Uppgötvaður af L.A. Reid og kominn á samning hjá Sony ÁP skrifar 11. október 2012 00:00 Jón Ragnar Jónsson landaði plötusamningi við Sony með því að halda einkatónleika fyrir tónlistarmógúlinn L.A Reid á skrifstofu hans í New York. Fréttablaðið/pjetur Tónlistarmaðurinn, ritstjórinn og knattspyrnukappinn Jón Ragnar Jónsson hefur landað plötusamningi við Sony eftir að hann heillaði útgáfustjórann og X Factor-dómarann L.A. Reid. „Það hlaut að vera að það kæmi að því að þið þefuðuð þetta uppi,“ sagði Jón þegar Fréttablaðið hafði samband, en staðfesti um leið fregnirnar. Jón Ragnar hefur skrifað undir plötusamning við Epic Records sem heyrir undir Sony-samsteypuna. L.A. Reid er stjórnarformaður útgáfunnar. Jón er að vonum lukkulegur með samninginn og segir söguna sem fylgir aðdraganda hans nánast of góða til að vera sönn. „Fyrir ári síðan spiluðum við vinur minn, píanóleikarinn Kristján Sturla Bjarnason, nokkur lög fyrir Bryant Reid, bróður L.A. Reid. Góður félagi minn úr háskólanum í Boston kom mér í samband við hann. Eftir þann flutning biðum við bara í rólegheitum eftir að eitthvað kæmi út úr þessu,“ segir Jón. Það var svo um verslunarmannahelgina sem boltinn fór að rúlla. Þá var Jón staddur í sumarbústað með fjölskyldunni og fékk tölvupóst frá Bryant þar sem hann tilkynnti Jóni að L.A. vildi hitta hann. „Þá hugsaði ég bara „vá, hvað þetta er grillað“,“ segir Jón, sem var kominn út til New York viku síðar ásamt Kristjáni Sturlu, á fyrsta farrými í boði Sony. „Þetta var eins og í bíómynd. Bílstjóri sótti okkur út á flugvöll í bíl með skyggðum rúðum, en ég afþakkaði hótelgistingu því ég vildi frekar gista hjá stóru systur minni sem er búsett í New York.“ Jón og Kristján höfðu undirbúið fimm lög til að flytja fyrir L.A. Reid, en tónleikarnir fóru fram á skrifstofu tónlistarmógúlsins í 30 hæð í Sony-byggingunni á Madison Avenue á Manhattan. „Ég hafði verið mjög stressaður vikuna fyrir þennan fund, svaf lítið og hugsaði mikið um hvaða lög ég ætti að taka. Svo þegar kom að þessu var ég furðu rólegur. Um tíu manns voru viðstaddir og L.A. Reid lék á alls oddi. Hann bað Kristján meðal annars um að spila Bítlana á flygilinn,“ segir Jón, sem náði einungis að leika lög sín When You‘re Around og Kiss in the Morning áður en útgáfustjórinn frægi stoppaði hann af. „Þá fórum við bara í annað herbergi á meðan þau réðu ráðum sínum inni á skrifstofunni. Bryant var á báðum áttum hvort það boðaði gott eða ekki að L.A. skyldi stöðva okkur eftir einungis tvö lög. Svo komu allir út og þökkuðu mér fyrir flutninginn, en síðastur kom L.A. Reid og sagði orðrétt „I want to carry you on my shoulders for the world to see.“ Jón hefur skrifað undir samning sem hljóðar upp á nokkrar plötur, en framhaldið skýrist á næstunni. Jón er með mörg járn í eldinum þar sem hann ritstýrir Monitor og spilar knattspyrnu með Íslandsmeisturum FH á milli þess sem hann hefur verið duglegur við að troða upp með gítarinn. „Ég geri mér grein fyrir því að ég þarf að fórna einhverju svo að þetta gangi upp, hvort sem ég þarf að flytja út eða ekki. Mig hefði aldrei grunað að ég myndi nokkurn tíma fá samning hjá Sony. Þetta er tækifæri sem ég verð að stökkva á og prófa. Lukkudísirnar voru svo sannarlega hliðhollar mér í þetta sinn.“ Tengdar fréttir Uppgötvaði Rihönnu og Justin Bieber L.A. Reid er stórt nafn í tónlistarbransanum vestanhafs sem útgáfustjóri og lagahöfundur. Ekki er nema ár síðan hann tók við stjórn hjá Epic Records en áður stjórnaði hann plötuútgáfunum LaFace Records og The Island Def Jam Music Group. 11. október 2012 00:01 Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Sjá meira
