Íbúar á Hofsósi þurfa að sækja þjónustu á Sauðárkrók Boði Logason skrifar 6. desember 2011 11:00 Íbúar á Hofsósi þurfa að fara á Sauðárkrók til þess að borga reikninga og taka út pening. Þá þurfa þeir einnig að gera sér ferð þangað til þess að versla í matinn því kaupfélagið brann síðastliðið vor. mynd/GVA „Það er svo erfitt fyrir okkur að fá svör,“ segir Páll Birgir Óskarsson, sauðfjárbóndi á Skuggabjörgum í Skagafirði. Íbúar á Hofsósi eru án banka og þá brann kaupfélagið síðastliðið vor og sækja nú íbúar nauðsynjavörur í bráðabirgðahúsnæði sem björgunarsveitin í bænum á. Til þess að versla almennilega í matinn og borga reikninga þurfa íbúar að keyra á Sauðárkrók, en vegurinn þangað er í kringum 40 kílómetrar. Í vor kviknaði í kaupfélaginu í bænum út frá fyrstiskáp og þurfti að loka því og hreinsa allt út. Forsvarsmenn kaupfélagsins brugðu því á það ráð að fá lánað húsnæði hjá björgunarsveitinni tímabundið til þess að selja nauðsynjavörur. „Okkur var lofað því að þetta yrði klárt fyrir september/október. Það versta við þetta er að við höfum aldrei heyrt frá þeim síðan í vor, maður hefur heyrt útundan sér að það sé verið að vinna í þessu en ekki meira en það,“ segir Páll Birgir.Tvær langlokur í kaupfélaginu Íbúar á svæðinu, sem eru í kringum 300, þurfa því að keyra yfir 40 kílómetra langan spöl á Sauðárkrók til þess að versla í matinn. „Við þurfum að gera það ef við þurfum að kaupa eitthvað meira en mjólk og svoleiðis. Það er lítið vöruúrval á Hofsósi, bara þessar algengu matvörur, en ekki nema brot af því sem var í kaupfélaginu áður en það brann. Það kemur bíll tvisvar í viku með vörur til okkar og í sumar þegar það var mikið af ferðamönnum hérna þá voru sumir hlutir bara ekki til. Þá þurfti oft einhver starfsstúlka í búðinni að fara á Krókinn til þess að ná í það sem vantaði,“ segir Páll Birgir og bendir á að stundum voru bara til tvær langlokur í kaupfélaginu jafnvel þótt að það hafi verið pantaðar tíu. „Það var örugglega ekki meira til eða að við fengum þær gömlu úr búðinni á Króknum.“ En þetta er ekki það eina sem er að plaga íbúa á Hofsósi því þar er heldur enginn banki og á eldra fólkið erfitt með að fara á Sauðárkrók til þess að útrétta. „Útibúinu var lokað í sumar og þar var hraðbanki í forstofunni en þegar það rigndi var hann ónothæfur. Um daginn var hann færður upp í húsnæðið til björgunarsveitarinnar og þar stendur hann út á miðju gólfi ótengdur,“ segir Páll Birgir og bendir á að íbúar séu að taka umfram á kortinu í búðinni til þess að eiga smá pening. „Hraðbankinn átti að bjarga öllu, það er verst að það sé ekki hægt að borga reikningana í honum.“Skiptu á milli sín Fréttablaðinu Íbúar þurfa því að fara á Sauðárkrók til að borga reikninga. „Maður myndi sleppa því ef þetta væri eins og þetta var áður fyrr. En það er mikið af eldra fólki hérna sem á erfitt með að sækja þjónustu á Krókinn,“ segir hann en hrósar þó Vegagerðinni sem sér til þess að búið sé að ryðja veginn á milli Hofsósar og Sauðárkrók. Páll Birgir nefnir líka að ekkert Fréttablaðið berist í bæinn, einungis Mogginn. „Við höfum fengið eitt blað sem sá sem keyrir á milli Siglufjarðar og Sauðárkróks skildi alltaf eftir í Kaupfélaginu áður en það brann. Þar var eitt blað sem menn skiptu á milli sín á meðan þeir drukku kaffið á kaffistofunni í Kaupfélaginu,“ segir hann. „Menn keyptu alltaf Fréttablaðið þegar það var í sölu hérna á Hofsósi.“ Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
