Telur systur sína búa til falskar minningar um misnotkun föður síns 7. nóvember 2011 20:07 Skúli Sigurður Ólafsson. „Þetta kemur á engan hátt saman við okkar minningar,“ sagði Skúli Sigurður Ólafsson, sonur Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups, en Guðrún Ebba Ólafsdóttir hefur sakað föður sinn um að hafa misnotað sig um árabil. Mál Guðrúnar Ebbu hefur vakið landsathygli og nú síðast kom út bókin „Ekki líta undan“ þar sem hún lýsir misnotkun föður síns. Skúli, ásamt systur sinni og móður, sendu út yfirlýsingu í dag þar sem þau sögðust ekki kannast við það andrúmsloft á heimilinu sem væri lýst í bókinni. Kastljós ræddi við Skúla í kvöld þar sem hann sagðist meðal annars sannfærður um að systir sín tryði því að hún hefði verið misnotuð af föður sínum. „Systir mín er fullkomlega einlæg í því sem hún lýsir. Það er mikil sannfæring að baki orðum hennar og hún lýgur engu,“ sagði Skúli. Þegar Sigmar Guðmundsson, þáttastjórnandi spurði Skúla hvernig hann fengi það út, svaraði Skúli að hann teldi vafi á því hvort þarna væri um raunverulegar minningar að ræða. „Þetta er þekkt fyrirbæri sem kallast falskar minningar,“ sagði Skúli og lýsti fyrirbærinu þannig að falskar minningar geti orðið til hjá fólki á miðjum aldri í samtalsmeðferðum, sem getur haft þær afleiðingar að falskar minningar verða til og halda áfram að verða til. Skúli segist þó ekki vita hvort Guðrún Ebba sé að segja sannleikann. Þannig vildi Skúli ekki fullyrða að systir sín hefði ekki orðið fyrir kynferðislegri misnotkun af hálfu föður síns. Spurður út í hinar konurnar, sem kirkjan hefur meðal annars samþykkt að greiða fjárbætur vegna áreitis, sem þær urðu fyrir af hendi Ólafs, svaraði Skúli því til að hann gæti ekki dæmt í því máli. Hann harmaði það hinsvegar að þær ásakanir hefðu aldrei verið rannsakað af lögreglunni. Hann sagðist þó geta fullyrt að það heimili, sem Guðrún Ebba lýsti í bók sinni, kæmi ekki heim og saman við þá upplifun sem hann hafði. Tengdar fréttir Hafna lýsingum Guðrúnar Ebbu - standa með Ólafi Móðir Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur og systkini hennar, gera alvarlegar athugasemdir við frásögn hennar í nýútkominni bók þar sem Guðrún Ebba lýsir kynferðislegu ofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu föður síns, Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem fjölskyldan sendi fjölmiðlum fyrir stundu. 7. nóvember 2011 17:49 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Erlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira
„Þetta kemur á engan hátt saman við okkar minningar,“ sagði Skúli Sigurður Ólafsson, sonur Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups, en Guðrún Ebba Ólafsdóttir hefur sakað föður sinn um að hafa misnotað sig um árabil. Mál Guðrúnar Ebbu hefur vakið landsathygli og nú síðast kom út bókin „Ekki líta undan“ þar sem hún lýsir misnotkun föður síns. Skúli, ásamt systur sinni og móður, sendu út yfirlýsingu í dag þar sem þau sögðust ekki kannast við það andrúmsloft á heimilinu sem væri lýst í bókinni. Kastljós ræddi við Skúla í kvöld þar sem hann sagðist meðal annars sannfærður um að systir sín tryði því að hún hefði verið misnotuð af föður sínum. „Systir mín er fullkomlega einlæg í því sem hún lýsir. Það er mikil sannfæring að baki orðum hennar og hún lýgur engu,“ sagði Skúli. Þegar Sigmar Guðmundsson, þáttastjórnandi spurði Skúla hvernig hann fengi það út, svaraði Skúli að hann teldi vafi á því hvort þarna væri um raunverulegar minningar að ræða. „Þetta er þekkt fyrirbæri sem kallast falskar minningar,“ sagði Skúli og lýsti fyrirbærinu þannig að falskar minningar geti orðið til hjá fólki á miðjum aldri í samtalsmeðferðum, sem getur haft þær afleiðingar að falskar minningar verða til og halda áfram að verða til. Skúli segist þó ekki vita hvort Guðrún Ebba sé að segja sannleikann. Þannig vildi Skúli ekki fullyrða að systir sín hefði ekki orðið fyrir kynferðislegri misnotkun af hálfu föður síns. Spurður út í hinar konurnar, sem kirkjan hefur meðal annars samþykkt að greiða fjárbætur vegna áreitis, sem þær urðu fyrir af hendi Ólafs, svaraði Skúli því til að hann gæti ekki dæmt í því máli. Hann harmaði það hinsvegar að þær ásakanir hefðu aldrei verið rannsakað af lögreglunni. Hann sagðist þó geta fullyrt að það heimili, sem Guðrún Ebba lýsti í bók sinni, kæmi ekki heim og saman við þá upplifun sem hann hafði.
Tengdar fréttir Hafna lýsingum Guðrúnar Ebbu - standa með Ólafi Móðir Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur og systkini hennar, gera alvarlegar athugasemdir við frásögn hennar í nýútkominni bók þar sem Guðrún Ebba lýsir kynferðislegu ofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu föður síns, Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem fjölskyldan sendi fjölmiðlum fyrir stundu. 7. nóvember 2011 17:49 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Erlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira
Hafna lýsingum Guðrúnar Ebbu - standa með Ólafi Móðir Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur og systkini hennar, gera alvarlegar athugasemdir við frásögn hennar í nýútkominni bók þar sem Guðrún Ebba lýsir kynferðislegu ofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu föður síns, Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem fjölskyldan sendi fjölmiðlum fyrir stundu. 7. nóvember 2011 17:49