Tónlistarmaðurinn, ritstjórinn og knattspyrnukappinn Jón Ragnar Jónsson hefur landað plötusamningi við Sony eftir að hann heillaði útgáfustjórann og X Factor-dómarann L.A. Reid. „Það hlaut að vera að það kæmi að því að þið þefuðuð þetta uppi,“ sagði Jón þegar Fréttablaðið hafði samband, en staðfesti um leið fregnirnar. Jón Ragnar hefur skrifað undir plötusamning við Epic Records sem heyrir undir Sony-samsteypuna. L.A. Reid er stjórnarformaður útgáfunnar. Jón er að vonum lukkulegur með samninginn og segir söguna sem fylgir aðdraganda hans nánast of góða til að vera sönn. „Fyrir ári síðan spiluðum við vinur minn, píanóleikarinn Kristján Sturla Bjarnason, nokkur lög fyrir Bryant Reid, bróður L.A. Reid. Góður félagi minn úr háskólanum í Boston kom mér í samband við hann. Eftir þann flutning biðum við bara í rólegheitum eftir að eitthvað kæmi út úr þessu,“ segir Jón. Það var svo um verslunarmannahelgina sem boltinn fór að rúlla. Þá var Jón staddur í sumarbústað með fjölskyldunni og fékk tölvupóst frá Bryant þar sem hann tilkynnti Jóni að L.A. vildi hitta hann. „Þá hugsaði ég bara „vá, hvað þetta er grillað“,“ segir Jón, sem var kominn út til New York viku síðar ásamt Kristjáni Sturlu, á fyrsta farrými í boði Sony. „Þetta var eins og í bíómynd. Bílstjóri sótti okkur út á flugvöll í bíl með skyggðum rúðum, en ég afþakkaði hótelgistingu því ég vildi frekar gista hjá stóru systur minni sem er búsett í New York.“ Jón og Kristján höfðu undirbúið fimm lög til að flytja fyrir L.A. Reid, en tónleikarnir fóru fram á skrifstofu tónlistarmógúlsins í 30 hæð í Sony-byggingunni á Madison Avenue á Manhattan. „Ég hafði verið mjög stressaður vikuna fyrir þennan fund, svaf lítið og hugsaði mikið um hvaða lög ég ætti að taka. Svo þegar kom að þessu var ég furðu rólegur. Um tíu manns voru viðstaddir og L.A. Reid lék á alls oddi. Hann bað Kristján meðal annars um að spila Bítlana á flygilinn,“ segir Jón, sem náði einungis að leika lög sín When You‘re Around og Kiss in the Morning áður en útgáfustjórinn frægi stoppaði hann af. „Þá fórum við bara í annað herbergi á meðan þau réðu ráðum sínum inni á skrifstofunni. Bryant var á báðum áttum hvort það boðaði gott eða ekki að L.A. skyldi stöðva okkur eftir einungis tvö lög. Svo komu allir út og þökkuðu mér fyrir flutninginn, en síðastur kom L.A. Reid og sagði orðrétt „I want to carry you on my shoulders for the world to see.“ Jón hefur skrifað undir samning sem hljóðar upp á nokkrar plötur, en framhaldið skýrist á næstunni. Jón er með mörg járn í eldinum þar sem hann ritstýrir Monitor og spilar knattspyrnu með Íslandsmeisturum FH á milli þess sem hann hefur verið duglegur við að troða upp með gítarinn. „Ég geri mér grein fyrir því að ég þarf að fórna einhverju svo að þetta gangi upp, hvort sem ég þarf að flytja út eða ekki. Mig hefði aldrei grunað að ég myndi nokkurn tíma fá samning hjá Sony. Þetta er tækifæri sem ég verð að stökkva á og prófa. Lukkudísirnar voru svo sannarlega hliðhollar mér í þetta sinn.“
Tengdar fréttir Uppgötvaði Rihönnu og Justin Bieber L.A. Reid er stórt nafn í tónlistarbransanum vestanhafs sem útgáfustjóri og lagahöfundur. Ekki er nema ár síðan hann tók við stjórn hjá Epic Records en áður stjórnaði hann plötuútgáfunum LaFace Records og The Island Def Jam Music Group. 11. október 2012 00:01 Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Sjá meira
Uppgötvaði Rihönnu og Justin Bieber L.A. Reid er stórt nafn í tónlistarbransanum vestanhafs sem útgáfustjóri og lagahöfundur. Ekki er nema ár síðan hann tók við stjórn hjá Epic Records en áður stjórnaði hann plötuútgáfunum LaFace Records og The Island Def Jam Music Group. 11. október 2012 00:01