Innlent

Aðstoðuðu bensínlausan nemanda á leið í próf

Karl á þrítugsaldri varð fyrir því óláni að bifreið hans varð bensínlaus í morgunumferðinni á Miklubraut í gær. „Til að bæta gráu ofan á svart var maðurinn á leið í próf og mátti því engan tíma missa,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni. „Honum til happs voru tveir lögreglumenn staddir í nágrenninu og óku þeir manninum í snarhasti á næstu bensínstöð til að sækja nokkra lítra af bensíni.“

Maðurinn brunaði að því loknu í prófið, væntanlega á löglegum hraða þó, og var hann lögreglu afar þakklátur fyrir aðstoðina. „Henni er því miður ekki kunnugt um hvernig manninum gekk á prófinu,“ segir að lokum í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×