Isavia leyft að svara til um fangaflug CIA Óli Kristján Ármannsson skrifar 30. desember 2011 02:30 Í kjallara skráningarstofu leyndarupplýsinga, ORNISS, í Búkarest rak bandaríska leyniþjónustan CIA leynifangelsi á árunum 2003 til 2006 og yfirheyrði grunaða hryðjuverkamenn. Fréttablaðið/AP Innanríkisráðuneytið hefur heimilað Isavia að svara fyrirspurn tveggja mannréttindasamtaka um fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar CIA á íslensku umráðasvæði. Ísland var á svörtum lista yfir lönd sem engu höfðu svarað í áfangaskýrslunni „Rendition on Record" sem út kom í desember. Helmingur Evrópulanda hunsaði algjörlega upplýsingabeiðni samtakanna, en óhóflegur dráttur var sagður orðinn á svari frá Íslandi. Samtökin sem kalla eftir upplýsingum um fangaflugið heita Reprieve og Access Info Europe. Þau vilja sýna fram á umfang flutnings CIA með fanga til staða þar sem þeir kunni að hafa verið pyntaðir. Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, segir að nú þegar heimild ráðuneytisins liggi fyrir verði farið í þá vinnu að svara fyrirspurn samtakanna. Svarið verði þó ekki hrist fram úr erminni því nokkuð þurfi að hafa fyrir því að sækja umbeðnar upplýsingar. „Þessir aðilar sendu okkur langan lista af skráningarnúmerum flugvéla, sem þýðir að leita þarf að þeim í kerfinu hjá okkur. Og það er handavinna sem tekur einhvern tíma," segir Friðþór. Að því loknu verði samtökunum sent svar. „Við klárum væntanlega snemma á nýju ári." Í flugumferðarstjórnargögnum sem Isavia hefur aðgang að má sjá bæði ferðir umræddra flugvéla í íslenskri lofthelgi og hvort og þá hvar þær kunna að hafa lent hér á landi. Bandaríkin, auk sex Evrópuríkja, Danmerkur, Finnlands, Þýskalands, Írlands, Litháen og Noregs, svöruðu fyrirspurn samtakanna áður en kom til útgáfu áfangaskýrslunnar í desember. Fimm Evrópulönd segja upplýsingarnar ekki til, auk þess sem evrópska flugumferðarstjórnin Eurocontrol, Portúgal og Svíþjóð (auk Kanada) hafa neitað að svara fyrirspurninni. Tólf ríki hafa engu svarað en Íslendingar höfðu sagt að fyrirspurnin væri í ferli. Um þrír mánuðir eru síðan samtökin sendu fyrirspurn sína, en fram hefur komið að hún hafi fyrst farið til Flugmálastjórnar, sem áframsendi hana á Isavia, sem aftur vísaði því til innanríkisráðuneytisins hvort svara mætti fyrirspurninni. Sú heimild fékkst í gær. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Sjá meira
Innanríkisráðuneytið hefur heimilað Isavia að svara fyrirspurn tveggja mannréttindasamtaka um fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar CIA á íslensku umráðasvæði. Ísland var á svörtum lista yfir lönd sem engu höfðu svarað í áfangaskýrslunni „Rendition on Record" sem út kom í desember. Helmingur Evrópulanda hunsaði algjörlega upplýsingabeiðni samtakanna, en óhóflegur dráttur var sagður orðinn á svari frá Íslandi. Samtökin sem kalla eftir upplýsingum um fangaflugið heita Reprieve og Access Info Europe. Þau vilja sýna fram á umfang flutnings CIA með fanga til staða þar sem þeir kunni að hafa verið pyntaðir. Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, segir að nú þegar heimild ráðuneytisins liggi fyrir verði farið í þá vinnu að svara fyrirspurn samtakanna. Svarið verði þó ekki hrist fram úr erminni því nokkuð þurfi að hafa fyrir því að sækja umbeðnar upplýsingar. „Þessir aðilar sendu okkur langan lista af skráningarnúmerum flugvéla, sem þýðir að leita þarf að þeim í kerfinu hjá okkur. Og það er handavinna sem tekur einhvern tíma," segir Friðþór. Að því loknu verði samtökunum sent svar. „Við klárum væntanlega snemma á nýju ári." Í flugumferðarstjórnargögnum sem Isavia hefur aðgang að má sjá bæði ferðir umræddra flugvéla í íslenskri lofthelgi og hvort og þá hvar þær kunna að hafa lent hér á landi. Bandaríkin, auk sex Evrópuríkja, Danmerkur, Finnlands, Þýskalands, Írlands, Litháen og Noregs, svöruðu fyrirspurn samtakanna áður en kom til útgáfu áfangaskýrslunnar í desember. Fimm Evrópulönd segja upplýsingarnar ekki til, auk þess sem evrópska flugumferðarstjórnin Eurocontrol, Portúgal og Svíþjóð (auk Kanada) hafa neitað að svara fyrirspurninni. Tólf ríki hafa engu svarað en Íslendingar höfðu sagt að fyrirspurnin væri í ferli. Um þrír mánuðir eru síðan samtökin sendu fyrirspurn sína, en fram hefur komið að hún hafi fyrst farið til Flugmálastjórnar, sem áframsendi hana á Isavia, sem aftur vísaði því til innanríkisráðuneytisins hvort svara mætti fyrirspurninni. Sú heimild fékkst í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Sjá meira