Íbúar á Hofsósi þurfa að sækja þjónustu á Sauðárkrók Boði Logason skrifar 6. desember 2011 11:00 Íbúar á Hofsósi þurfa að fara á Sauðárkrók til þess að borga reikninga og taka út pening. Þá þurfa þeir einnig að gera sér ferð þangað til þess að versla í matinn því kaupfélagið brann síðastliðið vor. mynd/GVA „Það er svo erfitt fyrir okkur að fá svör,“ segir Páll Birgir Óskarsson, sauðfjárbóndi á Skuggabjörgum í Skagafirði. Íbúar á Hofsósi eru án banka og þá brann kaupfélagið síðastliðið vor og sækja nú íbúar nauðsynjavörur í bráðabirgðahúsnæði sem björgunarsveitin í bænum á. Til þess að versla almennilega í matinn og borga reikninga þurfa íbúar að keyra á Sauðárkrók, en vegurinn þangað er í kringum 40 kílómetrar. Í vor kviknaði í kaupfélaginu í bænum út frá fyrstiskáp og þurfti að loka því og hreinsa allt út. Forsvarsmenn kaupfélagsins brugðu því á það ráð að fá lánað húsnæði hjá björgunarsveitinni tímabundið til þess að selja nauðsynjavörur. „Okkur var lofað því að þetta yrði klárt fyrir september/október. Það versta við þetta er að við höfum aldrei heyrt frá þeim síðan í vor, maður hefur heyrt útundan sér að það sé verið að vinna í þessu en ekki meira en það,“ segir Páll Birgir.Tvær langlokur í kaupfélaginu Íbúar á svæðinu, sem eru í kringum 300, þurfa því að keyra yfir 40 kílómetra langan spöl á Sauðárkrók til þess að versla í matinn. „Við þurfum að gera það ef við þurfum að kaupa eitthvað meira en mjólk og svoleiðis. Það er lítið vöruúrval á Hofsósi, bara þessar algengu matvörur, en ekki nema brot af því sem var í kaupfélaginu áður en það brann. Það kemur bíll tvisvar í viku með vörur til okkar og í sumar þegar það var mikið af ferðamönnum hérna þá voru sumir hlutir bara ekki til. Þá þurfti oft einhver starfsstúlka í búðinni að fara á Krókinn til þess að ná í það sem vantaði,“ segir Páll Birgir og bendir á að stundum voru bara til tvær langlokur í kaupfélaginu jafnvel þótt að það hafi verið pantaðar tíu. „Það var örugglega ekki meira til eða að við fengum þær gömlu úr búðinni á Króknum.“ En þetta er ekki það eina sem er að plaga íbúa á Hofsósi því þar er heldur enginn banki og á eldra fólkið erfitt með að fara á Sauðárkrók til þess að útrétta. „Útibúinu var lokað í sumar og þar var hraðbanki í forstofunni en þegar það rigndi var hann ónothæfur. Um daginn var hann færður upp í húsnæðið til björgunarsveitarinnar og þar stendur hann út á miðju gólfi ótengdur,“ segir Páll Birgir og bendir á að íbúar séu að taka umfram á kortinu í búðinni til þess að eiga smá pening. „Hraðbankinn átti að bjarga öllu, það er verst að það sé ekki hægt að borga reikningana í honum.“Skiptu á milli sín Fréttablaðinu Íbúar þurfa því að fara á Sauðárkrók til að borga reikninga. „Maður myndi sleppa því ef þetta væri eins og þetta var áður fyrr. En það er mikið af eldra fólki hérna sem á erfitt með að sækja þjónustu á Krókinn,“ segir hann en hrósar þó Vegagerðinni sem sér til þess að búið sé að ryðja veginn á milli Hofsósar og Sauðárkrók. Páll Birgir nefnir líka að ekkert Fréttablaðið berist í bæinn, einungis Mogginn. „Við höfum fengið eitt blað sem sá sem keyrir á milli Siglufjarðar og Sauðárkróks skildi alltaf eftir í Kaupfélaginu áður en það brann. Þar var eitt blað sem menn skiptu á milli sín á meðan þeir drukku kaffið á kaffistofunni í Kaupfélaginu,“ segir hann. „Menn keyptu alltaf Fréttablaðið þegar það var í sölu hérna á Hofsósi.“ Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Sjá meira
„Það er svo erfitt fyrir okkur að fá svör,“ segir Páll Birgir Óskarsson, sauðfjárbóndi á Skuggabjörgum í Skagafirði. Íbúar á Hofsósi eru án banka og þá brann kaupfélagið síðastliðið vor og sækja nú íbúar nauðsynjavörur í bráðabirgðahúsnæði sem björgunarsveitin í bænum á. Til þess að versla almennilega í matinn og borga reikninga þurfa íbúar að keyra á Sauðárkrók, en vegurinn þangað er í kringum 40 kílómetrar. Í vor kviknaði í kaupfélaginu í bænum út frá fyrstiskáp og þurfti að loka því og hreinsa allt út. Forsvarsmenn kaupfélagsins brugðu því á það ráð að fá lánað húsnæði hjá björgunarsveitinni tímabundið til þess að selja nauðsynjavörur. „Okkur var lofað því að þetta yrði klárt fyrir september/október. Það versta við þetta er að við höfum aldrei heyrt frá þeim síðan í vor, maður hefur heyrt útundan sér að það sé verið að vinna í þessu en ekki meira en það,“ segir Páll Birgir.Tvær langlokur í kaupfélaginu Íbúar á svæðinu, sem eru í kringum 300, þurfa því að keyra yfir 40 kílómetra langan spöl á Sauðárkrók til þess að versla í matinn. „Við þurfum að gera það ef við þurfum að kaupa eitthvað meira en mjólk og svoleiðis. Það er lítið vöruúrval á Hofsósi, bara þessar algengu matvörur, en ekki nema brot af því sem var í kaupfélaginu áður en það brann. Það kemur bíll tvisvar í viku með vörur til okkar og í sumar þegar það var mikið af ferðamönnum hérna þá voru sumir hlutir bara ekki til. Þá þurfti oft einhver starfsstúlka í búðinni að fara á Krókinn til þess að ná í það sem vantaði,“ segir Páll Birgir og bendir á að stundum voru bara til tvær langlokur í kaupfélaginu jafnvel þótt að það hafi verið pantaðar tíu. „Það var örugglega ekki meira til eða að við fengum þær gömlu úr búðinni á Króknum.“ En þetta er ekki það eina sem er að plaga íbúa á Hofsósi því þar er heldur enginn banki og á eldra fólkið erfitt með að fara á Sauðárkrók til þess að útrétta. „Útibúinu var lokað í sumar og þar var hraðbanki í forstofunni en þegar það rigndi var hann ónothæfur. Um daginn var hann færður upp í húsnæðið til björgunarsveitarinnar og þar stendur hann út á miðju gólfi ótengdur,“ segir Páll Birgir og bendir á að íbúar séu að taka umfram á kortinu í búðinni til þess að eiga smá pening. „Hraðbankinn átti að bjarga öllu, það er verst að það sé ekki hægt að borga reikningana í honum.“Skiptu á milli sín Fréttablaðinu Íbúar þurfa því að fara á Sauðárkrók til að borga reikninga. „Maður myndi sleppa því ef þetta væri eins og þetta var áður fyrr. En það er mikið af eldra fólki hérna sem á erfitt með að sækja þjónustu á Krókinn,“ segir hann en hrósar þó Vegagerðinni sem sér til þess að búið sé að ryðja veginn á milli Hofsósar og Sauðárkrók. Páll Birgir nefnir líka að ekkert Fréttablaðið berist í bæinn, einungis Mogginn. „Við höfum fengið eitt blað sem sá sem keyrir á milli Siglufjarðar og Sauðárkróks skildi alltaf eftir í Kaupfélaginu áður en það brann. Þar var eitt blað sem menn skiptu á milli sín á meðan þeir drukku kaffið á kaffistofunni í Kaupfélaginu,“ segir hann. „Menn keyptu alltaf Fréttablaðið þegar það var í sölu hérna á Hofsósi.“
Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Sjá meira