Lífið

Skrælingjasýning Kristínar Svövu

Kristín Svava Tómasdóttir.
Kristín Svava Tómasdóttir.
Skrælingjasýningin nefnist ný ljóðabók eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur sem Bjartur gefur út nú í Dymbilviku.

Þetta er önnur ljóðabók Kristínar Svövu, en hún vakti talsverða athygli fyrir frumraun sína, Blótgælur, sem kom út fyrir jól 2007. Var hún meðal annars valin ljóðabók ársins af starfsfólki bókaverslana.

Um Blótgælur sagði gagnrýnandi Fréttablaðsins meðal annars í fjögurra stjarna dómi á sínum tíma:

„Blótgælur Kristínar Svövu sæta tíðindum, eitursætar rósir í hnappagat ljóðsins, markviss og markverð frumraun. Þroskuð og heilsteypt ljóð sem einkennast af ríkulegri skáldgáfu, frumlegri og írónískri sýn á samtímann, og óbilandi trú á eigið ágæti (hlutverk og gildi skáldskapar)."

Aprílmánuður hefur reynst bókaunnendum gjöfull, því auk bókar Kristínar Svövu koma út fimm nýjar ljóðabækur á vegum Uppheima.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×