Mjög gott tól fyrir vísindamenn 27. maí 2011 19:57 Færanlega ratsjáin, sem flutt var í Skaftárhrepp til að mæla öskustrókinn úr Grímsvötnum, hefur gefið vísindamönnum og flugheiminum mun nákvæmari upplýsingum en áður fengust. Nú er ákveðið að ratsjáin vakti eldstöðina áfram að minnsta kosti fram í næstu viku. Ratsjáin, sem flutt var austur í Landbrot í upphafi Grímsvatnagossins, gæti hafa þátt þátt í að forða flugfélögum heimsins og farþegum frá óþarfa fjárhagstjóni og óþægindum síðustu daga því gögnin sem frá henni hafa komið hafa gefið vísindamönnum færi á að fá betri mynd af öskumekkinum en áður. „Hæð hans, dreifingu og útbreiðslu. Þetta veitir ýmsar upplýsingar um öskudreifingu á svæðinu. Þannig að þetta er mjög gott tól fyrir veðurfræðinga og jarðvísindamenn,“ segir Þórarinn Heiðar Harðarson, verkfræðingur á Veðurstofunni. Í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni sjást nokkrar myndir sem ratsjáin hefur gefið af öskumistri í kringum eldstöðina síðustu daga, en önnur ratsjá á Keflavíkurflugvelli, sem mest var treyst í Eyjafjallajökulsgosinu í fyrra, hefur ákveðna annmarka. „Geislinn frá honum þegar hann kemur að eldstöðum í þessari fjarlægð er það hátt uppi að við náum ekki þessari nákvæmni,“ segir Þórarinn Heiðar. Veðurstofan hefur ratsjána að láni frá Ítalíu með stuðningi alþjóðaflugmálayfirvalda og nú er ákveðið að hún verði í Landbrotinu að vakta Grímsvötn, að minnsta kosti fram í næstu viku, eða svo lengi sem þurfa þykir. Helstu fréttir Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira
Færanlega ratsjáin, sem flutt var í Skaftárhrepp til að mæla öskustrókinn úr Grímsvötnum, hefur gefið vísindamönnum og flugheiminum mun nákvæmari upplýsingum en áður fengust. Nú er ákveðið að ratsjáin vakti eldstöðina áfram að minnsta kosti fram í næstu viku. Ratsjáin, sem flutt var austur í Landbrot í upphafi Grímsvatnagossins, gæti hafa þátt þátt í að forða flugfélögum heimsins og farþegum frá óþarfa fjárhagstjóni og óþægindum síðustu daga því gögnin sem frá henni hafa komið hafa gefið vísindamönnum færi á að fá betri mynd af öskumekkinum en áður. „Hæð hans, dreifingu og útbreiðslu. Þetta veitir ýmsar upplýsingar um öskudreifingu á svæðinu. Þannig að þetta er mjög gott tól fyrir veðurfræðinga og jarðvísindamenn,“ segir Þórarinn Heiðar Harðarson, verkfræðingur á Veðurstofunni. Í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni sjást nokkrar myndir sem ratsjáin hefur gefið af öskumistri í kringum eldstöðina síðustu daga, en önnur ratsjá á Keflavíkurflugvelli, sem mest var treyst í Eyjafjallajökulsgosinu í fyrra, hefur ákveðna annmarka. „Geislinn frá honum þegar hann kemur að eldstöðum í þessari fjarlægð er það hátt uppi að við náum ekki þessari nákvæmni,“ segir Þórarinn Heiðar. Veðurstofan hefur ratsjána að láni frá Ítalíu með stuðningi alþjóðaflugmálayfirvalda og nú er ákveðið að hún verði í Landbrotinu að vakta Grímsvötn, að minnsta kosti fram í næstu viku, eða svo lengi sem þurfa þykir.
Helstu fréttir Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira