Innlent

Strax orðinn "framúrskarandi leiðtogi“

Kim Jong Un er sagður fagna þrítugsafmæli á næstunni.
Kim Jong Un er sagður fagna þrítugsafmæli á næstunni.
Eftir aðeins fáeina daga í embætti hefur Kim Jong Un þegar verið útnefndur „hinn framúrskarandi leiðtogi" Raunar er talið að hinn ungi sonur Kim Jon Il sem tók við leiðtogaembættinu við lát föður síns á dögunum, muni deila völdunum með hópi háttsettra embættismanna og hershöfðingja.

Það kemur þó ekki í veg fyrir að þarlendir fjölmiðlar, sem vitaskuld eru allir á snærum ríkisins, fari í mikla herferð til þess að sannfæra almenning um leiðtogahæfileika mannsins. Þar á bæ er nú yfirleitt talað um Kim Jong Un sem hinn „framúrskarandi leiðtoga" og í leiðara eins stærsta dagblaðs landsins í gær var mælst til þess fólk kalli hann „sá sem kom af himnum".

Þá er talið líklegt að hann haldi upp á þrjátíu ára afmæli sitt á komandi vikum. Það er raunar dálítið undarlegt í ljósi þess að vestrænar leyniþjónustur telja að Kim Jong Un sé ekki nema rétt liðlega 25 ára gamall. Það þykir hinsvegar boða mikla gæfu fyrir landið ef svo vel myndi vilja til að hinn nýi leiðtogi fagni 30 ára afmælinu sama ár og faðir hans hefði orðið sjötugur, og afi hans hundrað ára.

Afinn, Kim il Sung, faðir Norður Kóreu er enn í miklum metum og ber titilinn Forseti til eilífðarnóns, þrátt fyrir að hafa látist árið 1994.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×