Innlent

Eyddu sprengisýru fyrir Sorpu

Sýran var áður fyrr notuð til sprengjugerðar.mynd/lhg sprengjusveit
Sýran var áður fyrr notuð til sprengjugerðar.mynd/lhg sprengjusveit
Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar barst nýlega beiðni frá Sorpu um eyðingu á pikrik-sýru, en ein af fimm flöskum undan efninu hafði gefið sig og sýran kristallast í efnakari frá rannsóknastofu. Þetta er í þriðja sinn á árinu sem sprengjusveitin eyðir slíku efni.

Sprengjusveitarmenn gerðu efnið öruggt hjá Sorpu og fluttu svo til eyðingar. Pikrik-sýra er meðal annars notuð á rannsóknastofum en efnið er einnig sprengiefni og var notað í fallbyssukúlur í fyrri og seinni heimsstyrjöldinni. Efnið fannst til dæmis í fallbyssukúlum í flaki El Grillo á botni Seyðisfjarðar og bendir Landhelgisgæslan á að sprengiefnið verði sérstaklega viðkvæmt með aldri og slík kúla geti sprungið við tiltölulega lítið högg.- shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×