Íslenski boltinn

Keflavík vann fótbolti.net-mótið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Willum er búinn að vinna titil með Keflavík í ár.
Willum er búinn að vinna titil með Keflavík í ár.

Keflavík tryggði sér í gær sigur á fótbolta.net-mótinu sem haldið var í fyrsta skipti. Keflavík lagði ÍBV í úrslitaleik.

Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1 en Andrí Ólafsson kom ÍBV yfir en Haraldur Guðmundsson jafnaði leikinn.

Keflavík vann aftur á móti vítaspyrnukeppnina, 3-2, og er því fyrsti sigurvegari þessa móts sem stefnt er á að festi sig í sessi á næstu árum.

Það var Grétar Ólafur Hjartarson sem skoraði úr síðustu spyrnu Keflavíkur en hann er kominn til félagsins frá Grindavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×