Innlent

Gæsluvarðhald staðfest yfir meintum skotárásarmanni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan vaktar Bryggjuhverfið eftir skotárásina.
Lögreglan vaktar Bryggjuhverfið eftir skotárásina. mynd/ egill.
Hæstiréttur hefur staðfest framlengdan gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem grunaður er um aðild að skotárás í Bryggjuhverfinu þann 18. nóvember síðastliðinn. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald á laugardaginn en hann mótmælti gæsluvarðhaldskröfunni og kærði úrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar.

Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að lögreglan gerði húsleit á heimili mannsins á föstudag og fann þar og lagði hald á m.a. afsagaða haglabyssu og haglaskot. Við rannsókn tæknideildar lögreglu á forhlöðum hinna haldlögðu skothylkja kom í ljós að eitt þeirra er að útliti og lögun eins og forhlöðin sem fundust vettvangi.

Þrír eru grunaðir um aðild að árásinni í Bryggjuhverfinu, sem er rannsökuð sem tilraun til manndráps. Þeir sæta allir gæsluvarðhaldi nú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×