Innlent

Fatasöfnunardagur Rauða krossins er í dag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Starfsmenn Rauða krossins safna fötum.
Starfsmenn Rauða krossins safna fötum.
Rauði kross Íslands stendur fyrir fatasöfnun um allt land í dag, uppstigningardag. Á höfuðborgarsvæðinu verða fatagámar við allar sundlaugar ÍTR í Reykjavík og við sundstaði í Kópavogi, Hafnarfirði, á Álftanesi, í Garðabæ og Mosfellsbæ. Á landsbyggðinni verður tekið á móti fötum, skóm og vefnaðarvöru á móttökustöðvum Eimskips Flytjanda, en fatasöfnunin er unnin í samstarfi við Eimskip. Í tilkynningu frá Rauða krossinum segir að fataverkefnið sé orðið eitt af mikilvægustu fjáröflunarverkefnum Rauða krossins og skilaði 84 milljónum á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×