Gerður G. Óskarsdóttir menntunarstjóri sem hefur unnið að rannsókn á skilum skólastiga.
Gerður segir til dæmis fyrsta stig lestrarnáms fara fram í leikskólanum en í 1. bekk grunnskóla sé látið eins og þau þekki ekki stafina. Sjálfræði nemenda í námi minnkar er þeir færast upp um stig því val á viðfangsefnum er minna í 1. bekk grunnskóla en á síðasta ári leikskóla.
