Bjargaði pilti upp úr Tjörninni: „Algjör heppni að ég sá hann“ Valur Grettisson skrifar 8. febrúar 2011 10:02 Mynd úr safni. „Ég var á leiðinni heim með leigubíl þegar ég sá eitthvað svart út í tjörninni," segir bjargvætturinn Andri Vilbergsson, sem bjargaði lífi nítján ára pilts sem hafði verið að stytta sér leið yfir Reykjavíkurtjörn um helgina þegar ísinn brast undan honum. Pilturinn féll ofan í og þurfti að berjast fyrir lífi sínu í myrkrinu aðfaranótt sunnudags. „Í fyrstu hélt ég að ég hefði séð gæs eða eitthvað. Leigubílstjórinn hélt að þetta væri hundur," lýsir Andri, sem er 25 ára gamall nemi í iðjuþjálfun. Hann áttaði sig skyndilega á því að það var maður sem hann sá berjast fyrir lífi sínu í tjörninni og leigubílstjórinn snarstoppaði ofan á brúnni yfir Skothúsvegi. Leigubílstjórinn hringdi undir eins á lögregluna en Andri hljóp niður á ísinn til þess að aðstoða piltinn sem átti í gríðarlegum erfiðleikum með að halda sér á floti. Hann var orðinn mjög þrekaður og við það að gefast upp. Andri Vilbergsson drýgði hetjudáð um helgina þegar hann bjargaði nítján ára pilti frá drukknun. Stuttu eftir að Andra bar að kom annar maður sem Andri segir að hafi verið sjúkraliði, en hann gaf engin frekari deili á sér. Hann skreið eftir ísnum og reyndi að nálgast piltinn á meðan ísinn gaf einnig undan þunga Andra. Hann náði að fóta sig og óð þá í áttina að piltinum. „Ég var á kafi í drullu og þurfti að brjóta ísinn til þess að komast að honum," segir Andri en ísinn var frekar þunnur þar sem hann var. Pilturinn reyndi ítrekað að komast upp en gat ekki. Andri sagði honum að standa í lappirnar en hann virtist ekki geta það, eða dýpið slíkt að það var ekki mögulegt. Hugsanlega var pilturinn í losti, Andri gat ekki verið viss. „Ég sagði bara haltu áfram, haltu áfram," svarar Andri þegar hann spurður um samskiptin sín við piltinn sem var orðinn þreyttur og við það að gefast upp. Andri segir að sjúkraliðinn hafi svo náð að skríða ansi nálægt piltinum, "sennilega var ísinn eitthvað sterkari þar sem hann var," segir Andri og bætir við að það hafi verið þá sem sjúkraliðanum tókst að grípa í hendina á piltinum. Þeir náðu honum upp og báru hann á milli sín upp á veginn. „Okkur var náttúrulega skítkalt þannig við hoppuðum saman til þess að ná á okkur hita. Hann gat það allavega," segir Andri en líkamshiti piltsins fór niður í 33 gráður samkvæmt aðstandanda piltsins sem Vísir ræddi við í gær. Stuttu síðar kom lögreglan á vettvang. Þeir fluttu piltinn á sjúkrahús. Andri segir það í raun tilviljun að hann hafi séð piltinn berjast fyrir lífi sínu í tjörninni. Hann var svartklæddur að sögn Andra, „og því eiginlega algjör heppni að ég sá hann," segir bjargvætturinn Andri að lokum.Pilturinn er á batavegi að sögn aðstandanda sem Vísir ræddi við. Tengdar fréttir Féll ofan í ísilagða Reykjavíkurtjörn og drukknaði næstum því Nítján ára piltur lenti í lífshættu aðfaranótt sunnudags þegar hann ætlaði að stytta sér leið yfir Reykjavíkurtjörn samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis. 7. febrúar 2011 16:41 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Sjá meira
„Ég var á leiðinni heim með leigubíl þegar ég sá eitthvað svart út í tjörninni," segir bjargvætturinn Andri Vilbergsson, sem bjargaði lífi nítján ára pilts sem hafði verið að stytta sér leið yfir Reykjavíkurtjörn um helgina þegar ísinn brast undan honum. Pilturinn féll ofan í og þurfti að berjast fyrir lífi sínu í myrkrinu aðfaranótt sunnudags. „Í fyrstu hélt ég að ég hefði séð gæs eða eitthvað. Leigubílstjórinn hélt að þetta væri hundur," lýsir Andri, sem er 25 ára gamall nemi í iðjuþjálfun. Hann áttaði sig skyndilega á því að það var maður sem hann sá berjast fyrir lífi sínu í tjörninni og leigubílstjórinn snarstoppaði ofan á brúnni yfir Skothúsvegi. Leigubílstjórinn hringdi undir eins á lögregluna en Andri hljóp niður á ísinn til þess að aðstoða piltinn sem átti í gríðarlegum erfiðleikum með að halda sér á floti. Hann var orðinn mjög þrekaður og við það að gefast upp. Andri Vilbergsson drýgði hetjudáð um helgina þegar hann bjargaði nítján ára pilti frá drukknun. Stuttu eftir að Andra bar að kom annar maður sem Andri segir að hafi verið sjúkraliði, en hann gaf engin frekari deili á sér. Hann skreið eftir ísnum og reyndi að nálgast piltinn á meðan ísinn gaf einnig undan þunga Andra. Hann náði að fóta sig og óð þá í áttina að piltinum. „Ég var á kafi í drullu og þurfti að brjóta ísinn til þess að komast að honum," segir Andri en ísinn var frekar þunnur þar sem hann var. Pilturinn reyndi ítrekað að komast upp en gat ekki. Andri sagði honum að standa í lappirnar en hann virtist ekki geta það, eða dýpið slíkt að það var ekki mögulegt. Hugsanlega var pilturinn í losti, Andri gat ekki verið viss. „Ég sagði bara haltu áfram, haltu áfram," svarar Andri þegar hann spurður um samskiptin sín við piltinn sem var orðinn þreyttur og við það að gefast upp. Andri segir að sjúkraliðinn hafi svo náð að skríða ansi nálægt piltinum, "sennilega var ísinn eitthvað sterkari þar sem hann var," segir Andri og bætir við að það hafi verið þá sem sjúkraliðanum tókst að grípa í hendina á piltinum. Þeir náðu honum upp og báru hann á milli sín upp á veginn. „Okkur var náttúrulega skítkalt þannig við hoppuðum saman til þess að ná á okkur hita. Hann gat það allavega," segir Andri en líkamshiti piltsins fór niður í 33 gráður samkvæmt aðstandanda piltsins sem Vísir ræddi við í gær. Stuttu síðar kom lögreglan á vettvang. Þeir fluttu piltinn á sjúkrahús. Andri segir það í raun tilviljun að hann hafi séð piltinn berjast fyrir lífi sínu í tjörninni. Hann var svartklæddur að sögn Andra, „og því eiginlega algjör heppni að ég sá hann," segir bjargvætturinn Andri að lokum.Pilturinn er á batavegi að sögn aðstandanda sem Vísir ræddi við.
Tengdar fréttir Féll ofan í ísilagða Reykjavíkurtjörn og drukknaði næstum því Nítján ára piltur lenti í lífshættu aðfaranótt sunnudags þegar hann ætlaði að stytta sér leið yfir Reykjavíkurtjörn samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis. 7. febrúar 2011 16:41 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Sjá meira
Féll ofan í ísilagða Reykjavíkurtjörn og drukknaði næstum því Nítján ára piltur lenti í lífshættu aðfaranótt sunnudags þegar hann ætlaði að stytta sér leið yfir Reykjavíkurtjörn samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis. 7. febrúar 2011 16:41