Feit hiphop-veisla á Airwaves 11. október 2012 00:00 Hiphop-kvöld undir merkjum Kronik er fastur liður á Iceland Airwaves-hátíðinni. Þau hafa oft verið góð, en í ár er dagskráin þéttari en stundum áður. Það eru tvær sveitir frá Seattle sem eru stærstu númerin, en að auki koma fram Úlfur Úlfur, Emmsé Gauti, hinn sjóðheiti Gísli Pálmi og nýja bandið hans Sölva Blöndal og Tiny úr Quarashi, Halleluwah. Seattle-sveitirnar eru THEESatisfaction og Shabazz Palaces. Sú síðarnefnda átti eina af bestu plötum síðasta árs, Black Up. Hún er skipuð þeim Ishmael Butler, sem einu sinn var í Digable Planets, og Tendai Maraire. Tónlistin sem þeir leika er framsækið og ferskt hiphop, en líka svalt og afslappað. Shabazz Palacesbyrjaði árið 2009. Þeir félagar höfðu gefið út tvær EP-plötur þegar Sub Pop-útgáfan bauð þeim samning. Sun Pop er mikið rokkmerki, enda er Shabazz Palaces fyrsta hiphop-sveitin sem útgáfan gerir samning við. Hægt er að horfa á stuttmynd sem gerð var í kringum plötuna í spilaranum hér fyrir neðan. Í tveimur lögum á Shabazz Palaces-plötunni eru gestasöngkonurnar Stasia Iron og Catherine Harris-White, öðru nafni THEESatisfaction. Þær vöktu það mikla athygli með frammistöðu sinni á plötunni að Sub Pop gerði samning við þær líka og fyrsta platan þeirra awE NaturalE kom út í mars. Tónlist THEESatisfaction er mjög flott líka, en hún er nær nýsálartónlist Erykuh Badu en tónlist Shabazz Palaces. awE NaturalE hefur fengið frábæra dóma. Það er fullt af flottri tónlist úti um allan bæ á Airwaves 2012, en Kronik-kvöldið er, a.m.k. á pappírunum, eitt alsterkasta kvöldið í ár. Tónlist Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Hiphop-kvöld undir merkjum Kronik er fastur liður á Iceland Airwaves-hátíðinni. Þau hafa oft verið góð, en í ár er dagskráin þéttari en stundum áður. Það eru tvær sveitir frá Seattle sem eru stærstu númerin, en að auki koma fram Úlfur Úlfur, Emmsé Gauti, hinn sjóðheiti Gísli Pálmi og nýja bandið hans Sölva Blöndal og Tiny úr Quarashi, Halleluwah. Seattle-sveitirnar eru THEESatisfaction og Shabazz Palaces. Sú síðarnefnda átti eina af bestu plötum síðasta árs, Black Up. Hún er skipuð þeim Ishmael Butler, sem einu sinn var í Digable Planets, og Tendai Maraire. Tónlistin sem þeir leika er framsækið og ferskt hiphop, en líka svalt og afslappað. Shabazz Palacesbyrjaði árið 2009. Þeir félagar höfðu gefið út tvær EP-plötur þegar Sub Pop-útgáfan bauð þeim samning. Sun Pop er mikið rokkmerki, enda er Shabazz Palaces fyrsta hiphop-sveitin sem útgáfan gerir samning við. Hægt er að horfa á stuttmynd sem gerð var í kringum plötuna í spilaranum hér fyrir neðan. Í tveimur lögum á Shabazz Palaces-plötunni eru gestasöngkonurnar Stasia Iron og Catherine Harris-White, öðru nafni THEESatisfaction. Þær vöktu það mikla athygli með frammistöðu sinni á plötunni að Sub Pop gerði samning við þær líka og fyrsta platan þeirra awE NaturalE kom út í mars. Tónlist THEESatisfaction er mjög flott líka, en hún er nær nýsálartónlist Erykuh Badu en tónlist Shabazz Palaces. awE NaturalE hefur fengið frábæra dóma. Það er fullt af flottri tónlist úti um allan bæ á Airwaves 2012, en Kronik-kvöldið er, a.m.k. á pappírunum, eitt alsterkasta kvöldið í ár.
Tónlist Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira