Skinner kveður The Streets 6. janúar 2011 15:30 Mike Skinner er maðurinn á bak við The Streets, sem gefur út sína fimmtu og síðustu plötu í næsta mánuði. nordicphotos/getty Fimmta og síðasta plata The Streets, Computers and Blues, er væntanleg í næsta mánuði. Forsprakkinn Mike Skinner er orðinn þreyttur á bandinu og vill feta nýjar slóðir í lífinu. Mike Skinner, maðurinn á bak við The Streets, hefur lýst því yfir að næsta plata sveitarinnar, Computers and Blues, verði sú síðasta. Hún kemur út í næsta mánuði og verður sú fimmta sem The Streets gerir fyrir útgáfufyrirtækið Warner. Þrátt fyrir miklar vinsældir undanfarin tíu ár er Skinner búinn að fá nóg og ætlar að snúa sér að öðrum verkefnum. „Ég hef verið að þessu í tíu ár og hef reynt að gera eitthvað alveg nýtt á hverri plötu. Sumar hafa fengið frábærar viðtökur en aðrar ekki og núna er ég uppiskroppa með efni,“ sagði Skinner í viðtali við breska sunnudagsblaðið The Observer og bætti því við að þetta væri síðasta stóra viðtalið sem hann myndi gefa. Hinn 32 ára Skinner sló í gegn með fyrstu plötu sinni Original Pirate Material árið 2002. Þar blés hann ferskum vindum inn í hiphop-heiminn með öðruvísi, sér-breskum hljómi þar sem hann söng á skondinn hátt um líf sitt á götum ensku borgarinnar Birmingham. Biðraðir eftir kebab-skyndibita, grasreykingar og kvennafar komu meðal annars við sögu. „Ég get ekki notfært mér dramatíkina í kringum morð og ofbeldi eins og rappið gerir. Þess vegna reyni ég að búa til eitthvað dramatískt úr engu,“ sagði Skinner um textagerð sína. Önnur plata The Streets, A Grand Don’t Come for Free, hlaut einnig góðar viðtökur og sér í lagi smáskífulagið Dry Your Eyes. Platan fór á toppinn í Bretlandi, rétt eins og sú næsta, The Hardest Way to Make an Easy Living. Síðasta plata The Streets, Everything Is Borrowed, náði á hinn bóginn aðeins sjöunda sætinu í Bretlandi, þó svo að viðtökur gagnrýnenda hafi verið fremur jákvæðar. Núna er svo komið að Skinner vill breyta til, leggja The Streets á hilluna og gera eitthvað allt annað. „Ég hef ekki áhuga á The Streets lengur. Ég hefði átt að breyta til fyrir löngu,“ sagði hann og bætti við að með nýju plötunni væri hann að kveðja fyrirtækið Warner. „Ég skrifaði undir fimm platna samning. Það hefði verið asnalegt að hætta með The Streets eftir fjórðu plötuna og gera síðan eina í viðbót bara til að uppfylla samninginn.“ Computers and Blues þykir á meðal hans bestu verka og lítur því allt út fyrir að The Streets muni hverfa af sjónarsviðinu með stæl en um leið mikilli eftirsjá tónlistaráhugamanna. freyr@frettabladid.is Mest lesið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
Fimmta og síðasta plata The Streets, Computers and Blues, er væntanleg í næsta mánuði. Forsprakkinn Mike Skinner er orðinn þreyttur á bandinu og vill feta nýjar slóðir í lífinu. Mike Skinner, maðurinn á bak við The Streets, hefur lýst því yfir að næsta plata sveitarinnar, Computers and Blues, verði sú síðasta. Hún kemur út í næsta mánuði og verður sú fimmta sem The Streets gerir fyrir útgáfufyrirtækið Warner. Þrátt fyrir miklar vinsældir undanfarin tíu ár er Skinner búinn að fá nóg og ætlar að snúa sér að öðrum verkefnum. „Ég hef verið að þessu í tíu ár og hef reynt að gera eitthvað alveg nýtt á hverri plötu. Sumar hafa fengið frábærar viðtökur en aðrar ekki og núna er ég uppiskroppa með efni,“ sagði Skinner í viðtali við breska sunnudagsblaðið The Observer og bætti því við að þetta væri síðasta stóra viðtalið sem hann myndi gefa. Hinn 32 ára Skinner sló í gegn með fyrstu plötu sinni Original Pirate Material árið 2002. Þar blés hann ferskum vindum inn í hiphop-heiminn með öðruvísi, sér-breskum hljómi þar sem hann söng á skondinn hátt um líf sitt á götum ensku borgarinnar Birmingham. Biðraðir eftir kebab-skyndibita, grasreykingar og kvennafar komu meðal annars við sögu. „Ég get ekki notfært mér dramatíkina í kringum morð og ofbeldi eins og rappið gerir. Þess vegna reyni ég að búa til eitthvað dramatískt úr engu,“ sagði Skinner um textagerð sína. Önnur plata The Streets, A Grand Don’t Come for Free, hlaut einnig góðar viðtökur og sér í lagi smáskífulagið Dry Your Eyes. Platan fór á toppinn í Bretlandi, rétt eins og sú næsta, The Hardest Way to Make an Easy Living. Síðasta plata The Streets, Everything Is Borrowed, náði á hinn bóginn aðeins sjöunda sætinu í Bretlandi, þó svo að viðtökur gagnrýnenda hafi verið fremur jákvæðar. Núna er svo komið að Skinner vill breyta til, leggja The Streets á hilluna og gera eitthvað allt annað. „Ég hef ekki áhuga á The Streets lengur. Ég hefði átt að breyta til fyrir löngu,“ sagði hann og bætti við að með nýju plötunni væri hann að kveðja fyrirtækið Warner. „Ég skrifaði undir fimm platna samning. Það hefði verið asnalegt að hætta með The Streets eftir fjórðu plötuna og gera síðan eina í viðbót bara til að uppfylla samninginn.“ Computers and Blues þykir á meðal hans bestu verka og lítur því allt út fyrir að The Streets muni hverfa af sjónarsviðinu með stæl en um leið mikilli eftirsjá tónlistaráhugamanna. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira