Björk og Ómar tóku karaókí-dúett 6. janúar 2011 16:02 Björk og Ómar tóku lagið í Norræna húsinu í dag. MYND/Anton Björk Guðmundsdóttir og Ómar Ragnarsson tóku saman lagið í Norræna húsinu fyrr í dag þar sem stærsta söngmót Íslandssögunnar hófst klukkan þrjú. Stefnt er að því að syngja frá klukkan þrjú til tólf í þrjá daga; fimmtudag, föstudag og laugardag eða þar til að minnsta kosti 35 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun um að auðlindir landsins verði framvegis í lögsögu almennings. Björk er einn af þeim sem standa að söngmótinu og eru landsmenn allir hvattir til að mæta. Nú þegar hafa um tuttugu þúsund manns skrifað undir áskorun á www.orkuaudlindir.is. Norræna húsinu verður umbreytt í glæsilegan karaókí-skemmtistað þar sem verður opinn bar og frumorka í lofti. „Í hundrað ár verndaði gott fólk auðlindir okkar og almannahag. Á útrásartímanum var svo byrjað að selja auðlindirnar og ábyrgðarlausan aðgang að þeim. Nú er tími til að stöðva þá óheillaþróun. Við verðum að endurmeta stöðuna og ákveða hvort við viljum afsala okkur arði og ábyrgð á auðlindum okkar," segir í fréttatilkynningu um söngmótið. Þá segir í tilkynningu frá undirbúningshópnum að landsmenn eru allir hvattir til að mæta í Norræna húsið, eða á samkomustaði út um land allt, lagvissir og lagvilltir, og syngja einsöng, tvísöng eða fjöldasöng. Þá sé einnig fyrirtaks flygill í Norræna húsinu og er fólkið velkomið að syngja við eigin undirspil eða vina. „Allir sem bera hag landsins fyrir brjósti leggjast á eitt og flytja náttúru Íslands kraftmikinn óð. Syngjum orkuauðlindirnar aftur til okkar." Björk Umhverfismál Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Björk Guðmundsdóttir og Ómar Ragnarsson tóku saman lagið í Norræna húsinu fyrr í dag þar sem stærsta söngmót Íslandssögunnar hófst klukkan þrjú. Stefnt er að því að syngja frá klukkan þrjú til tólf í þrjá daga; fimmtudag, föstudag og laugardag eða þar til að minnsta kosti 35 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun um að auðlindir landsins verði framvegis í lögsögu almennings. Björk er einn af þeim sem standa að söngmótinu og eru landsmenn allir hvattir til að mæta. Nú þegar hafa um tuttugu þúsund manns skrifað undir áskorun á www.orkuaudlindir.is. Norræna húsinu verður umbreytt í glæsilegan karaókí-skemmtistað þar sem verður opinn bar og frumorka í lofti. „Í hundrað ár verndaði gott fólk auðlindir okkar og almannahag. Á útrásartímanum var svo byrjað að selja auðlindirnar og ábyrgðarlausan aðgang að þeim. Nú er tími til að stöðva þá óheillaþróun. Við verðum að endurmeta stöðuna og ákveða hvort við viljum afsala okkur arði og ábyrgð á auðlindum okkar," segir í fréttatilkynningu um söngmótið. Þá segir í tilkynningu frá undirbúningshópnum að landsmenn eru allir hvattir til að mæta í Norræna húsið, eða á samkomustaði út um land allt, lagvissir og lagvilltir, og syngja einsöng, tvísöng eða fjöldasöng. Þá sé einnig fyrirtaks flygill í Norræna húsinu og er fólkið velkomið að syngja við eigin undirspil eða vina. „Allir sem bera hag landsins fyrir brjósti leggjast á eitt og flytja náttúru Íslands kraftmikinn óð. Syngjum orkuauðlindirnar aftur til okkar."
Björk Umhverfismál Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira