Lögreglumenn fóru að selja trúnaðarupplýsingar haustið 2011 Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. maí 2012 18:30 Lögreglumennirnir tveir sem sérstakur saksóknari hefur kært til ríkissaksóknara vegna brots á þagnarskyldu hófu að selja skiptastjóra Milestone trúnaðarupplýsingar í lok september 2011, löngu áður en þeir hættu hjá embættinu. Þeir héldu áfram að yfirheyra sakborninga og starfa hjá embættinu sem verktakar. Þó þeir Guðmundur Haukur Gunnarsson og Jón Óttar Ólafsson, eigendur Pars Per Pars, hafi formlega látið af störfum um síðustu áramót, eins og sérstakur saksóknari sagði í yfirlýsingu, þá héldu þeir áfram að vinna hjá embættinu sem verktakar eftir að þeir stofnuðu Pars Per Pars. Þeir mættu til dæmis við þingfestingu í svokölluðu Svartháfsmáli í janúar síðastliðnum og sátu þá sitt hvorum megin við saksóknarann Hólmstein Gauta Sigurðsson. Þá tóku þeir þátt í skýrslutökum sem verktakar. Fyrirtæki þeirra seldi þrotabúi Milestone skýrslu sem þeir sömdu á grundvelli upplýsinga sem þeir öfluðu meðan þeir voru enn starfsmenn sérstaks saksóknara, en þegar málið komst upp var það kært til ríkissaksóknara. Ráðningarsamningur Pars Per Pars við þrotabú Milestone, sem fréttastofan hefur séð, er dagsettur 27. september 2011. Löngu áður en þeir létu af störfum hjá sérstökum saksóknara. Ólafur Þór Hauksson segir að embættið hafi ekki haft vitneskju um þetta fyrr en löngu síðar. Skýrslan sem þeir félagar hjá PPP skrifuðu meðan þeir voru enn lögreglumenn hjá sérstökum saksóknara er 17 blaðsíður að lengd og greiddi skiptastjóri Milestone 30 milljónir króna fyrir hana. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Ingunnar Wernersdóttur, fyrrverandi hluthafa í Milestone segir að salan á skýrslunni sé hegningarlagabrot. „Lögreglan er bundin þagnarskyldu og þegar lögreglan tekur gögn, sem hún fær í störfum sínum, vinnur úr þeim og selur þá hefur hún gerst brotleg við hegningarlög. Það er mjög alvarlegt brot og þetta er miklu miklu alvarlegra brot en sérstakur saksóknari lætur í veðri vaka. Þetta er ekki bara brot á trúnaðarskyldu, heldur er þetta hegningarlagabrot," segir Sigurður. Sigurður er þar að vísa til 136.gr. hegningarlaga, varðandi þagnarskyldu opinberra starfsmanna. En Ólafur Þór Hauksson vill ekki tjá sig um efni kærunnar. Hefur verið talað um brot á lögreglulögum í þessu samhengi, en um er að ræða sérlög áðurnefndu ákvæði til fyllingar. Ingunni Wernersdóttur, systur þeirra Karls og Steingríms, var stefnt af þrotabúi Milestone til að endurgreiða meint ólögmætt hluthafalán upp á tvo og hálfan milljarð króna sem hún á að hafa fengið áður en Milestone fór í þrot, en hún seldi sinn hlut töluvert fyrir hrunið og voru hin meintu ólögmætu viðskipti gerð í tengslum við það. Sjálf hefur Ingunn sagst hafa verið í góðri trú. Skýrslan umdeilda frá Pars Per Pars var meðal gagna máls þrotabúsins á hendur Ingunni. Þetta finnst Sigurði afar gagnrýnivert, en hann segir óforsvaranlegt að trúnaðargögn lögreglu séu seld einkaaðilum. „Það á enginn að hafa aðgang að neinum gögnum sem varða rannsókn opinberra mála heldur en þeir sem eru í starfi hjá lögreglunni," segir Sigurður G. Guðjónsson. Ekki hefur náðst í þá Guðmund Hauk og Jón Óttar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Lögreglumennirnir mættu í dómsal í máli Lárusar og Guðmundar Tveir fyrrum lögreglumenn sem störfuðu fyrir embætti sérstaks saksóknara hafa verið kærðir til ríkissaksóknara fyrir brot á þagnarskyldu í starfi. Þeim er gefið að sök að hafa selt upplýsingar úr rannsókn embættisins til þriðja aðila. 24. maí 2012 09:15 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Fleiri fréttir Efnahagsmálin efst á lista næsta þingvetur Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Sjá meira