„Það er svo erfitt fyrir okkur að fá svör,“ segir Páll Birgir Óskarsson, sauðfjárbóndi á Skuggabjörgum í Skagafirði. Íbúar á Hofsósi eru án banka og þá brann kaupfélagið síðastliðið vor og sækja nú íbúar nauðsynjavörur í bráðabirgðahúsnæði sem björgunarsveitin í bænum á. Til þess að versla almennilega í matinn og borga reikninga þurfa íbúar að keyra á Sauðárkrók, en vegurinn þangað er í kringum 40 kílómetrar. Í vor kviknaði í kaupfélaginu í bænum út frá fyrstiskáp og þurfti að loka því og hreinsa allt út. Forsvarsmenn kaupfélagsins brugðu því á það ráð að fá lánað húsnæði hjá björgunarsveitinni tímabundið til þess að selja nauðsynjavörur. „Okkur var lofað því að þetta yrði klárt fyrir september/október. Það versta við þetta er að við höfum aldrei heyrt frá þeim síðan í vor, maður hefur heyrt útundan sér að það sé verið að vinna í þessu en ekki meira en það,“ segir Páll Birgir.Tvær langlokur í kaupfélaginu Íbúar á svæðinu, sem eru í kringum 300, þurfa því að keyra yfir 40 kílómetra langan spöl á Sauðárkrók til þess að versla í matinn. „Við þurfum að gera það ef við þurfum að kaupa eitthvað meira en mjólk og svoleiðis. Það er lítið vöruúrval á Hofsósi, bara þessar algengu matvörur, en ekki nema brot af því sem var í kaupfélaginu áður en það brann. Það kemur bíll tvisvar í viku með vörur til okkar og í sumar þegar það var mikið af ferðamönnum hérna þá voru sumir hlutir bara ekki til. Þá þurfti oft einhver starfsstúlka í búðinni að fara á Krókinn til þess að ná í það sem vantaði,“ segir Páll Birgir og bendir á að stundum voru bara til tvær langlokur í kaupfélaginu jafnvel þótt að það hafi verið pantaðar tíu. „Það var örugglega ekki meira til eða að við fengum þær gömlu úr búðinni á Króknum.“ En þetta er ekki það eina sem er að plaga íbúa á Hofsósi því þar er heldur enginn banki og á eldra fólkið erfitt með að fara á Sauðárkrók til þess að útrétta. „Útibúinu var lokað í sumar og þar var hraðbanki í forstofunni en þegar það rigndi var hann ónothæfur. Um daginn var hann færður upp í húsnæðið til björgunarsveitarinnar og þar stendur hann út á miðju gólfi ótengdur,“ segir Páll Birgir og bendir á að íbúar séu að taka umfram á kortinu í búðinni til þess að eiga smá pening. „Hraðbankinn átti að bjarga öllu, það er verst að það sé ekki hægt að borga reikningana í honum.“Skiptu á milli sín Fréttablaðinu Íbúar þurfa því að fara á Sauðárkrók til að borga reikninga. „Maður myndi sleppa því ef þetta væri eins og þetta var áður fyrr. En það er mikið af eldra fólki hérna sem á erfitt með að sækja þjónustu á Krókinn,“ segir hann en hrósar þó Vegagerðinni sem sér til þess að búið sé að ryðja veginn á milli Hofsósar og Sauðárkrók. Páll Birgir nefnir líka að ekkert Fréttablaðið berist í bæinn, einungis Mogginn. „Við höfum fengið eitt blað sem sá sem keyrir á milli Siglufjarðar og Sauðárkróks skildi alltaf eftir í Kaupfélaginu áður en það brann. Þar var eitt blað sem menn skiptu á milli sín á meðan þeir drukku kaffið á kaffistofunni í Kaupfélaginu,“ segir hann. „Menn keyptu alltaf Fréttablaðið þegar það var í sölu hérna á Hofsósi.“
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira