Íbúar á Hofsósi þurfa að sækja þjónustu á Sauðárkrók Boði Logason skrifar 6. desember 2011 11:00 Íbúar á Hofsósi þurfa að fara á Sauðárkrók til þess að borga reikninga og taka út pening. Þá þurfa þeir einnig að gera sér ferð þangað til þess að versla í matinn því kaupfélagið brann síðastliðið vor. mynd/GVA „Það er svo erfitt fyrir okkur að fá svör,“ segir Páll Birgir Óskarsson, sauðfjárbóndi á Skuggabjörgum í Skagafirði. Íbúar á Hofsósi eru án banka og þá brann kaupfélagið síðastliðið vor og sækja nú íbúar nauðsynjavörur í bráðabirgðahúsnæði sem björgunarsveitin í bænum á. Til þess að versla almennilega í matinn og borga reikninga þurfa íbúar að keyra á Sauðárkrók, en vegurinn þangað er í kringum 40 kílómetrar. Í vor kviknaði í kaupfélaginu í bænum út frá fyrstiskáp og þurfti að loka því og hreinsa allt út. Forsvarsmenn kaupfélagsins brugðu því á það ráð að fá lánað húsnæði hjá björgunarsveitinni tímabundið til þess að selja nauðsynjavörur. „Okkur var lofað því að þetta yrði klárt fyrir september/október. Það versta við þetta er að við höfum aldrei heyrt frá þeim síðan í vor, maður hefur heyrt útundan sér að það sé verið að vinna í þessu en ekki meira en það,“ segir Páll Birgir.Tvær langlokur í kaupfélaginu Íbúar á svæðinu, sem eru í kringum 300, þurfa því að keyra yfir 40 kílómetra langan spöl á Sauðárkrók til þess að versla í matinn. „Við þurfum að gera það ef við þurfum að kaupa eitthvað meira en mjólk og svoleiðis. Það er lítið vöruúrval á Hofsósi, bara þessar algengu matvörur, en ekki nema brot af því sem var í kaupfélaginu áður en það brann. Það kemur bíll tvisvar í viku með vörur til okkar og í sumar þegar það var mikið af ferðamönnum hérna þá voru sumir hlutir bara ekki til. Þá þurfti oft einhver starfsstúlka í búðinni að fara á Krókinn til þess að ná í það sem vantaði,“ segir Páll Birgir og bendir á að stundum voru bara til tvær langlokur í kaupfélaginu jafnvel þótt að það hafi verið pantaðar tíu. „Það var örugglega ekki meira til eða að við fengum þær gömlu úr búðinni á Króknum.“ En þetta er ekki það eina sem er að plaga íbúa á Hofsósi því þar er heldur enginn banki og á eldra fólkið erfitt með að fara á Sauðárkrók til þess að útrétta. „Útibúinu var lokað í sumar og þar var hraðbanki í forstofunni en þegar það rigndi var hann ónothæfur. Um daginn var hann færður upp í húsnæðið til björgunarsveitarinnar og þar stendur hann út á miðju gólfi ótengdur,“ segir Páll Birgir og bendir á að íbúar séu að taka umfram á kortinu í búðinni til þess að eiga smá pening. „Hraðbankinn átti að bjarga öllu, það er verst að það sé ekki hægt að borga reikningana í honum.“Skiptu á milli sín Fréttablaðinu Íbúar þurfa því að fara á Sauðárkrók til að borga reikninga. „Maður myndi sleppa því ef þetta væri eins og þetta var áður fyrr. En það er mikið af eldra fólki hérna sem á erfitt með að sækja þjónustu á Krókinn,“ segir hann en hrósar þó Vegagerðinni sem sér til þess að búið sé að ryðja veginn á milli Hofsósar og Sauðárkrók. Páll Birgir nefnir líka að ekkert Fréttablaðið berist í bæinn, einungis Mogginn. „Við höfum fengið eitt blað sem sá sem keyrir á milli Siglufjarðar og Sauðárkróks skildi alltaf eftir í Kaupfélaginu áður en það brann. Þar var eitt blað sem menn skiptu á milli sín á meðan þeir drukku kaffið á kaffistofunni í Kaupfélaginu,“ segir hann. „Menn keyptu alltaf Fréttablaðið þegar það var í sölu hérna á Hofsósi.“ Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Sjá meira
„Það er svo erfitt fyrir okkur að fá svör,“ segir Páll Birgir Óskarsson, sauðfjárbóndi á Skuggabjörgum í Skagafirði. Íbúar á Hofsósi eru án banka og þá brann kaupfélagið síðastliðið vor og sækja nú íbúar nauðsynjavörur í bráðabirgðahúsnæði sem björgunarsveitin í bænum á. Til þess að versla almennilega í matinn og borga reikninga þurfa íbúar að keyra á Sauðárkrók, en vegurinn þangað er í kringum 40 kílómetrar. Í vor kviknaði í kaupfélaginu í bænum út frá fyrstiskáp og þurfti að loka því og hreinsa allt út. Forsvarsmenn kaupfélagsins brugðu því á það ráð að fá lánað húsnæði hjá björgunarsveitinni tímabundið til þess að selja nauðsynjavörur. „Okkur var lofað því að þetta yrði klárt fyrir september/október. Það versta við þetta er að við höfum aldrei heyrt frá þeim síðan í vor, maður hefur heyrt útundan sér að það sé verið að vinna í þessu en ekki meira en það,“ segir Páll Birgir.Tvær langlokur í kaupfélaginu Íbúar á svæðinu, sem eru í kringum 300, þurfa því að keyra yfir 40 kílómetra langan spöl á Sauðárkrók til þess að versla í matinn. „Við þurfum að gera það ef við þurfum að kaupa eitthvað meira en mjólk og svoleiðis. Það er lítið vöruúrval á Hofsósi, bara þessar algengu matvörur, en ekki nema brot af því sem var í kaupfélaginu áður en það brann. Það kemur bíll tvisvar í viku með vörur til okkar og í sumar þegar það var mikið af ferðamönnum hérna þá voru sumir hlutir bara ekki til. Þá þurfti oft einhver starfsstúlka í búðinni að fara á Krókinn til þess að ná í það sem vantaði,“ segir Páll Birgir og bendir á að stundum voru bara til tvær langlokur í kaupfélaginu jafnvel þótt að það hafi verið pantaðar tíu. „Það var örugglega ekki meira til eða að við fengum þær gömlu úr búðinni á Króknum.“ En þetta er ekki það eina sem er að plaga íbúa á Hofsósi því þar er heldur enginn banki og á eldra fólkið erfitt með að fara á Sauðárkrók til þess að útrétta. „Útibúinu var lokað í sumar og þar var hraðbanki í forstofunni en þegar það rigndi var hann ónothæfur. Um daginn var hann færður upp í húsnæðið til björgunarsveitarinnar og þar stendur hann út á miðju gólfi ótengdur,“ segir Páll Birgir og bendir á að íbúar séu að taka umfram á kortinu í búðinni til þess að eiga smá pening. „Hraðbankinn átti að bjarga öllu, það er verst að það sé ekki hægt að borga reikningana í honum.“Skiptu á milli sín Fréttablaðinu Íbúar þurfa því að fara á Sauðárkrók til að borga reikninga. „Maður myndi sleppa því ef þetta væri eins og þetta var áður fyrr. En það er mikið af eldra fólki hérna sem á erfitt með að sækja þjónustu á Krókinn,“ segir hann en hrósar þó Vegagerðinni sem sér til þess að búið sé að ryðja veginn á milli Hofsósar og Sauðárkrók. Páll Birgir nefnir líka að ekkert Fréttablaðið berist í bæinn, einungis Mogginn. „Við höfum fengið eitt blað sem sá sem keyrir á milli Siglufjarðar og Sauðárkróks skildi alltaf eftir í Kaupfélaginu áður en það brann. Þar var eitt blað sem menn skiptu á milli sín á meðan þeir drukku kaffið á kaffistofunni í Kaupfélaginu,“ segir hann. „Menn keyptu alltaf Fréttablaðið þegar það var í sölu hérna á Hofsósi.“
Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Sjá meira