Heimsendir helmingi stærri en Fangavaktin 21. janúar 2011 10:00 Allt sem Vaktargengið hefur snert undanfarin misseri hefur breyst í gull. Jón Gnarr tekur ekki þátt í framleiðslu nýju þáttanna, en þó hefur verið skrifað fyrir hann lítið hlutverk.fréttablaðið/anton „Þetta er svo stór sería. Það er alveg gríðarlegt magn af fólki sem birtist, við erum með heilan geðspítala,“ segir leikstjórinn Ragnar Bragason. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu vinna Ragnar og félagar hans í Vaktagenginu, þeir Pétur Jóhann Sigfússon, Jörundur Ragnarsson og Jóhann Ævar Grímsson að sjónvarpsþáttunum Heimsendir, sem gerast á geðsjúkrahúsi. Jón Gnarr, félagi þeirra, hefur öðrum hnöppum að hneppa þessa dagana, en þeir eru samt búinn að skrifa fyrir hann lítið hlutverk. „Nú þurfum við að semja við ritarann hans og sjá hvort það sé hægt að finna tíma til að fá hann í upptökur,“ segir Ragnar. „Það er ekki hægt að gera þetta án þess að það sjáist allavega í hann.“ Eru nýju þættirnir stærri en Fangavaktin? „Ég myndi segja að Heimsendir væri helmingi stærri. En þættirnir gerast meira og minna allir á þessum spítala.“ Óvíst hvar þættirnir verða teknir upp, en upptökur hefjast í júní. Þættirnir verða svo frumsýndir á Stöð 2 í haust. Samstarf félaganna hefur verið gríðarlega farsælt, en þrátt fyrir það segir Ragnar það alls ekki vera auðvelt að byrja á nýjum þáttum. „Síðast vorum við að byggja á grunni sem varð til i Næturvaktinni,“ segir hann. „Í þetta skipti erum við að búa til nýtt gallerí frá grunni. Rannsóknar- og forvinnan hefur verið mikil, sérstaklega út af umfjöllunarefninu. Við vorum að kynna okkur þennan heim; staðreyndir og hluti sem tengjast heimi þeirra sem glíma við geðsjúkdóma.“ Og hafið þið hitt geðsjúka í þessari vinnu? „Mjög marga. Við erum búnir að hitta mjög marga sem hafa glímt við geðsjúkdóma og marga sem hafa unnið í þessu kerfi. Geðlækna, iðjuþjálfa, sálfræðinga – við erum búnir að vinna mjög mikla heimavinnu.“ Ragnar og félagar leita nú að stelpu á aldrinum 13 til 15 ára til að fara með eitt aðalhlutverkanna. „Hún á að leika dóttur Péturs Jóhanns,“ segir hann og bendir áhugasömum á að senda póst á stelpa@sagafilm.is. atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Sjá meira
„Þetta er svo stór sería. Það er alveg gríðarlegt magn af fólki sem birtist, við erum með heilan geðspítala,“ segir leikstjórinn Ragnar Bragason. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu vinna Ragnar og félagar hans í Vaktagenginu, þeir Pétur Jóhann Sigfússon, Jörundur Ragnarsson og Jóhann Ævar Grímsson að sjónvarpsþáttunum Heimsendir, sem gerast á geðsjúkrahúsi. Jón Gnarr, félagi þeirra, hefur öðrum hnöppum að hneppa þessa dagana, en þeir eru samt búinn að skrifa fyrir hann lítið hlutverk. „Nú þurfum við að semja við ritarann hans og sjá hvort það sé hægt að finna tíma til að fá hann í upptökur,“ segir Ragnar. „Það er ekki hægt að gera þetta án þess að það sjáist allavega í hann.“ Eru nýju þættirnir stærri en Fangavaktin? „Ég myndi segja að Heimsendir væri helmingi stærri. En þættirnir gerast meira og minna allir á þessum spítala.“ Óvíst hvar þættirnir verða teknir upp, en upptökur hefjast í júní. Þættirnir verða svo frumsýndir á Stöð 2 í haust. Samstarf félaganna hefur verið gríðarlega farsælt, en þrátt fyrir það segir Ragnar það alls ekki vera auðvelt að byrja á nýjum þáttum. „Síðast vorum við að byggja á grunni sem varð til i Næturvaktinni,“ segir hann. „Í þetta skipti erum við að búa til nýtt gallerí frá grunni. Rannsóknar- og forvinnan hefur verið mikil, sérstaklega út af umfjöllunarefninu. Við vorum að kynna okkur þennan heim; staðreyndir og hluti sem tengjast heimi þeirra sem glíma við geðsjúkdóma.“ Og hafið þið hitt geðsjúka í þessari vinnu? „Mjög marga. Við erum búnir að hitta mjög marga sem hafa glímt við geðsjúkdóma og marga sem hafa unnið í þessu kerfi. Geðlækna, iðjuþjálfa, sálfræðinga – við erum búnir að vinna mjög mikla heimavinnu.“ Ragnar og félagar leita nú að stelpu á aldrinum 13 til 15 ára til að fara með eitt aðalhlutverkanna. „Hún á að leika dóttur Péturs Jóhanns,“ segir hann og bendir áhugasömum á að senda póst á stelpa@sagafilm.is. atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Sjá meira