Trúlofuðust á sviði umkringd blóði og útlimum 21. október 2012 19:00 Dansararnir Lovísa Ósk Gunnarsdóttir og Sigríður Soffía Níelsdóttir stilla sér upp alblóðugar með hinu nýtrúlofaða pari sitjandi í hinni svokölluðu Paradís. „Þetta var svo ekta við. Að trúlofast á sviði í Berlín umkringd blóði og gervilimum,“ segir leikkonan Svandís Dóra Einarsdóttir sem fékk afar óvenjulegt bónorð frá unnusta sínum, leikskáldinu Sigtryggi Magnasyni, þann 5. október. Hann fór niður á skeljarnar að lokinni íslensku danssýningunni We Saw Monsters í leikhúsinu Berliner Festspiele. „Við fórum þessa helgi til Berlínar til að ná sýningunni,“ segir hún en vinir þeirra stóðu að henni. Parið náði þó einungis endanum og uppklappi vegna misskilnings en þau töldu leikhúsið vera í Vestur-Berlín þegar það var í raun í austurhluta borgarinnar. Þau fengu engu að síður að upplifa eigin sýningu en dansararnir Lovísa Ósk Gunnarsdóttir og Sigríður Soffía Níelsdóttir, sem voru þaktar blóði, drógu þau upp á sviðið og þar upphófst mikill spuni. „Sigga bað okkur um að bíða inni í sal þar til áhorfendur væru farnir. Við byrjuðum svo að flippa, spinna og taka myndir í sviðsmyndinni,“ segir Svandís. Hún vissi þó ekki hvað biði sín, ólíkt dönsurunum sem höfðu æft hreyfingar í tilefni bónorðsins og réttu Sigtryggi blóðugt box með tveimur hringum. Henni var að vonum brugðið en taldi sér trú um að boxið og hringarnir hefðu verið hluti af sýningunni. „Ég var bara í mínum eigin heimi að pósa, fíflast og leika mér við útlimina,“ segir hún en Sigtryggur þurfti að biðja hennar fjórum eða fimm sinnum áður en hún áttaði sig á að ekki væri um spuna að ræða. „Ég uppgötvaði þetta ekki fyrr en við sátum ein í Paradís,“ segir hún og á við altari sem myndaði sviðsmyndina. „Þá var hann kominn niður á hnén og sagði skjálfandi: „Í alvörunni Svandís. Ég er ekki að grínast.“ Og þá fór ég að grenja,“ segir hún og hlær. Allir aðstandendur sýningarinnar vissu af bónorðinu og biðu baksviðs til að fagna hinu nýtrúlofaða pari. „Og ég vissi ekki neitt,“ segir hún og hlær aftur. Hún bætir við að það sé gaman að eiga blóðugt hringabox til minningar. Ekki hafa allir áhorfendur verið farnir þegar bónorðið var borið upp því það rataði í þýska fjölmiðla samhliða umfjöllun um sýninguna. hallfridur@frettabladid.is Menning Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Þetta var svo ekta við. Að trúlofast á sviði í Berlín umkringd blóði og gervilimum,“ segir leikkonan Svandís Dóra Einarsdóttir sem fékk afar óvenjulegt bónorð frá unnusta sínum, leikskáldinu Sigtryggi Magnasyni, þann 5. október. Hann fór niður á skeljarnar að lokinni íslensku danssýningunni We Saw Monsters í leikhúsinu Berliner Festspiele. „Við fórum þessa helgi til Berlínar til að ná sýningunni,“ segir hún en vinir þeirra stóðu að henni. Parið náði þó einungis endanum og uppklappi vegna misskilnings en þau töldu leikhúsið vera í Vestur-Berlín þegar það var í raun í austurhluta borgarinnar. Þau fengu engu að síður að upplifa eigin sýningu en dansararnir Lovísa Ósk Gunnarsdóttir og Sigríður Soffía Níelsdóttir, sem voru þaktar blóði, drógu þau upp á sviðið og þar upphófst mikill spuni. „Sigga bað okkur um að bíða inni í sal þar til áhorfendur væru farnir. Við byrjuðum svo að flippa, spinna og taka myndir í sviðsmyndinni,“ segir Svandís. Hún vissi þó ekki hvað biði sín, ólíkt dönsurunum sem höfðu æft hreyfingar í tilefni bónorðsins og réttu Sigtryggi blóðugt box með tveimur hringum. Henni var að vonum brugðið en taldi sér trú um að boxið og hringarnir hefðu verið hluti af sýningunni. „Ég var bara í mínum eigin heimi að pósa, fíflast og leika mér við útlimina,“ segir hún en Sigtryggur þurfti að biðja hennar fjórum eða fimm sinnum áður en hún áttaði sig á að ekki væri um spuna að ræða. „Ég uppgötvaði þetta ekki fyrr en við sátum ein í Paradís,“ segir hún og á við altari sem myndaði sviðsmyndina. „Þá var hann kominn niður á hnén og sagði skjálfandi: „Í alvörunni Svandís. Ég er ekki að grínast.“ Og þá fór ég að grenja,“ segir hún og hlær. Allir aðstandendur sýningarinnar vissu af bónorðinu og biðu baksviðs til að fagna hinu nýtrúlofaða pari. „Og ég vissi ekki neitt,“ segir hún og hlær aftur. Hún bætir við að það sé gaman að eiga blóðugt hringabox til minningar. Ekki hafa allir áhorfendur verið farnir þegar bónorðið var borið upp því það rataði í þýska fjölmiðla samhliða umfjöllun um sýninguna. hallfridur@frettabladid.is
Menning Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“