Lífið

Sandler skotinn niður

Adam Sandler fær skelfilega dóma fyrir kvikmynd sína Jack & Jill.
Adam Sandler fær skelfilega dóma fyrir kvikmynd sína Jack & Jill.
Nýjasta kvikmynd Adams Sandler, Jack and Jill, hefur verið harðlega gagnrýnd vestanhafs af bandarískum kvikmyndagagnrýnendum en leikarinn hefur ekki alltaf átt góðu gengi að fagna hjá þeim. Nú þykir hann hins vegar hafa náð botninum og er myndinni lýst sem kvikmyndalegum geðhvörfum. Sandler leikur bæði aðalhlutverkin í myndinni, tvíburasystkinin Jack og Jill. Þrátt fyrir að myndin skarti einnig röddum frá Johnny Depp og Al Pacino nægir það ekki til að bjarga Sandler, sem fær því á baukinn hjá bandarísku pressunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.