Lögreglumennirnir tveir sem sérstakur saksóknari hefur kært til ríkissaksóknara vegna brots á þagnarskyldu hófu að selja skiptastjóra Milestone trúnaðarupplýsingar í lok september 2011, löngu áður en þeir hættu hjá embættinu. Þeir héldu áfram að yfirheyra sakborninga og starfa hjá embættinu sem verktakar. Þó þeir Guðmundur Haukur Gunnarsson og Jón Óttar Ólafsson, eigendur Pars Per Pars, hafi formlega látið af störfum um síðustu áramót, eins og sérstakur saksóknari sagði í yfirlýsingu, þá héldu þeir áfram að vinna hjá embættinu sem verktakar eftir að þeir stofnuðu Pars Per Pars. Þeir mættu til dæmis við þingfestingu í svokölluðu Svartháfsmáli í janúar síðastliðnum og sátu þá sitt hvorum megin við saksóknarann Hólmstein Gauta Sigurðsson. Þá tóku þeir þátt í skýrslutökum sem verktakar. Fyrirtæki þeirra seldi þrotabúi Milestone skýrslu sem þeir sömdu á grundvelli upplýsinga sem þeir öfluðu meðan þeir voru enn starfsmenn sérstaks saksóknara, en þegar málið komst upp var það kært til ríkissaksóknara. Ráðningarsamningur Pars Per Pars við þrotabú Milestone, sem fréttastofan hefur séð, er dagsettur 27. september 2011. Löngu áður en þeir létu af störfum hjá sérstökum saksóknara. Ólafur Þór Hauksson segir að embættið hafi ekki haft vitneskju um þetta fyrr en löngu síðar. Skýrslan sem þeir félagar hjá PPP skrifuðu meðan þeir voru enn lögreglumenn hjá sérstökum saksóknara er 17 blaðsíður að lengd og greiddi skiptastjóri Milestone 30 milljónir króna fyrir hana. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Ingunnar Wernersdóttur, fyrrverandi hluthafa í Milestone segir að salan á skýrslunni sé hegningarlagabrot. „Lögreglan er bundin þagnarskyldu og þegar lögreglan tekur gögn, sem hún fær í störfum sínum, vinnur úr þeim og selur þá hefur hún gerst brotleg við hegningarlög. Það er mjög alvarlegt brot og þetta er miklu miklu alvarlegra brot en sérstakur saksóknari lætur í veðri vaka. Þetta er ekki bara brot á trúnaðarskyldu, heldur er þetta hegningarlagabrot," segir Sigurður. Sigurður er þar að vísa til 136.gr. hegningarlaga, varðandi þagnarskyldu opinberra starfsmanna. En Ólafur Þór Hauksson vill ekki tjá sig um efni kærunnar. Hefur verið talað um brot á lögreglulögum í þessu samhengi, en um er að ræða sérlög áðurnefndu ákvæði til fyllingar. Ingunni Wernersdóttur, systur þeirra Karls og Steingríms, var stefnt af þrotabúi Milestone til að endurgreiða meint ólögmætt hluthafalán upp á tvo og hálfan milljarð króna sem hún á að hafa fengið áður en Milestone fór í þrot, en hún seldi sinn hlut töluvert fyrir hrunið og voru hin meintu ólögmætu viðskipti gerð í tengslum við það. Sjálf hefur Ingunn sagst hafa verið í góðri trú. Skýrslan umdeilda frá Pars Per Pars var meðal gagna máls þrotabúsins á hendur Ingunni. Þetta finnst Sigurði afar gagnrýnivert, en hann segir óforsvaranlegt að trúnaðargögn lögreglu séu seld einkaaðilum. „Það á enginn að hafa aðgang að neinum gögnum sem varða rannsókn opinberra mála heldur en þeir sem eru í starfi hjá lögreglunni," segir Sigurður G. Guðjónsson. Ekki hefur náðst í þá Guðmund Hauk og Jón Óttar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Lögreglumennirnir mættu í dómsal í máli Lárusar og Guðmundar Tveir fyrrum lögreglumenn sem störfuðu fyrir embætti sérstaks saksóknara hafa verið kærðir til ríkissaksóknara fyrir brot á þagnarskyldu í starfi. Þeim er gefið að sök að hafa selt upplýsingar úr rannsókn embættisins til þriðja aðila. 24. maí 2012 09:15 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Fleiri fréttir Efnahagsmálin efst á lista næsta þingvetur Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Sjá meira
Lögreglumennirnir mættu í dómsal í máli Lárusar og Guðmundar Tveir fyrrum lögreglumenn sem störfuðu fyrir embætti sérstaks saksóknara hafa verið kærðir til ríkissaksóknara fyrir brot á þagnarskyldu í starfi. Þeim er gefið að sök að hafa selt upplýsingar úr rannsókn embættisins til þriðja aðila. 24. maí 2012 09:15