Engin hljóðfæri í stúkunni á KR-vellinum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. ágúst 2011 08:00 Án Stuðsveitarinnar Eyjamenn verða að spjara sig án Stalla-Hú í kvöld. Fréttablaðið/Anton Reiknað er með góðri mætingu á KR-völlinn í kvöld en ljóst að áhorfendur verða að láta hendur og raddbönd nægja til þess að styðja sín lið. Á KR-vellinum ríkir hljóðfærabann sem þýðir að meðlimir stuðningsbands ÍBV, Stalla-Hú, þurfa að skilja hljóðfæri sín eftir heima. „Auðvitað er það leiðinlegt en þetta er þeirra völlur og maður skilur þetta. Það er samt kaldhæðnislegt að banna hljóðfæri í Frostaskjólinu og samt er tónlistarskóli í íþróttahúsinu þeirra. Við fylgjum öllum reglum en þetta er hluti af stemningunni. Flest lið eru með trommur eða lúðra en KR-ingarnir vilja banna þetta,“ segir Skapti Örn Ólafsson, forsprakki Stalla-Hú. „Við vorum að grínast með það að Miðjan [stuðningsmenn KR] væri hrædd um að tapa stúkunni. Þeir eru bara í einhverju miðjumoði á meðan við sækjum fram með hljómsveitinni okkar,“ bætir Skapti við í léttum dúr. Jónas Kristinsson, framkvæmdastjóri KR, segir félagið hafa tekið þessa ákvörðun fyrir nokkrum árum þegar hinn almenni stuðningsmaður var farinn að kvarta yfir trommuslætti og öðrum ófögnuði á leikjum. Hann segir engan ákveðinn leik hafa fyllt mælinn. „Nei, ekkert svoleiðis. Við ákváðum þetta bara fyrir tímabilið 2008 eða 2009 að það væri komið nóg af tónleikum. Menn yrðu bara að nota röddina og það höfum við gert síðari ár. Við vorum með trommur í miðri stúkunni en hættum því í leiðinni. Við látum jafnt yfir alla ganga,“ segir Jónas. „Það er leiðinlegt að geta ekki farið með bandið okkar á stærsta og flottasta völl á Íslandi. En við mætum hvítklæddir og hvetjum okkar lið,“ segir Skapti. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Reiknað er með góðri mætingu á KR-völlinn í kvöld en ljóst að áhorfendur verða að láta hendur og raddbönd nægja til þess að styðja sín lið. Á KR-vellinum ríkir hljóðfærabann sem þýðir að meðlimir stuðningsbands ÍBV, Stalla-Hú, þurfa að skilja hljóðfæri sín eftir heima. „Auðvitað er það leiðinlegt en þetta er þeirra völlur og maður skilur þetta. Það er samt kaldhæðnislegt að banna hljóðfæri í Frostaskjólinu og samt er tónlistarskóli í íþróttahúsinu þeirra. Við fylgjum öllum reglum en þetta er hluti af stemningunni. Flest lið eru með trommur eða lúðra en KR-ingarnir vilja banna þetta,“ segir Skapti Örn Ólafsson, forsprakki Stalla-Hú. „Við vorum að grínast með það að Miðjan [stuðningsmenn KR] væri hrædd um að tapa stúkunni. Þeir eru bara í einhverju miðjumoði á meðan við sækjum fram með hljómsveitinni okkar,“ bætir Skapti við í léttum dúr. Jónas Kristinsson, framkvæmdastjóri KR, segir félagið hafa tekið þessa ákvörðun fyrir nokkrum árum þegar hinn almenni stuðningsmaður var farinn að kvarta yfir trommuslætti og öðrum ófögnuði á leikjum. Hann segir engan ákveðinn leik hafa fyllt mælinn. „Nei, ekkert svoleiðis. Við ákváðum þetta bara fyrir tímabilið 2008 eða 2009 að það væri komið nóg af tónleikum. Menn yrðu bara að nota röddina og það höfum við gert síðari ár. Við vorum með trommur í miðri stúkunni en hættum því í leiðinni. Við látum jafnt yfir alla ganga,“ segir Jónas. „Það er leiðinlegt að geta ekki farið með bandið okkar á stærsta og flottasta völl á Íslandi. En við mætum hvítklæddir og hvetjum okkar lið,“ segir Skapti.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira