Kokhraustir án Frusciante 25. ágúst 2011 14:30 á tónleikum Red Hot Chili Peppers á tónleikum í Hollywood síðastliðinn mánudag. Tíunda hljóðversplata sveitarinnar er á leiðinni.nordicphotos/getty Tíunda hljóðversplata Red Hot Chili Peppers kemur út á mánudaginn. Josh Klinghoffer hefur tekið við gítarleiknum af hinum óútreiknanlega John Frusciante. Fyrsta plata Red Hot Chili Peppers í fimm ár, I‘m With You, kemur út á mánudaginn. Eftir tveggja ára hlé þar sem Flea stundaði tónlistarnám í Kaliforníu og Kiedis einbeitti sér að nýfæddum syni sínum, hófust upptökur í september í fyrra með Rick Rubin við stjórnvölinn. I"m With You er fyrsta plata Kaliforníu-fönkaranna í fimmtán ár án gítarleikarans óútreiknanlega Johns Frusciante, sem ákvað að segja skilið við bandið í annað sinn. Margir óttast að það sama gerist nú og gerðist síðast þegar Frusciante hætti. Þá gaf út sveitin út hina misheppnuðu One Hot Minute með Dave Navarro á gítarnum en miðað við smáskífulagið The Adventures of Rain Dance og fleiri lög þurfa aðdáendur Chili Peppers ekkert að óttast. Tónlistin hefur lítið breyst og þrátt fyrir að Frusciante hafi átt stóran þátt í vinsældum sveitarinnar virðist hinn ungi Josh Klinghoffer hafa það sem til þarf. I"m With You er tíunda hljóðversplata Red Hot Chili Peppers. Hljómsveitin var stofnuð 1983 af Anthony Kiedis, gítarleikaranum Hillel Slovak (sem lést úr ofneyslu heróíns 1988), Flea og trommaranum Jack Irons. Fyrsta platan, samnefnd sveitinni, kom út 1984. Þrátt fyrir að hún hafi ekki selst vel fékk hún ágæta spilun í bandaríska háskólaútvarpinu. Næsta plata, Freaky Styley, gerði lítið til að auka vinsældir strákanna en sú næsta, The Uplift Mofo Party Plan, varð sú fyrsta til að ná inn á vinsældalista. Fjórða platan Mothers Milk, með nýliðann Frusciante um borð, vakti enn meiri athygli á sveitinni, enda var lögð meiri áhersla á melódíur en taktfast fönkið. Eftir útgáfu Blood Sugar Sex Magik 1991 fóru hjól piparsveinanna að snúast fyrir alvöru og Kiedes og félagar öðluðust heimsfrægð með lögunum Under the Bridge og Give It Away. Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim tuttugu árum sem eru liðin síðan þá. Chili Peppers hefur selt yfir sextíu milljónir platna, unnið sex Grammy-verðlaun og ekki sér fyrir endann á vinsældunum þrátt fyrir brotthvarf Frusciante. En hvernig hljómar svo nýja platan? Aðdáendur sveitarinnar, sem hafa getað hlustað á plötuna á heimasíðu sveitarinnar síðustu daga, virðast nokkuð sáttir. Ráða má af viðbrögðum þeirra að I"m With You sé stútfull af flottum lögum þó platan sé alls ekki gallalaus. Stóru tónlistarblöðin Uncut og Q virðast sama sinnis. Hvort um sig gefur plötunni þrjár stjörnur af fimm mögulegum. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Stjörnulífið: Stórafmæli, Macbeth og barnasturtur Lífið Eru geimverur meðal okkar? Lífið samstarf Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
Tíunda hljóðversplata Red Hot Chili Peppers kemur út á mánudaginn. Josh Klinghoffer hefur tekið við gítarleiknum af hinum óútreiknanlega John Frusciante. Fyrsta plata Red Hot Chili Peppers í fimm ár, I‘m With You, kemur út á mánudaginn. Eftir tveggja ára hlé þar sem Flea stundaði tónlistarnám í Kaliforníu og Kiedis einbeitti sér að nýfæddum syni sínum, hófust upptökur í september í fyrra með Rick Rubin við stjórnvölinn. I"m With You er fyrsta plata Kaliforníu-fönkaranna í fimmtán ár án gítarleikarans óútreiknanlega Johns Frusciante, sem ákvað að segja skilið við bandið í annað sinn. Margir óttast að það sama gerist nú og gerðist síðast þegar Frusciante hætti. Þá gaf út sveitin út hina misheppnuðu One Hot Minute með Dave Navarro á gítarnum en miðað við smáskífulagið The Adventures of Rain Dance og fleiri lög þurfa aðdáendur Chili Peppers ekkert að óttast. Tónlistin hefur lítið breyst og þrátt fyrir að Frusciante hafi átt stóran þátt í vinsældum sveitarinnar virðist hinn ungi Josh Klinghoffer hafa það sem til þarf. I"m With You er tíunda hljóðversplata Red Hot Chili Peppers. Hljómsveitin var stofnuð 1983 af Anthony Kiedis, gítarleikaranum Hillel Slovak (sem lést úr ofneyslu heróíns 1988), Flea og trommaranum Jack Irons. Fyrsta platan, samnefnd sveitinni, kom út 1984. Þrátt fyrir að hún hafi ekki selst vel fékk hún ágæta spilun í bandaríska háskólaútvarpinu. Næsta plata, Freaky Styley, gerði lítið til að auka vinsældir strákanna en sú næsta, The Uplift Mofo Party Plan, varð sú fyrsta til að ná inn á vinsældalista. Fjórða platan Mothers Milk, með nýliðann Frusciante um borð, vakti enn meiri athygli á sveitinni, enda var lögð meiri áhersla á melódíur en taktfast fönkið. Eftir útgáfu Blood Sugar Sex Magik 1991 fóru hjól piparsveinanna að snúast fyrir alvöru og Kiedes og félagar öðluðust heimsfrægð með lögunum Under the Bridge og Give It Away. Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim tuttugu árum sem eru liðin síðan þá. Chili Peppers hefur selt yfir sextíu milljónir platna, unnið sex Grammy-verðlaun og ekki sér fyrir endann á vinsældunum þrátt fyrir brotthvarf Frusciante. En hvernig hljómar svo nýja platan? Aðdáendur sveitarinnar, sem hafa getað hlustað á plötuna á heimasíðu sveitarinnar síðustu daga, virðast nokkuð sáttir. Ráða má af viðbrögðum þeirra að I"m With You sé stútfull af flottum lögum þó platan sé alls ekki gallalaus. Stóru tónlistarblöðin Uncut og Q virðast sama sinnis. Hvort um sig gefur plötunni þrjár stjörnur af fimm mögulegum. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Stjörnulífið: Stórafmæli, Macbeth og barnasturtur Lífið Eru geimverur meðal okkar? Lífið samstarf Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira