Heimsendir helmingi stærri en Fangavaktin 21. janúar 2011 10:00 Allt sem Vaktargengið hefur snert undanfarin misseri hefur breyst í gull. Jón Gnarr tekur ekki þátt í framleiðslu nýju þáttanna, en þó hefur verið skrifað fyrir hann lítið hlutverk.fréttablaðið/anton „Þetta er svo stór sería. Það er alveg gríðarlegt magn af fólki sem birtist, við erum með heilan geðspítala,“ segir leikstjórinn Ragnar Bragason. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu vinna Ragnar og félagar hans í Vaktagenginu, þeir Pétur Jóhann Sigfússon, Jörundur Ragnarsson og Jóhann Ævar Grímsson að sjónvarpsþáttunum Heimsendir, sem gerast á geðsjúkrahúsi. Jón Gnarr, félagi þeirra, hefur öðrum hnöppum að hneppa þessa dagana, en þeir eru samt búinn að skrifa fyrir hann lítið hlutverk. „Nú þurfum við að semja við ritarann hans og sjá hvort það sé hægt að finna tíma til að fá hann í upptökur,“ segir Ragnar. „Það er ekki hægt að gera þetta án þess að það sjáist allavega í hann.“ Eru nýju þættirnir stærri en Fangavaktin? „Ég myndi segja að Heimsendir væri helmingi stærri. En þættirnir gerast meira og minna allir á þessum spítala.“ Óvíst hvar þættirnir verða teknir upp, en upptökur hefjast í júní. Þættirnir verða svo frumsýndir á Stöð 2 í haust. Samstarf félaganna hefur verið gríðarlega farsælt, en þrátt fyrir það segir Ragnar það alls ekki vera auðvelt að byrja á nýjum þáttum. „Síðast vorum við að byggja á grunni sem varð til i Næturvaktinni,“ segir hann. „Í þetta skipti erum við að búa til nýtt gallerí frá grunni. Rannsóknar- og forvinnan hefur verið mikil, sérstaklega út af umfjöllunarefninu. Við vorum að kynna okkur þennan heim; staðreyndir og hluti sem tengjast heimi þeirra sem glíma við geðsjúkdóma.“ Og hafið þið hitt geðsjúka í þessari vinnu? „Mjög marga. Við erum búnir að hitta mjög marga sem hafa glímt við geðsjúkdóma og marga sem hafa unnið í þessu kerfi. Geðlækna, iðjuþjálfa, sálfræðinga – við erum búnir að vinna mjög mikla heimavinnu.“ Ragnar og félagar leita nú að stelpu á aldrinum 13 til 15 ára til að fara með eitt aðalhlutverkanna. „Hún á að leika dóttur Péturs Jóhanns,“ segir hann og bendir áhugasömum á að senda póst á stelpa@sagafilm.is. atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fleiri fréttir Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Sjá meira
„Þetta er svo stór sería. Það er alveg gríðarlegt magn af fólki sem birtist, við erum með heilan geðspítala,“ segir leikstjórinn Ragnar Bragason. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu vinna Ragnar og félagar hans í Vaktagenginu, þeir Pétur Jóhann Sigfússon, Jörundur Ragnarsson og Jóhann Ævar Grímsson að sjónvarpsþáttunum Heimsendir, sem gerast á geðsjúkrahúsi. Jón Gnarr, félagi þeirra, hefur öðrum hnöppum að hneppa þessa dagana, en þeir eru samt búinn að skrifa fyrir hann lítið hlutverk. „Nú þurfum við að semja við ritarann hans og sjá hvort það sé hægt að finna tíma til að fá hann í upptökur,“ segir Ragnar. „Það er ekki hægt að gera þetta án þess að það sjáist allavega í hann.“ Eru nýju þættirnir stærri en Fangavaktin? „Ég myndi segja að Heimsendir væri helmingi stærri. En þættirnir gerast meira og minna allir á þessum spítala.“ Óvíst hvar þættirnir verða teknir upp, en upptökur hefjast í júní. Þættirnir verða svo frumsýndir á Stöð 2 í haust. Samstarf félaganna hefur verið gríðarlega farsælt, en þrátt fyrir það segir Ragnar það alls ekki vera auðvelt að byrja á nýjum þáttum. „Síðast vorum við að byggja á grunni sem varð til i Næturvaktinni,“ segir hann. „Í þetta skipti erum við að búa til nýtt gallerí frá grunni. Rannsóknar- og forvinnan hefur verið mikil, sérstaklega út af umfjöllunarefninu. Við vorum að kynna okkur þennan heim; staðreyndir og hluti sem tengjast heimi þeirra sem glíma við geðsjúkdóma.“ Og hafið þið hitt geðsjúka í þessari vinnu? „Mjög marga. Við erum búnir að hitta mjög marga sem hafa glímt við geðsjúkdóma og marga sem hafa unnið í þessu kerfi. Geðlækna, iðjuþjálfa, sálfræðinga – við erum búnir að vinna mjög mikla heimavinnu.“ Ragnar og félagar leita nú að stelpu á aldrinum 13 til 15 ára til að fara með eitt aðalhlutverkanna. „Hún á að leika dóttur Péturs Jóhanns,“ segir hann og bendir áhugasömum á að senda póst á stelpa@sagafilm.is. atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fleiri fréttir Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Sjá meira