Auðveldar fjölskyldufólki að finna afþreyingu 21. nóvember 2012 12:00 Það er hverju barni mikilvægt að hreyfa sig reglulega og eiga góðar stundir með fjölskyldunni, segja þær Sigríður Arna Sigurðardóttir og Lára Guðrún Sigurðardóttir höfundar nýrrar bókar um útivist og afþreyingu fyrir börn. Hugmyndina að bókinni fengu þær fyrir um þremur árum, skömmu eftir að þær kynntumst á sameiginlegum vinnustað. Önnur var nýflutt heim eftir nokkurra ára dvöl erlendis og var með þrjú börn á leikskólaaldri. Henni fannst fjölskyldan alltaf vera að gera það sama með börnunum. Oftast var farið í sund, á hálftómlega leikvelli eða í Húsdýragarðinn. Hin var duglegri að fara með börnin sín á hina ýmsu staði eins fjöruferðir, gönguferðir úti í náttúrunni, söfn, hella-og vitaskoðanir. Í Reykjavík og nágrenni er mjög margt í boði fyrir fjölskyldufólk, bæði ýmiskonar útivist og afþreying innanhúss. "Okkur fannst vanta handhæga bók um þá staði sem skemmtilegt er að heimsækja með börn. Bók sem innihéldi gott yfirlit yfir það sem í boði er og auðvelda þannig fjölskyldufólki að finna skemmtilega afþreyingu og eiga góðar stundir saman." Bókin er í handhægu broti þannig að hægt er að hafa hana aðgengilega á sér eða í hanskahólfi. Fallegar myndir prýða bókina og hafa börn gaman af að skoða bókina og taka þátt í að velja staði til að heimsækja. Í bókinni eru fjöldi hugmynda að útivist og afþreyingu innanhúss, jólastemningu, leikjum, nesti, veitingastöðum og námskeiðum. "Þar sem við störfum báðar í heilbrigðisgeiranum vildum við leggja góðu málefni lið og mun því hluti af ágóða sölu bókarinnar renna til styrktar langveikra barna. Barna sem hafa ekki sömu tækifæri og hin heilsuhraustu til að njóta útiveru, hreyfingar og fegurðar sem náttúran býr yfir." Laugardaginn 24. nóvember verður haldið útgáfuboð í Máli & Menningu kl.15 og eru allir velkomnir. Boðið verður upp á heitt kakó og pipakökur.Höfundar bókarinnar þær Lára Guðrún Sigurðardóttir og Sigríður Arna Sigurðardóttir. Menning Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Það er hverju barni mikilvægt að hreyfa sig reglulega og eiga góðar stundir með fjölskyldunni, segja þær Sigríður Arna Sigurðardóttir og Lára Guðrún Sigurðardóttir höfundar nýrrar bókar um útivist og afþreyingu fyrir börn. Hugmyndina að bókinni fengu þær fyrir um þremur árum, skömmu eftir að þær kynntumst á sameiginlegum vinnustað. Önnur var nýflutt heim eftir nokkurra ára dvöl erlendis og var með þrjú börn á leikskólaaldri. Henni fannst fjölskyldan alltaf vera að gera það sama með börnunum. Oftast var farið í sund, á hálftómlega leikvelli eða í Húsdýragarðinn. Hin var duglegri að fara með börnin sín á hina ýmsu staði eins fjöruferðir, gönguferðir úti í náttúrunni, söfn, hella-og vitaskoðanir. Í Reykjavík og nágrenni er mjög margt í boði fyrir fjölskyldufólk, bæði ýmiskonar útivist og afþreying innanhúss. "Okkur fannst vanta handhæga bók um þá staði sem skemmtilegt er að heimsækja með börn. Bók sem innihéldi gott yfirlit yfir það sem í boði er og auðvelda þannig fjölskyldufólki að finna skemmtilega afþreyingu og eiga góðar stundir saman." Bókin er í handhægu broti þannig að hægt er að hafa hana aðgengilega á sér eða í hanskahólfi. Fallegar myndir prýða bókina og hafa börn gaman af að skoða bókina og taka þátt í að velja staði til að heimsækja. Í bókinni eru fjöldi hugmynda að útivist og afþreyingu innanhúss, jólastemningu, leikjum, nesti, veitingastöðum og námskeiðum. "Þar sem við störfum báðar í heilbrigðisgeiranum vildum við leggja góðu málefni lið og mun því hluti af ágóða sölu bókarinnar renna til styrktar langveikra barna. Barna sem hafa ekki sömu tækifæri og hin heilsuhraustu til að njóta útiveru, hreyfingar og fegurðar sem náttúran býr yfir." Laugardaginn 24. nóvember verður haldið útgáfuboð í Máli & Menningu kl.15 og eru allir velkomnir. Boðið verður upp á heitt kakó og pipakökur.Höfundar bókarinnar þær Lára Guðrún Sigurðardóttir og Sigríður Arna Sigurðardóttir.
Menning Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira