Telur systur sína búa til falskar minningar um misnotkun föður síns 7. nóvember 2011 20:07 Skúli Sigurður Ólafsson. „Þetta kemur á engan hátt saman við okkar minningar,“ sagði Skúli Sigurður Ólafsson, sonur Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups, en Guðrún Ebba Ólafsdóttir hefur sakað föður sinn um að hafa misnotað sig um árabil. Mál Guðrúnar Ebbu hefur vakið landsathygli og nú síðast kom út bókin „Ekki líta undan“ þar sem hún lýsir misnotkun föður síns. Skúli, ásamt systur sinni og móður, sendu út yfirlýsingu í dag þar sem þau sögðust ekki kannast við það andrúmsloft á heimilinu sem væri lýst í bókinni. Kastljós ræddi við Skúla í kvöld þar sem hann sagðist meðal annars sannfærður um að systir sín tryði því að hún hefði verið misnotuð af föður sínum. „Systir mín er fullkomlega einlæg í því sem hún lýsir. Það er mikil sannfæring að baki orðum hennar og hún lýgur engu,“ sagði Skúli. Þegar Sigmar Guðmundsson, þáttastjórnandi spurði Skúla hvernig hann fengi það út, svaraði Skúli að hann teldi vafi á því hvort þarna væri um raunverulegar minningar að ræða. „Þetta er þekkt fyrirbæri sem kallast falskar minningar,“ sagði Skúli og lýsti fyrirbærinu þannig að falskar minningar geti orðið til hjá fólki á miðjum aldri í samtalsmeðferðum, sem getur haft þær afleiðingar að falskar minningar verða til og halda áfram að verða til. Skúli segist þó ekki vita hvort Guðrún Ebba sé að segja sannleikann. Þannig vildi Skúli ekki fullyrða að systir sín hefði ekki orðið fyrir kynferðislegri misnotkun af hálfu föður síns. Spurður út í hinar konurnar, sem kirkjan hefur meðal annars samþykkt að greiða fjárbætur vegna áreitis, sem þær urðu fyrir af hendi Ólafs, svaraði Skúli því til að hann gæti ekki dæmt í því máli. Hann harmaði það hinsvegar að þær ásakanir hefðu aldrei verið rannsakað af lögreglunni. Hann sagðist þó geta fullyrt að það heimili, sem Guðrún Ebba lýsti í bók sinni, kæmi ekki heim og saman við þá upplifun sem hann hafði. Tengdar fréttir Hafna lýsingum Guðrúnar Ebbu - standa með Ólafi Móðir Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur og systkini hennar, gera alvarlegar athugasemdir við frásögn hennar í nýútkominni bók þar sem Guðrún Ebba lýsir kynferðislegu ofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu föður síns, Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem fjölskyldan sendi fjölmiðlum fyrir stundu. 7. nóvember 2011 17:49 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Sjá meira
„Þetta kemur á engan hátt saman við okkar minningar,“ sagði Skúli Sigurður Ólafsson, sonur Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups, en Guðrún Ebba Ólafsdóttir hefur sakað föður sinn um að hafa misnotað sig um árabil. Mál Guðrúnar Ebbu hefur vakið landsathygli og nú síðast kom út bókin „Ekki líta undan“ þar sem hún lýsir misnotkun föður síns. Skúli, ásamt systur sinni og móður, sendu út yfirlýsingu í dag þar sem þau sögðust ekki kannast við það andrúmsloft á heimilinu sem væri lýst í bókinni. Kastljós ræddi við Skúla í kvöld þar sem hann sagðist meðal annars sannfærður um að systir sín tryði því að hún hefði verið misnotuð af föður sínum. „Systir mín er fullkomlega einlæg í því sem hún lýsir. Það er mikil sannfæring að baki orðum hennar og hún lýgur engu,“ sagði Skúli. Þegar Sigmar Guðmundsson, þáttastjórnandi spurði Skúla hvernig hann fengi það út, svaraði Skúli að hann teldi vafi á því hvort þarna væri um raunverulegar minningar að ræða. „Þetta er þekkt fyrirbæri sem kallast falskar minningar,“ sagði Skúli og lýsti fyrirbærinu þannig að falskar minningar geti orðið til hjá fólki á miðjum aldri í samtalsmeðferðum, sem getur haft þær afleiðingar að falskar minningar verða til og halda áfram að verða til. Skúli segist þó ekki vita hvort Guðrún Ebba sé að segja sannleikann. Þannig vildi Skúli ekki fullyrða að systir sín hefði ekki orðið fyrir kynferðislegri misnotkun af hálfu föður síns. Spurður út í hinar konurnar, sem kirkjan hefur meðal annars samþykkt að greiða fjárbætur vegna áreitis, sem þær urðu fyrir af hendi Ólafs, svaraði Skúli því til að hann gæti ekki dæmt í því máli. Hann harmaði það hinsvegar að þær ásakanir hefðu aldrei verið rannsakað af lögreglunni. Hann sagðist þó geta fullyrt að það heimili, sem Guðrún Ebba lýsti í bók sinni, kæmi ekki heim og saman við þá upplifun sem hann hafði.
Tengdar fréttir Hafna lýsingum Guðrúnar Ebbu - standa með Ólafi Móðir Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur og systkini hennar, gera alvarlegar athugasemdir við frásögn hennar í nýútkominni bók þar sem Guðrún Ebba lýsir kynferðislegu ofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu föður síns, Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem fjölskyldan sendi fjölmiðlum fyrir stundu. 7. nóvember 2011 17:49 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Sjá meira
Hafna lýsingum Guðrúnar Ebbu - standa með Ólafi Móðir Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur og systkini hennar, gera alvarlegar athugasemdir við frásögn hennar í nýútkominni bók þar sem Guðrún Ebba lýsir kynferðislegu ofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu föður síns, Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem fjölskyldan sendi fjölmiðlum fyrir stundu. 7. nóvember 2011 17:49