Lögreglumennirnir mættu í dómsal í máli Lárusar og Guðmundar 24. maí 2012 09:15 Mennirnir tveir störfuðu fyrir embætti sérstaks saksóknara frá árinu 2009 til síðustu áramóta. Unnu þeir þó um tíma sem verktakar hjá embættinu fyrr á þessu ári. Fréttablaðið/Pjetur Tveir fyrrum starfsmenn embættis sérstaks saksóknara, Guðmundur Haukur Gunnarsson og Jón Óttar Ólafsson, hafa verið kærðir til ríkissaksóknara fyrir brot á þagnarskyldu í starfi. Mönnunum er gefið að sök að hafa selt upplýsingar, sem þeir urðu sér úti um í störfum sínum fyrir embættið, til þriðja aðila. Mennirnir, sem eru fyrrverandi lögreglumenn, unnu að rannsóknum á málum tengdum Sjóvá og Milestone hjá embætti sérstaks saksóknara. Þeir létu formlega af störfum hjá embættinu um síðustu áramót og hófu þá störf sem sjálfstæðir rannsakendur. Unnu þeir í kjölfarið um tíma sem verktakar hjá embættinu og mættu til að mynda í dómsal við þingfestingu ákæru sérstaks saksóknara á hendur Lárusi Welding og Guðmundi Hjaltasyni 10. janúar síðastliðinn. Þar voru þeir saksóknara til aðstoðar en málið snýr að lánveitingu Glitnis til Milestone. Meðan þeir unnu sem verktakar er þeim gefið að sök að hafa látið upplýsingar sem þeir öfluðu við störf sín fyrir embættið í té þrotabúi Milestone sem greiddi félagi í þeirra eigu, PPP sf., tæplega 30 milljónir króna fyrir vinnu fyrir þrotabúið. Stöð 2 greindi frá þessu í gærkvöldi. Fólst vinnan í það minnsta í gerð 17 blaðsíðna skýrslu sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Fréttablaðið hafði í gærkvöldi samband við Guðmund sem vildi ekki ræða um málið og þá náðist ekki í Jón Óttar. Í yfirlýsingu sem embætti sérstaks saksóknara sendi frá sér í gær segir að grunsemdir hafi vaknað um brot mannanna tveggja eftir að þeir höfðu látið af störfum hjá embættinu. Skoðun embættisins hafi síðan í lok apríl leitt til kæru til ríkissaksóknara sem fari nú með rannsókn málsins. Þá kemur fram í yfirlýsingunni að brotið sé litið alvarlegum augum en hafi þó ekki víðtæk áhrif á starfsemi embættisins. Hins vegar var greint frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að verjendur einstaklinga sem tengjast rannsóknum embættisins á Milestone íhugi að krefjast þess að rannsóknunum verði hætt þar sem augljóst sé að þær hafi ekki verið unnar í samræmi við lög og reglur. Meðal þeirra sem rannsóknin beinist að er Karl Wernersson sem fyrir fall Milestone var aðaleigandi félagsins. magnusl@frettabladid.is Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Tveir fyrrum starfsmenn embættis sérstaks saksóknara, Guðmundur Haukur Gunnarsson og Jón Óttar Ólafsson, hafa verið kærðir til ríkissaksóknara fyrir brot á þagnarskyldu í starfi. Mönnunum er gefið að sök að hafa selt upplýsingar, sem þeir urðu sér úti um í störfum sínum fyrir embættið, til þriðja aðila. Mennirnir, sem eru fyrrverandi lögreglumenn, unnu að rannsóknum á málum tengdum Sjóvá og Milestone hjá embætti sérstaks saksóknara. Þeir létu formlega af störfum hjá embættinu um síðustu áramót og hófu þá störf sem sjálfstæðir rannsakendur. Unnu þeir í kjölfarið um tíma sem verktakar hjá embættinu og mættu til að mynda í dómsal við þingfestingu ákæru sérstaks saksóknara á hendur Lárusi Welding og Guðmundi Hjaltasyni 10. janúar síðastliðinn. Þar voru þeir saksóknara til aðstoðar en málið snýr að lánveitingu Glitnis til Milestone. Meðan þeir unnu sem verktakar er þeim gefið að sök að hafa látið upplýsingar sem þeir öfluðu við störf sín fyrir embættið í té þrotabúi Milestone sem greiddi félagi í þeirra eigu, PPP sf., tæplega 30 milljónir króna fyrir vinnu fyrir þrotabúið. Stöð 2 greindi frá þessu í gærkvöldi. Fólst vinnan í það minnsta í gerð 17 blaðsíðna skýrslu sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Fréttablaðið hafði í gærkvöldi samband við Guðmund sem vildi ekki ræða um málið og þá náðist ekki í Jón Óttar. Í yfirlýsingu sem embætti sérstaks saksóknara sendi frá sér í gær segir að grunsemdir hafi vaknað um brot mannanna tveggja eftir að þeir höfðu látið af störfum hjá embættinu. Skoðun embættisins hafi síðan í lok apríl leitt til kæru til ríkissaksóknara sem fari nú með rannsókn málsins. Þá kemur fram í yfirlýsingunni að brotið sé litið alvarlegum augum en hafi þó ekki víðtæk áhrif á starfsemi embættisins. Hins vegar var greint frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að verjendur einstaklinga sem tengjast rannsóknum embættisins á Milestone íhugi að krefjast þess að rannsóknunum verði hætt þar sem augljóst sé að þær hafi ekki verið unnar í samræmi við lög og reglur. Meðal þeirra sem rannsóknin beinist að er Karl Wernersson sem fyrir fall Milestone var aðaleigandi félagsins. magnusl@frettabladid.is
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira