Innlent

Keyrið varlega

Þessi bíll valt í Kópavogi um helgina
Þessi bíll valt í Kópavogi um helgina
Lögreglan minnir fólk á að fara varlega í umferðinni, ekki síst ökumenn, enda er hálka á vegum. Nokkur umferðaróhöpp hafa orðið á höfuðborgarsvæðinu það sem af er degi, meðal annars tvær bílveltur. Önnur á Vesturlandsvegi en hin á Suðurlandsvegi. Engin slasaðist alvarlega í þeim. Í dag varð svo þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut í Kópavogi. Þá segir varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum að tveir bílar hafi farið út af Reykjanesbrautinni í morgun en mikil hálka er á brautinni. Á morgun er gert ráð fyrir þriggja til átta stiga frosti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×