Vegagerðin bakkar ekki með Vestfjarðaveg Kristján Már Unnarsson skrifar 6. desember 2011 18:37 Vegagerðin hyggst ótrauð bjóða út endurbyggingu Vestfjarðavegar í næsta mánuði, með þverun tveggja fjarða, þrátt fyrir að Skipulagsstofnun telji verkið valda óbætanlegum skaða á landslagi. Samkvæmt drögum að samgönguáætlun á endurbygging Vestfjarðavegar á sunnaverðum Vestfjörðum, á 24 kílómetra kafla um Kjálkafjörð og Kerlingarfjörð, að verða stærsta verkið í vegagerð hérlendis næstu þrjú árin. Þarna liggur nú malarvegur um kjarrigróna eyðifirði, með kröppum beygjum og blindhæðum, fjórum einbreiðum brúm og snjóþungum köflum í fjarðarbotnum. Vegagerðin vill losna við veginn úr botnunum og ná fram átta kílómetra styttingu með því að þvera Kjálkafjörð og Mjóafjörð, inn af Kerlingarfirði, með uppfyllingum en nægilega löngum brúm til að tryggja eðlileg vatnaskipti milli flóðs og fjöru. Skipulagsstofnun hefur nú lýst því áliti sínu að þverun fjarðanna hafi verulega neikvæð áhrif á landslag og verndarsvæði Breiðafjarðar, mannvirkin verði áberandi og rýri gildi svæðisins. Mótvægisaðgerðir megni ekki að bæta fyrir skaða sem lagning vegar um Litlanes valdi á landslagi og loks er arnarhreiðrum talið ógnað. Varpstaðir arna eru sagðir verða sýnilegri vegfarendum en áður, það geti vakið forvitni vegfarenda og aukið umgang við hreiður. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir að þetta álit Skipulagsstofnunar raski ekki þeim áformum að bjóða verkið út í janúar og að Vegagerðin muni halda sínu striki og sækja um framkvæmdaleyfi til Vesturbyggðar og Reykhólahrepps. Tengdar fréttir Telur skaða vegna nýs Vestfjarðavegar óbætanlegan Stærsta verkið sem Vegagerðin hugðist ráðast í á næsta ári, þverun tveggja fjarða á sunnanverðum Vestfjörðum, fær afar neikvæða umsögn Skipulagsstofnunar, sem telur að ekki séu til mótvægisaðgerðir til að bæta fyrir eða koma í veg fyrir skaða vegna framkvæmdanna. 6. desember 2011 11:44 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Vegagerðin hyggst ótrauð bjóða út endurbyggingu Vestfjarðavegar í næsta mánuði, með þverun tveggja fjarða, þrátt fyrir að Skipulagsstofnun telji verkið valda óbætanlegum skaða á landslagi. Samkvæmt drögum að samgönguáætlun á endurbygging Vestfjarðavegar á sunnaverðum Vestfjörðum, á 24 kílómetra kafla um Kjálkafjörð og Kerlingarfjörð, að verða stærsta verkið í vegagerð hérlendis næstu þrjú árin. Þarna liggur nú malarvegur um kjarrigróna eyðifirði, með kröppum beygjum og blindhæðum, fjórum einbreiðum brúm og snjóþungum köflum í fjarðarbotnum. Vegagerðin vill losna við veginn úr botnunum og ná fram átta kílómetra styttingu með því að þvera Kjálkafjörð og Mjóafjörð, inn af Kerlingarfirði, með uppfyllingum en nægilega löngum brúm til að tryggja eðlileg vatnaskipti milli flóðs og fjöru. Skipulagsstofnun hefur nú lýst því áliti sínu að þverun fjarðanna hafi verulega neikvæð áhrif á landslag og verndarsvæði Breiðafjarðar, mannvirkin verði áberandi og rýri gildi svæðisins. Mótvægisaðgerðir megni ekki að bæta fyrir skaða sem lagning vegar um Litlanes valdi á landslagi og loks er arnarhreiðrum talið ógnað. Varpstaðir arna eru sagðir verða sýnilegri vegfarendum en áður, það geti vakið forvitni vegfarenda og aukið umgang við hreiður. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir að þetta álit Skipulagsstofnunar raski ekki þeim áformum að bjóða verkið út í janúar og að Vegagerðin muni halda sínu striki og sækja um framkvæmdaleyfi til Vesturbyggðar og Reykhólahrepps.
Tengdar fréttir Telur skaða vegna nýs Vestfjarðavegar óbætanlegan Stærsta verkið sem Vegagerðin hugðist ráðast í á næsta ári, þverun tveggja fjarða á sunnanverðum Vestfjörðum, fær afar neikvæða umsögn Skipulagsstofnunar, sem telur að ekki séu til mótvægisaðgerðir til að bæta fyrir eða koma í veg fyrir skaða vegna framkvæmdanna. 6. desember 2011 11:44 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Telur skaða vegna nýs Vestfjarðavegar óbætanlegan Stærsta verkið sem Vegagerðin hugðist ráðast í á næsta ári, þverun tveggja fjarða á sunnanverðum Vestfjörðum, fær afar neikvæða umsögn Skipulagsstofnunar, sem telur að ekki séu til mótvægisaðgerðir til að bæta fyrir eða koma í veg fyrir skaða vegna framkvæmdanna. 6. desember 2011 11:44