Tuttugu þúsund eintök prentuð af þremur titlum 23. desember 2011 08:30 Velta vegna bókasölu eykst í ár eftir að hafa minnkað frá árinu 2007 og er annað stærsta útgáfuár sögunnar. Velta vegna bókasölu eykst í ár eftir að hafa minnkað frá árinu 2007 og er annað stærsta útgáfuár sögunnar. Þrjár bækur hafa verið prentaðar í yfir tuttugu þúsund eintökum, þar af ein þýdd bók, sem er einstakt. Árið í ár er annað stærsta útgáfuár sögunnar hér á landi, ef litið er til fjölda titla í Bókatíðindum. Velta vegna bókasölu eykst nú eftir að hafa minnkað frá metárinu 2007. „Árið í ár er mjög flott bókaár að öllu leyti, um það eru flestir sammála. Það er gríðarlega mikið af vönduðum bókum sem höfða til margra," segir Kristján B. Jónasson, formaður Félags bókaútgefenda. Hann segir útgefendur á því að salan sé breiðari en mörg undanfarin ár. Mikið sé af stórum höfundum og margir titlar berjist um athyglina. „Samkeppnislega eru þetta einhver hörðustu jól á bókamarkaði lengi." Kristján segir miklar breytingar hafa orðið á bókasölu síðan á tíunda áratug síðustu aldar. „Þetta er annar veruleiki en fyrir tíu árum. Það þótti frábær árangur að selja fimm þúsund eintök, og tíu þúsund eintök seldust ekki endilega um hver jól. Mest seldu bækurnar núna seljast í mun stærri upplögum." Hann segir jólin í ár einstök að því leyti að þrjár bækur, allar skáldskapur, hafi verið prentaðar í yfir tuttugu þúsund eintökum. Ein þessara bóka er þýðing á erlendri bók, Gamlingjanum, og það er sérstakt að slík bók sé ein mest selda bókin að sögn Kristjáns. Bækurnar sem eru næstar á metsölulistunum hafa selst í minna en tíu þúsund eintökum. Undanfarin ár hafa bækur þurft að seljast í meira en fimm þúsund eintökum til þess að komast inn á listann. Hagstofan hefur tekið saman heildarveltu á bókamarkaði og stærsta árið hingað til er 2007. Þá var veltan rétt tæpir fimm milljarðar króna, en hefur minnkað á hverju ári síðan og í fyrra var hún um 4,7 milljarðar. Samdrátturinn hefur því verið um þrjú hundruð milljónir. Kristján segir almennt álitið að þessi upphæð hækki á nýjan leik í ár. Þar spili inn í sterkur heilsársmarkaður á kiljum, lífleg sumar- og haustsala, og að bókavertíðin hafi farið fyrr af stað en vant sé. thorunn@frettabladid.is Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Sjá meira
Velta vegna bókasölu eykst í ár eftir að hafa minnkað frá árinu 2007 og er annað stærsta útgáfuár sögunnar. Þrjár bækur hafa verið prentaðar í yfir tuttugu þúsund eintökum, þar af ein þýdd bók, sem er einstakt. Árið í ár er annað stærsta útgáfuár sögunnar hér á landi, ef litið er til fjölda titla í Bókatíðindum. Velta vegna bókasölu eykst nú eftir að hafa minnkað frá metárinu 2007. „Árið í ár er mjög flott bókaár að öllu leyti, um það eru flestir sammála. Það er gríðarlega mikið af vönduðum bókum sem höfða til margra," segir Kristján B. Jónasson, formaður Félags bókaútgefenda. Hann segir útgefendur á því að salan sé breiðari en mörg undanfarin ár. Mikið sé af stórum höfundum og margir titlar berjist um athyglina. „Samkeppnislega eru þetta einhver hörðustu jól á bókamarkaði lengi." Kristján segir miklar breytingar hafa orðið á bókasölu síðan á tíunda áratug síðustu aldar. „Þetta er annar veruleiki en fyrir tíu árum. Það þótti frábær árangur að selja fimm þúsund eintök, og tíu þúsund eintök seldust ekki endilega um hver jól. Mest seldu bækurnar núna seljast í mun stærri upplögum." Hann segir jólin í ár einstök að því leyti að þrjár bækur, allar skáldskapur, hafi verið prentaðar í yfir tuttugu þúsund eintökum. Ein þessara bóka er þýðing á erlendri bók, Gamlingjanum, og það er sérstakt að slík bók sé ein mest selda bókin að sögn Kristjáns. Bækurnar sem eru næstar á metsölulistunum hafa selst í minna en tíu þúsund eintökum. Undanfarin ár hafa bækur þurft að seljast í meira en fimm þúsund eintökum til þess að komast inn á listann. Hagstofan hefur tekið saman heildarveltu á bókamarkaði og stærsta árið hingað til er 2007. Þá var veltan rétt tæpir fimm milljarðar króna, en hefur minnkað á hverju ári síðan og í fyrra var hún um 4,7 milljarðar. Samdrátturinn hefur því verið um þrjú hundruð milljónir. Kristján segir almennt álitið að þessi upphæð hækki á nýjan leik í ár. Þar spili inn í sterkur heilsársmarkaður á kiljum, lífleg sumar- og haustsala, og að bókavertíðin hafi farið fyrr af stað en vant sé. thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Sjá meira