Víðtæk áhrif af banni við mismunun kynja 13. desember 2011 03:15 Ólík iðgjöld Ungar konur greiða víðast hvar minna í iðgjöld af bílatryggingum en ungir karlmenn, enda eru þeir gjarnari á að lenda í óhöppum.Fréttablaðið/anton Bann við mismunun kynja við tryggingaútreikninga mun hafa margvísleg neikvæð áhrif á neytendur, tryggingamarkaðinn og samfélagið í heild sinni. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem Evrópusamtök vátryggjenda hafa látið vinna fyrir sig. Samkvæmt skýrslunni, sem unnin var af greiningarfyrirtækinu Oxera og kynnt í síðustu viku, er fyrirséð að breytingin muni valda því að lífeyrisgreiðslur skerðist um fimm prósent, líftryggingariðgjöld kvenna hækki um þrjátíu prósent og iðgjöld bílatrygginga ungra kvenna hækki um ellefu prósent. Evrópudómstóllinn kvað upp úr með það í vor að tryggingafélögum yrði frá og með 21. desember óheimilt að innheimta mishá iðgjöld af körlum og konum. Það jafngilti mismunun að meta áhættu í tryggingasamningum ólíka milli kynja. Kyn er nú næstalgengasta breytan við gerð tryggingasamninga í Evrópu, á eftir aldri, þótt í skýrslunni segi að ekki sé horft til kyns við ákvörðun verðs nema þegar það hafi veruleg áhrif á áhættumat. Sem dæmi má nefna að í öllum löndum sem skoðuð voru greiða konur nú lægri iðgjöld af líftryggingum en karlar, vegna þess að þær hafa betri lífslíkur á þeim tíma sem tryggingin nær til. Konur fá jafnan lægri mánaðarlegar lífeyrisgreiðslur frá tryggingafélögum en karlar. Hins vegar njóta þær þeirra í lengri tíma, þökk sé hærri meðalaldri, og samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar koma heildargreiðslur til karla og kvenna af þessum sökum nokkurn veginn út á sléttu. Niðurstaða skýrslunnar er sú að með banninu muni iðgjöld að einhverju leyti flytjast af fólki sem metið sé í mikilli áhættu yfir á fólk í lítilli áhættu. Þetta kunni að hafa keðjuverkandi áhrif og letja fólk til að spara til elliáranna. „Evrópski tryggingaiðnaðurinn mun auðvitað virða niðurstöðu dómstólsins en menn verða að átta sig á afleiðingunum fyrir neytendur og vátryggjendur,“ segir Michaela Koller, forstjóri Evrópusamtaka vátryggjenda. Dómurinn frá því í vor hefur vakið upp umræðu um hvort eins geti farið með mismunun á grundvelli örorku og aldurs. Samtökin leggja mikla áherslu á að geta enn byggt útreikninga sína á þessum þáttum og telja að bann við því muni grafa undan allri tryggingastarfsemi. Dómur Evrópudómstólsins mun hafa fordæmisgildi hér á landi þar sem tilskipunin sem hann byggist á hefur verið innleidd í íslenskan rétt, að sögn Vigdísar Halldórsdóttur, lögfræðings hjá Samtökum fjármálafyrirtækja. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Bann við mismunun kynja við tryggingaútreikninga mun hafa margvísleg neikvæð áhrif á neytendur, tryggingamarkaðinn og samfélagið í heild sinni. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem Evrópusamtök vátryggjenda hafa látið vinna fyrir sig. Samkvæmt skýrslunni, sem unnin var af greiningarfyrirtækinu Oxera og kynnt í síðustu viku, er fyrirséð að breytingin muni valda því að lífeyrisgreiðslur skerðist um fimm prósent, líftryggingariðgjöld kvenna hækki um þrjátíu prósent og iðgjöld bílatrygginga ungra kvenna hækki um ellefu prósent. Evrópudómstóllinn kvað upp úr með það í vor að tryggingafélögum yrði frá og með 21. desember óheimilt að innheimta mishá iðgjöld af körlum og konum. Það jafngilti mismunun að meta áhættu í tryggingasamningum ólíka milli kynja. Kyn er nú næstalgengasta breytan við gerð tryggingasamninga í Evrópu, á eftir aldri, þótt í skýrslunni segi að ekki sé horft til kyns við ákvörðun verðs nema þegar það hafi veruleg áhrif á áhættumat. Sem dæmi má nefna að í öllum löndum sem skoðuð voru greiða konur nú lægri iðgjöld af líftryggingum en karlar, vegna þess að þær hafa betri lífslíkur á þeim tíma sem tryggingin nær til. Konur fá jafnan lægri mánaðarlegar lífeyrisgreiðslur frá tryggingafélögum en karlar. Hins vegar njóta þær þeirra í lengri tíma, þökk sé hærri meðalaldri, og samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar koma heildargreiðslur til karla og kvenna af þessum sökum nokkurn veginn út á sléttu. Niðurstaða skýrslunnar er sú að með banninu muni iðgjöld að einhverju leyti flytjast af fólki sem metið sé í mikilli áhættu yfir á fólk í lítilli áhættu. Þetta kunni að hafa keðjuverkandi áhrif og letja fólk til að spara til elliáranna. „Evrópski tryggingaiðnaðurinn mun auðvitað virða niðurstöðu dómstólsins en menn verða að átta sig á afleiðingunum fyrir neytendur og vátryggjendur,“ segir Michaela Koller, forstjóri Evrópusamtaka vátryggjenda. Dómurinn frá því í vor hefur vakið upp umræðu um hvort eins geti farið með mismunun á grundvelli örorku og aldurs. Samtökin leggja mikla áherslu á að geta enn byggt útreikninga sína á þessum þáttum og telja að bann við því muni grafa undan allri tryggingastarfsemi. Dómur Evrópudómstólsins mun hafa fordæmisgildi hér á landi þar sem tilskipunin sem hann byggist á hefur verið innleidd í íslenskan rétt, að sögn Vigdísar Halldórsdóttur, lögfræðings hjá Samtökum fjármálafyrirtækja. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira