Gyllenhaal hreifst af íslensku stelpunum 14. apríl 2011 11:00 Miklir fagnaðarfundir voru í Leifsstöð á mánudag þegar Sigurjón Sighvatsson og Jake Gyllenhaal hittust fyrir algjöra tilviljun. „Ég var að koma heim frá Ástralíu þar sem við vorum að hljóðblanda nýjustu myndina mína, The Killer Elite, og rakst þá á Jake í flughöfninni,“ segir Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi með meiru. Hann hitti Jake Gyllenhaal á mánudaginn í flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar leikarinn var að yfirgefa landið eftir ævintýralega helgi. Eins og Fréttablaðið greindi frá í vikunni var bandaríski stórleikarinn Jake Gyllenhaal staddur hér á landi yfir helgina við tökur á ævintýraþættinum Man vs. Wild sem Bear Grylls stjórnar. Tökur fóru fram í aftakaveðri á Eyjafjallajökli og Fimmvörðuhálsi en það var True North sem aðstoðaði tökuliðið. Alls unnu tuttugu starfsmenn að tökunum en mikil leynd hvíldi yfir þeim. Leiðir Sigurjóns og Jake Gyllenhaal hafa legið saman áður; Gyllenhaal lék aðalhlutverkið í hinni dramatísku kvikmynd Brothers sem Sigurjón framleiddi og skartaði einnig Natalie Portman og Tobey Maguire í stórum rullum. „Þetta var algjör tilviljun og það var virkilega skemmtileg að hitta hann. Hann talaði ákaflega fallega um landið og náttúrlega tökurnar uppi á jökli þar sem hann lenti nánast í lífsháska með þessum Bear Grylls,“ segir Sigurjón „Jake átti ekki orð yfir hvað Ísland væri frábært og hann vildi koma hingað aftur sem fyrst í frí. Það hafði víst líka eitthvað að gera með stelpurnar,“ segir Sigurjón kankvís. -fgg Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
„Ég var að koma heim frá Ástralíu þar sem við vorum að hljóðblanda nýjustu myndina mína, The Killer Elite, og rakst þá á Jake í flughöfninni,“ segir Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi með meiru. Hann hitti Jake Gyllenhaal á mánudaginn í flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar leikarinn var að yfirgefa landið eftir ævintýralega helgi. Eins og Fréttablaðið greindi frá í vikunni var bandaríski stórleikarinn Jake Gyllenhaal staddur hér á landi yfir helgina við tökur á ævintýraþættinum Man vs. Wild sem Bear Grylls stjórnar. Tökur fóru fram í aftakaveðri á Eyjafjallajökli og Fimmvörðuhálsi en það var True North sem aðstoðaði tökuliðið. Alls unnu tuttugu starfsmenn að tökunum en mikil leynd hvíldi yfir þeim. Leiðir Sigurjóns og Jake Gyllenhaal hafa legið saman áður; Gyllenhaal lék aðalhlutverkið í hinni dramatísku kvikmynd Brothers sem Sigurjón framleiddi og skartaði einnig Natalie Portman og Tobey Maguire í stórum rullum. „Þetta var algjör tilviljun og það var virkilega skemmtileg að hitta hann. Hann talaði ákaflega fallega um landið og náttúrlega tökurnar uppi á jökli þar sem hann lenti nánast í lífsháska með þessum Bear Grylls,“ segir Sigurjón „Jake átti ekki orð yfir hvað Ísland væri frábært og hann vildi koma hingað aftur sem fyrst í frí. Það hafði víst líka eitthvað að gera með stelpurnar,“ segir Sigurjón kankvís. -fgg
Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira