Tónleikum Rihönnu frestað - "Þetta var tilfinningalegur rússíbani" Boði Logason skrifar 31. október 2011 23:08 Hildur Guðný flaug út til Danmerkur fyrir helgi til þess að fara á tónleika með Rihönnu í kvöld. Þeim var frestað vegna veikinda stjörnunnar. Fjölmargir Íslendingar eru í sömu sporum. Samsett mynd/Vísir.is „Það var mikið af yngri stelpum þarna með mömmum sínum sem voru alveg hágrátandi," segir Hildur Guðný Káradóttir, háskólanemi, sem flaug af landi brott fyrir helgi til þess að fara á tónleika með söngkonunni Rihönnu í Malmö í Svíþjóð í kvöld. Þegar hún mætti á svæðið, ásamt vinkonum sínum, var þeim tjáð að tónleikunum hefði verið aflýst vegna veikinda hjá Rihönnu. „Við tókum lestina frá Kaupmannahöfn og vorum orðnar rosalega spenntar. Við komum upp rúllustigann og sáum tónleikahöllina upplýsta. Þegar við löbbuðum upp og ætluðum að fara í röðina til þess að láta rífa af miðunum stendur þar maður með gjallarhorn og segir að tónleikunum hafi verið aflýst," segir Hildur Guðný. „Þetta var tilfinningalegur rússíbani, það komu alveg nokkur tár og svona," segir hún. Hún segir að það hafi ekki verið gert með neinum fyrirvara og þúsundir aðdáenda söngkonunnar hafi staðið svekktir fyrir utan höllina. „Það var mikið af fólki sem var mjög pirrað og var kannski búið að ferðast langar vegalengdir í lestum og bílum," segir hún. Margir Íslendingar voru staddir fyrir utan tónleikahöllina segir Hildur Guðný og bendir á að hún hafi heyrt íslensku út um allt. Hún þekki til margra Íslendinga sem hafi keypt sér miða á tónleikana og flogið út til Svíþjóðar eða Danmerkur um helgina bara til þess að sjá söngkonuna með eigin augum. Hún segist fá miðann endurgreiddan en hún flýgur heim á morgun. „Peningarnir skipta ekki máli, okkur langaði bara að sjá tónleikana. Við erum alveg búnar að eiga góða helgi en tónleikarnir voru aðalástæðan að við komum hingað, þetta er því frekar leiðinlegt," segir hún. Síðar í kvöld var tilkynnt að Rihanna muni halda aðra tónleika í Malmö en ekki var sagt nánar hvenær það verður. Þá bað söngkonan aðdáendur sína afsökunar á Twitter-síðu sinni í kvöld en hún var lögð inn á sjúkrahús fyrr í dag með flensu. Hildur Guðný snýr því aftur heim til Íslands án þess að hafa séð Rihönnu, og verður því eflaust að láta myndbönd af tónleikum hennar á Youtube.com nægja að sinni. Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira
„Það var mikið af yngri stelpum þarna með mömmum sínum sem voru alveg hágrátandi," segir Hildur Guðný Káradóttir, háskólanemi, sem flaug af landi brott fyrir helgi til þess að fara á tónleika með söngkonunni Rihönnu í Malmö í Svíþjóð í kvöld. Þegar hún mætti á svæðið, ásamt vinkonum sínum, var þeim tjáð að tónleikunum hefði verið aflýst vegna veikinda hjá Rihönnu. „Við tókum lestina frá Kaupmannahöfn og vorum orðnar rosalega spenntar. Við komum upp rúllustigann og sáum tónleikahöllina upplýsta. Þegar við löbbuðum upp og ætluðum að fara í röðina til þess að láta rífa af miðunum stendur þar maður með gjallarhorn og segir að tónleikunum hafi verið aflýst," segir Hildur Guðný. „Þetta var tilfinningalegur rússíbani, það komu alveg nokkur tár og svona," segir hún. Hún segir að það hafi ekki verið gert með neinum fyrirvara og þúsundir aðdáenda söngkonunnar hafi staðið svekktir fyrir utan höllina. „Það var mikið af fólki sem var mjög pirrað og var kannski búið að ferðast langar vegalengdir í lestum og bílum," segir hún. Margir Íslendingar voru staddir fyrir utan tónleikahöllina segir Hildur Guðný og bendir á að hún hafi heyrt íslensku út um allt. Hún þekki til margra Íslendinga sem hafi keypt sér miða á tónleikana og flogið út til Svíþjóðar eða Danmerkur um helgina bara til þess að sjá söngkonuna með eigin augum. Hún segist fá miðann endurgreiddan en hún flýgur heim á morgun. „Peningarnir skipta ekki máli, okkur langaði bara að sjá tónleikana. Við erum alveg búnar að eiga góða helgi en tónleikarnir voru aðalástæðan að við komum hingað, þetta er því frekar leiðinlegt," segir hún. Síðar í kvöld var tilkynnt að Rihanna muni halda aðra tónleika í Malmö en ekki var sagt nánar hvenær það verður. Þá bað söngkonan aðdáendur sína afsökunar á Twitter-síðu sinni í kvöld en hún var lögð inn á sjúkrahús fyrr í dag með flensu. Hildur Guðný snýr því aftur heim til Íslands án þess að hafa séð Rihönnu, og verður því eflaust að láta myndbönd af tónleikum hennar á Youtube.com nægja að sinni.
Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira