Flytur frumsamið jólalag fyrir nútímafjölskylduna Benedikt Bóas skrifar 9. desember 2011 06:00 Halldór er ánægður með að geta lagt söfnun UNICEF lið. Fréttablaðið/anton „Jú, ég verð með í dagskránni,“ segir Halldór Gylfason leikari, sem mun frumflytja glænýtt frumsamið jólalag í kvöld í tilefni Dags rauða nefsins. Margir kannast eflaust við spurninguna sem Halldór veltir upp í laginu, sem er í óhefðbundnari kantinu og ber heitið Nútímafjölskyldujól. „Sko, við höfum öll þessa hugmynd um að þegar jólin hringi inn klukkan sex safnist pabbi og mamma og systkinin saman að jólaborðinu. Þannig er það náttúrulega í fæstum tilfellum. Á flestum heimilum eru það stjúppabbi, stjúpmamma og hálfsystkini sem setjast saman,“ segir Halldór, sem fékk hugmyndina að laginu fyrir ári. Hann segir að það hafi runnið upp fyrir sér að enginn hafi fjallað um þessa hlið jólanna þegar samstarfsfólk hans og vinir stóðu í ströngu við að skipuleggja og ráðstafa hvenær börnin ættu að vera hvar yfir hátíðarnar. „Sjálfur er ég ekki skilnaðarbarn og ekki börnin mín heldur, þannig að þetta er frekar hefðbundið hjá mér. En lagið fjallar um þetta púsluspil sem hin íslenska nútímafjölskylda stendur frammi fyrir þegar jólin nálgast og börnin fara að spyrja sig hvar þau verði um jólin.“ Halldór frumflytur lagið einn síns liðs í skemmtidagskránni sem sýnd verður í kvöld á Stöð 2, en í stúdíóútgáfu sem kemur út á næstu dögum nýtur hann liðsinnis Geirfuglanna. Hann segist ætla að fylgjast með dagskránni eins vel og hann getur. „Þetta er frábært framtak og verður rosalega skemmtilegt.“ Klippa: Halldór Gylfason - Nútímafjölskyldujól - Rauða nefið 2011 Jólalög Mest lesið Litlu munaði að þyrlan hrapaði Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Fleiri fréttir Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Sjá meira
„Jú, ég verð með í dagskránni,“ segir Halldór Gylfason leikari, sem mun frumflytja glænýtt frumsamið jólalag í kvöld í tilefni Dags rauða nefsins. Margir kannast eflaust við spurninguna sem Halldór veltir upp í laginu, sem er í óhefðbundnari kantinu og ber heitið Nútímafjölskyldujól. „Sko, við höfum öll þessa hugmynd um að þegar jólin hringi inn klukkan sex safnist pabbi og mamma og systkinin saman að jólaborðinu. Þannig er það náttúrulega í fæstum tilfellum. Á flestum heimilum eru það stjúppabbi, stjúpmamma og hálfsystkini sem setjast saman,“ segir Halldór, sem fékk hugmyndina að laginu fyrir ári. Hann segir að það hafi runnið upp fyrir sér að enginn hafi fjallað um þessa hlið jólanna þegar samstarfsfólk hans og vinir stóðu í ströngu við að skipuleggja og ráðstafa hvenær börnin ættu að vera hvar yfir hátíðarnar. „Sjálfur er ég ekki skilnaðarbarn og ekki börnin mín heldur, þannig að þetta er frekar hefðbundið hjá mér. En lagið fjallar um þetta púsluspil sem hin íslenska nútímafjölskylda stendur frammi fyrir þegar jólin nálgast og börnin fara að spyrja sig hvar þau verði um jólin.“ Halldór frumflytur lagið einn síns liðs í skemmtidagskránni sem sýnd verður í kvöld á Stöð 2, en í stúdíóútgáfu sem kemur út á næstu dögum nýtur hann liðsinnis Geirfuglanna. Hann segist ætla að fylgjast með dagskránni eins vel og hann getur. „Þetta er frábært framtak og verður rosalega skemmtilegt.“ Klippa: Halldór Gylfason - Nútímafjölskyldujól - Rauða nefið 2011
Jólalög Mest lesið Litlu munaði að þyrlan hrapaði Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Fleiri fréttir Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Sjá meira