Gyllenhaal hreifst af íslensku stelpunum 14. apríl 2011 11:00 Miklir fagnaðarfundir voru í Leifsstöð á mánudag þegar Sigurjón Sighvatsson og Jake Gyllenhaal hittust fyrir algjöra tilviljun. „Ég var að koma heim frá Ástralíu þar sem við vorum að hljóðblanda nýjustu myndina mína, The Killer Elite, og rakst þá á Jake í flughöfninni,“ segir Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi með meiru. Hann hitti Jake Gyllenhaal á mánudaginn í flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar leikarinn var að yfirgefa landið eftir ævintýralega helgi. Eins og Fréttablaðið greindi frá í vikunni var bandaríski stórleikarinn Jake Gyllenhaal staddur hér á landi yfir helgina við tökur á ævintýraþættinum Man vs. Wild sem Bear Grylls stjórnar. Tökur fóru fram í aftakaveðri á Eyjafjallajökli og Fimmvörðuhálsi en það var True North sem aðstoðaði tökuliðið. Alls unnu tuttugu starfsmenn að tökunum en mikil leynd hvíldi yfir þeim. Leiðir Sigurjóns og Jake Gyllenhaal hafa legið saman áður; Gyllenhaal lék aðalhlutverkið í hinni dramatísku kvikmynd Brothers sem Sigurjón framleiddi og skartaði einnig Natalie Portman og Tobey Maguire í stórum rullum. „Þetta var algjör tilviljun og það var virkilega skemmtileg að hitta hann. Hann talaði ákaflega fallega um landið og náttúrlega tökurnar uppi á jökli þar sem hann lenti nánast í lífsháska með þessum Bear Grylls,“ segir Sigurjón „Jake átti ekki orð yfir hvað Ísland væri frábært og hann vildi koma hingað aftur sem fyrst í frí. Það hafði víst líka eitthvað að gera með stelpurnar,“ segir Sigurjón kankvís. -fgg Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fleiri fréttir Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Sjá meira
„Ég var að koma heim frá Ástralíu þar sem við vorum að hljóðblanda nýjustu myndina mína, The Killer Elite, og rakst þá á Jake í flughöfninni,“ segir Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi með meiru. Hann hitti Jake Gyllenhaal á mánudaginn í flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar leikarinn var að yfirgefa landið eftir ævintýralega helgi. Eins og Fréttablaðið greindi frá í vikunni var bandaríski stórleikarinn Jake Gyllenhaal staddur hér á landi yfir helgina við tökur á ævintýraþættinum Man vs. Wild sem Bear Grylls stjórnar. Tökur fóru fram í aftakaveðri á Eyjafjallajökli og Fimmvörðuhálsi en það var True North sem aðstoðaði tökuliðið. Alls unnu tuttugu starfsmenn að tökunum en mikil leynd hvíldi yfir þeim. Leiðir Sigurjóns og Jake Gyllenhaal hafa legið saman áður; Gyllenhaal lék aðalhlutverkið í hinni dramatísku kvikmynd Brothers sem Sigurjón framleiddi og skartaði einnig Natalie Portman og Tobey Maguire í stórum rullum. „Þetta var algjör tilviljun og það var virkilega skemmtileg að hitta hann. Hann talaði ákaflega fallega um landið og náttúrlega tökurnar uppi á jökli þar sem hann lenti nánast í lífsháska með þessum Bear Grylls,“ segir Sigurjón „Jake átti ekki orð yfir hvað Ísland væri frábært og hann vildi koma hingað aftur sem fyrst í frí. Það hafði víst líka eitthvað að gera með stelpurnar,“ segir Sigurjón kankvís. -fgg
Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fleiri fréttir Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Sjá meira